Pútín segir dóm Bútínu hneyksli Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. apríl 2019 17:42 Vladímír Pútín er nú staddur í Peking þar sem fundað er um hið gríðarstóra innviðaverkefni Kínverja, Belti og Braut. Getty/Mikhail Svetlov Vladímír Pútín Rússlandsforseti lýsir fangelsisdómi Mariu Bútínu sem réttarmorði og hneyksli. Bútína, sem játaði að starfa sem útsendari erlends ríkis í Bandaríkjunum, var dæmd til 18 mánaða fangelsisvistar í gær. Hún var handtekin í júlí í fyrra og játaði að hafa safnað upplýsingum um samtök íhaldsmanna á vegum Alexander Torshin, rússnesks fyrrverandi þingmanns, fyrir og eftir forsetakosningarnar 2016. Á blaðamannafundi í Peking í dag sagði Pútín að dómurinn yfir Bútínu væri aðeins tilraun Bandaríkjanna til að laga orðspor sitt. Mál hennar hefur verið fyrirferðamikið vestanhafs og talið varpa ljósi á tilraunir Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar vestanhafs. „Þetta er hneyksli,“ sagði Pútín. „Það er alls ekki ljóst fyrir hvað hún er dæmd eða hvaða glæp hún á að hafa farið. Þetta er fullkomið dæmi um tilraun til að „bjarga andlitinu.“ Þau handtóku stúlkuna og stungu í fangelsi,“ bætti hann við á blaðamannafundinum í dag. „En hún hafði ekkert brotið af sér. Til þess að koma í veg fyrir það að líta fullkomlega fáránlega út gáfu þeir henni 18 mánaða dóm - til að sýna að hún væri sek um eitthvað.“ Þarna má ætla að Pútín sé að vísa til þess að bandarískir saksóknarar voru ekki sannfærðir um að Bútína væri njósnari. Þrátt fyrir það töldu þeir hana vera ógn við þjóðaröryggi Bandaríkjanna.„Ung og dugleg“ kona Bútína hefur unnið náið með bandarískum yfirvöldum allt frá því að hún gekkst við brotum sínum í desember síðastliðnum. Hún baðst afsökunar í dómsal í Washington D.C. og fór fram á að dómarinn myndi sýna henni vægð. „Orðspor mitt er ónýtt, bæði hér í Bandaríkjunum og á alþjóðavettvangi,“ sagði Bútína í gær og bað um tækifæri til að „fara heim og endurræsa líf mitt.“ Sá tími sem hún hefur þegar varið í fangelsi verður dreginn frá refsingu hennar og eftir að fangelsisvist hennar líkur verður Bútínu vikið frá Bandaríkjunum. Dómarinn í máli hennar sagði hana fá þunga refsingu vegna alvarleika brota hennar og í fordæmisskyni. Engu að síður talaði dómarinn fallega til Bútínu að dómsuppkvaðningunni lokinni. „Slæma hegðun þín skilgreinir þig ekki,“ sagði dómarinn og bætti við: „Þú ert ung kona. Þú ert gáfuð, dugleg og þú átt framtíðina fyrir þér.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússland Tengdar fréttir Maria Butina dæmd til átján mánaða fangelsisvistar Maria Butina, sem játaði sig seka um samsæri og starfa sem útsendari erlends ríkis í Bandaríkjunum, hefur verið dæmd til 18 mánaða fangelsisvistar. 26. apríl 2019 16:12 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Sjá meira
Vladímír Pútín Rússlandsforseti lýsir fangelsisdómi Mariu Bútínu sem réttarmorði og hneyksli. Bútína, sem játaði að starfa sem útsendari erlends ríkis í Bandaríkjunum, var dæmd til 18 mánaða fangelsisvistar í gær. Hún var handtekin í júlí í fyrra og játaði að hafa safnað upplýsingum um samtök íhaldsmanna á vegum Alexander Torshin, rússnesks fyrrverandi þingmanns, fyrir og eftir forsetakosningarnar 2016. Á blaðamannafundi í Peking í dag sagði Pútín að dómurinn yfir Bútínu væri aðeins tilraun Bandaríkjanna til að laga orðspor sitt. Mál hennar hefur verið fyrirferðamikið vestanhafs og talið varpa ljósi á tilraunir Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar vestanhafs. „Þetta er hneyksli,“ sagði Pútín. „Það er alls ekki ljóst fyrir hvað hún er dæmd eða hvaða glæp hún á að hafa farið. Þetta er fullkomið dæmi um tilraun til að „bjarga andlitinu.“ Þau handtóku stúlkuna og stungu í fangelsi,“ bætti hann við á blaðamannafundinum í dag. „En hún hafði ekkert brotið af sér. Til þess að koma í veg fyrir það að líta fullkomlega fáránlega út gáfu þeir henni 18 mánaða dóm - til að sýna að hún væri sek um eitthvað.“ Þarna má ætla að Pútín sé að vísa til þess að bandarískir saksóknarar voru ekki sannfærðir um að Bútína væri njósnari. Þrátt fyrir það töldu þeir hana vera ógn við þjóðaröryggi Bandaríkjanna.„Ung og dugleg“ kona Bútína hefur unnið náið með bandarískum yfirvöldum allt frá því að hún gekkst við brotum sínum í desember síðastliðnum. Hún baðst afsökunar í dómsal í Washington D.C. og fór fram á að dómarinn myndi sýna henni vægð. „Orðspor mitt er ónýtt, bæði hér í Bandaríkjunum og á alþjóðavettvangi,“ sagði Bútína í gær og bað um tækifæri til að „fara heim og endurræsa líf mitt.“ Sá tími sem hún hefur þegar varið í fangelsi verður dreginn frá refsingu hennar og eftir að fangelsisvist hennar líkur verður Bútínu vikið frá Bandaríkjunum. Dómarinn í máli hennar sagði hana fá þunga refsingu vegna alvarleika brota hennar og í fordæmisskyni. Engu að síður talaði dómarinn fallega til Bútínu að dómsuppkvaðningunni lokinni. „Slæma hegðun þín skilgreinir þig ekki,“ sagði dómarinn og bætti við: „Þú ert ung kona. Þú ert gáfuð, dugleg og þú átt framtíðina fyrir þér.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússland Tengdar fréttir Maria Butina dæmd til átján mánaða fangelsisvistar Maria Butina, sem játaði sig seka um samsæri og starfa sem útsendari erlends ríkis í Bandaríkjunum, hefur verið dæmd til 18 mánaða fangelsisvistar. 26. apríl 2019 16:12 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Sjá meira
Maria Butina dæmd til átján mánaða fangelsisvistar Maria Butina, sem játaði sig seka um samsæri og starfa sem útsendari erlends ríkis í Bandaríkjunum, hefur verið dæmd til 18 mánaða fangelsisvistar. 26. apríl 2019 16:12