Leiðtogi árásarmannanna sprengdi sig einnig í loft upp Samúel Karl Ólason skrifar 26. apríl 2019 11:00 Stytta af St. James í St. Sebastian's kirkjunni. Myndin sýnir gífurlegan fjölda fara eftir sprengjubrot. AP/Manish Swarup Yfirvöld í Srí Lanka telja að leiðtogi páskaárásanna hafi sprengt sig í loft upp í einni árásinni. Zahran Hashim, sem leiðir samtökin National Thowheeth Jama'ath (NTJ), er sagður hafa framkvæmt árásina á Shangri-La hótelinu ásamt öðrum árásarmanni. Hótelið var eitt af sex hótelum og kirkjum þar sem vígamenn sprengdu sig í loft upp svo minnst 250 manns létu lífið. Næstráðandi Hashim hefur verið handtekinn. Maithripala Sirisena, forseti Srí Lanka, sagði í morgun að talið væri að um 130 manns sem tengist Íslamska ríkinu haldi til á eyjunni og enn eigi eftir að handtaka 70 af þeim.Zahran Hashim var öfgafullur en lítt þekktur klerkur sem var meðlimur í hópi sem skemmdi búddastyttur í Srí Lanka fyrir nokkrum árum. Síðan þá hafði hann birt fjölda af myndböndum á Youtube þar sem hann kallaði eftir árásum gegn öllum þeim sem ekki væru íslamstrúar.Vísir/GraphicNewsÍ kjölfar árásanna birtist hann á myndbandi frá Íslamska ríkinu, þar sem hann leiddi hluta árásarmannanna í að lýsa yfir hollustu við Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga ISIS. Hann var sá eini sem sýndi andlit sitt. Það er þó ekki ljóst hvort að hann og NTJ nutu aðstoðar hryðjuverkasamtakanna eða voru einungis í samskiptum við þau. Samkvæmt AP fréttaveitunni segir lögreglan að árásarmennirnir hafi fengið einhverja þjálfun og hún hafi bæði farið fram erlendis og í Srí Lanka.Indverjar höfðu varað öryggisstofnanir Srí Lanka við því að NTJ hyggðu á árásir en ekki var gripið til aðgerða vegna þeirrar viðvörunar og upplýsingunum mun ekki hafa verið deilt með öðrum meðlimum ríkisstjórnar landsins en varnarmálaráðherranum, sem sagði af sér í gær. Yfirmaður lögreglunnar mun einnig hætta á næstunni. Sirisena kenndi þeim báðum um að hafa ekki deilt upplýsingunum með öðrum. Tala látinna var lækkuð af yfirvöldum Srí Lanka úr 359 í „um það bil“ 253. Sú breyting hefur ekki verið útskýrð nánar. Hryðjuverk á Srí Lanka Indland Srí Lanka Tengdar fréttir Krafist afsagna vegna árásanna í Srí Lanka Minnst 359 manns létu lífið og 500 særðust þegar minnst sex manns sprengdu sig í loft upp á sex mismunandi stöðum um páskana. 24. apríl 2019 16:30 Viðurkenna mistök sín Að minnsta kosti 359 fórust í árásunum og rúmlega fimm hundruð særðust. 25. apríl 2019 08:00 Hundrað færri fórnarlömb í Srí Lanka en talið var Yfirvöld í Srí Lanka hafa tilkynnt að hundrað færri létust en upphaflega var talið 25. apríl 2019 17:19 Myndskeið af árásarmanni birt Myndskeið hefur verið birt sem sýnir mann sem talinn er hafa sprengt eitt hótelanna í Srí Lanka, fyrir utan Tropical Inn hótelið í Dehiwala rétt áður en sprengingin varð. 25. apríl 2019 15:37 ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásunum á Srí Lanka Liðsmenn ISIS lýsa yfir ábyrgðinni á áróðurssíðum sínum en leggja þó ekki fram neinar sannanir. 23. apríl 2019 12:57 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Sjá meira
