Íslenskum feðgum byrlað eitur á Tenerife Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. apríl 2019 13:47 Sigvaldi Kaldalóns var fararstjóri í ferðinni og var feðgunum innan handar eftir atvikið. Vísir Íslenskum feðgum var byrlað eitur, þeir rændir og síðan skildir eftir við ruslagám um hábjartan dag á Tenerife fyrir skemmstu. Fararstjóri segir málið óhugnarlegt en eitrið sem um ræðir vekur óhug. Atvikið átti sér stað á spænsku eyjunni fyrir um þremur vikum en rætt er við föðurinn í nýjasta tölublaði Mannlífs þar sem nafns hans er ekki getið. Hann var staddur í fjölfarinni götu ásamt fimmtán ára syni sínum þegar þeim var byrlað. Sigvaldi Kaldalóns hjá VITA-ferðum var fararstjóri ferðarinnar og hefur verið feðgunum innan handar. „Þetta er eitur sem er kallað Devil‘s breath og lítur út fyrir að þeir hafi fengið þetta bara út í drykk sem þeir pöntuðu sér. Sonur hans fékk sér kók, hann fékk sér einhverja blöndu og þeir muna eiginlega ekki eftir að hafa klárað glasið, tóku einhverja sopa og svo muna þeir bara ekki meira,“ segir Svali í samtali við fréttastofu. „Þetta lyf virkar þannig að ef þér er byrlað þetta eitur þá raunverulega ert þú kominn á vald þess sem talar við þig. Þannig ef hann hefur sagt við þá: „Heyrðu komiði með mér strákar, ég þarf að sýna ykkur svolítið,“ þá hefðu þeir bara labbað með.“ Um þremur til fjórum klukkustundum síðar ranka feðgarnir við sér úti á bak við ruslagám og búið að hafa af þeim peninga, greiðslukort, síma og önnur verðmæti og mundu lítið sem ekkert eftir því sem gerðist. „Fyrst um sinn rankaði faðirinn við sér og er staddur inni í herbergi þar sem hann sér fólk, sér samt ekki son sinn. Hann lognast út af aftur, hann gat ekki hreyft sig eða neitt.“ Hann segir feðgana í raun vera heppna að ekki hafi farið verr en lífsreynslan hafi verið skelfileg. Blóðsýni voru tekin úr þeim á sjúkrahúsi og skýrsla á lögreglustöð í framhaldinu. Svali segir lögregluna hafa litið málið alvarlegum augum. „Þetta er trúlega algengara en maður heldur og þeir segja bara að þeir séu að verða varir við þetta, það eru fleiri og fleiri sem koma frá Suður-Ameríku með þetta og í þessu tilviki þá héldu þeir að þetta væri rúmenska mafían af því að hún er fyrirferðarmikil hérna,“ segir Svali. Ferðalög Lögreglumál Spánn Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Sjá meira
Íslenskum feðgum var byrlað eitur, þeir rændir og síðan skildir eftir við ruslagám um hábjartan dag á Tenerife fyrir skemmstu. Fararstjóri segir málið óhugnarlegt en eitrið sem um ræðir vekur óhug. Atvikið átti sér stað á spænsku eyjunni fyrir um þremur vikum en rætt er við föðurinn í nýjasta tölublaði Mannlífs þar sem nafns hans er ekki getið. Hann var staddur í fjölfarinni götu ásamt fimmtán ára syni sínum þegar þeim var byrlað. Sigvaldi Kaldalóns hjá VITA-ferðum var fararstjóri ferðarinnar og hefur verið feðgunum innan handar. „Þetta er eitur sem er kallað Devil‘s breath og lítur út fyrir að þeir hafi fengið þetta bara út í drykk sem þeir pöntuðu sér. Sonur hans fékk sér kók, hann fékk sér einhverja blöndu og þeir muna eiginlega ekki eftir að hafa klárað glasið, tóku einhverja sopa og svo muna þeir bara ekki meira,“ segir Svali í samtali við fréttastofu. „Þetta lyf virkar þannig að ef þér er byrlað þetta eitur þá raunverulega ert þú kominn á vald þess sem talar við þig. Þannig ef hann hefur sagt við þá: „Heyrðu komiði með mér strákar, ég þarf að sýna ykkur svolítið,“ þá hefðu þeir bara labbað með.“ Um þremur til fjórum klukkustundum síðar ranka feðgarnir við sér úti á bak við ruslagám og búið að hafa af þeim peninga, greiðslukort, síma og önnur verðmæti og mundu lítið sem ekkert eftir því sem gerðist. „Fyrst um sinn rankaði faðirinn við sér og er staddur inni í herbergi þar sem hann sér fólk, sér samt ekki son sinn. Hann lognast út af aftur, hann gat ekki hreyft sig eða neitt.“ Hann segir feðgana í raun vera heppna að ekki hafi farið verr en lífsreynslan hafi verið skelfileg. Blóðsýni voru tekin úr þeim á sjúkrahúsi og skýrsla á lögreglustöð í framhaldinu. Svali segir lögregluna hafa litið málið alvarlegum augum. „Þetta er trúlega algengara en maður heldur og þeir segja bara að þeir séu að verða varir við þetta, það eru fleiri og fleiri sem koma frá Suður-Ameríku með þetta og í þessu tilviki þá héldu þeir að þetta væri rúmenska mafían af því að hún er fyrirferðarmikil hérna,“ segir Svali.
Ferðalög Lögreglumál Spánn Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Sjá meira