Yfirvöld í Srí Lanka telja að leiðtogi páskaárásanna hafi sprengt sig í loft upp í einni árásinni. Zahran Hashim, sem leiðir samtökin National Thowheeth Jama'ath (NTJ), er sagður hafa framkvæmt árásina á Shangri-La hótelinu ásamt öðrum árásarmanni. Hótelið var eitt af sex hótelum og kirkjum þar sem vígamenn sprengdu sig í loft upp svo minnst 250 manns létu lífið. Næstráðandi Hashim hefur verið handtekinn. Maithripala Sirisena, forseti Srí Lanka, sagði í morgun að talið væri að um 130 manns sem tengist Íslamska ríkinu haldi til á eyjunni og enn eigi eftir að handtaka 70 af þeim.Zahran Hashim var öfgafullur en lítt þekktur klerkur sem var meðlimur í hópi sem skemmdi búddastyttur í Srí Lanka fyrir nokkrum árum. Síðan þá hafði hann birt fjölda af myndböndum á Youtube þar sem hann kallaði eftir árásum gegn öllum þeim sem ekki væru íslamstrúar.Vísir/GraphicNewsÍ kjölfar árásanna birtist hann á myndbandi frá Íslamska ríkinu, þar sem hann leiddi hluta árásarmannanna í að lýsa yfir hollustu við Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga ISIS. Hann var sá eini sem sýndi andlit sitt. Það er þó ekki ljóst hvort að hann og NTJ nutu aðstoðar hryðjuverkasamtakanna eða voru einungis í samskiptum við þau. Samkvæmt AP fréttaveitunni segir lögreglan að árásarmennirnir hafi fengið einhverja þjálfun og hún hafi bæði farið fram erlendis og í Srí Lanka.Indverjar höfðu varað öryggisstofnanir Srí Lanka við því að NTJ hyggðu á árásir en ekki var gripið til aðgerða vegna þeirrar viðvörunar og upplýsingunum mun ekki hafa verið deilt með öðrum meðlimum ríkisstjórnar landsins en varnarmálaráðherranum, sem sagði af sér í gær. Yfirmaður lögreglunnar mun einnig hætta á næstunni. Sirisena kenndi þeim báðum um að hafa ekki deilt upplýsingunum með öðrum. Tala látinna var lækkuð af yfirvöldum Srí Lanka úr 359 í „um það bil“ 253. Sú breyting hefur ekki verið útskýrð nánar.
Hryðjuverk á Srí Lanka Indland Srí Lanka Tengdar fréttir Krafist afsagna vegna árásanna í Srí Lanka Minnst 359 manns létu lífið og 500 særðust þegar minnst sex manns sprengdu sig í loft upp á sex mismunandi stöðum um páskana. 24. apríl 2019 16:30 Viðurkenna mistök sín Að minnsta kosti 359 fórust í árásunum og rúmlega fimm hundruð særðust. 25. apríl 2019 08:00 Hundrað færri fórnarlömb í Srí Lanka en talið var Yfirvöld í Srí Lanka hafa tilkynnt að hundrað færri létust en upphaflega var talið 25. apríl 2019 17:19 Myndskeið af árásarmanni birt Myndskeið hefur verið birt sem sýnir mann sem talinn er hafa sprengt eitt hótelanna í Srí Lanka, fyrir utan Tropical Inn hótelið í Dehiwala rétt áður en sprengingin varð. 25. apríl 2019 15:37 ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásunum á Srí Lanka Liðsmenn ISIS lýsa yfir ábyrgðinni á áróðurssíðum sínum en leggja þó ekki fram neinar sannanir. 23. apríl 2019 12:57 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Sjá meira
Krafist afsagna vegna árásanna í Srí Lanka Minnst 359 manns létu lífið og 500 særðust þegar minnst sex manns sprengdu sig í loft upp á sex mismunandi stöðum um páskana. 24. apríl 2019 16:30
Viðurkenna mistök sín Að minnsta kosti 359 fórust í árásunum og rúmlega fimm hundruð særðust. 25. apríl 2019 08:00
Hundrað færri fórnarlömb í Srí Lanka en talið var Yfirvöld í Srí Lanka hafa tilkynnt að hundrað færri létust en upphaflega var talið 25. apríl 2019 17:19
Myndskeið af árásarmanni birt Myndskeið hefur verið birt sem sýnir mann sem talinn er hafa sprengt eitt hótelanna í Srí Lanka, fyrir utan Tropical Inn hótelið í Dehiwala rétt áður en sprengingin varð. 25. apríl 2019 15:37
ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásunum á Srí Lanka Liðsmenn ISIS lýsa yfir ábyrgðinni á áróðurssíðum sínum en leggja þó ekki fram neinar sannanir. 23. apríl 2019 12:57