Bandaríkjaforseti brigslar um valdaránstilraun Kjartan Kjartansson skrifar 26. apríl 2019 10:09 Trump er sagður ráðfæra sig reglulega við sjónvarpsmanninn Sean Hannity (t.v.). Vísir/EPA Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fullyrðir að rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og framboði hans hafi verið „valdarán“. Þrátt fyrir að greint sé frá fjölda aðgerða hans til að leggja stein í götu rannsóknar Roberts Mueller í skýrslu sérstaka rannsakandans staðhæfir forsetinn að hún staðfesti að hann hafi ekki hindrað framgang réttvísinnar eða átt í samráði við Rússa. Valdaránsbrigslin setti Trump fram í viðtali við Sean Hannity, þáttastjórnanda á hægrisinnuðu sjónvarpsstöðinni Fox News, í gærkvöldi. Viðtalið er það fyrsta sem forsetinn veitir frá því að skýrsla Mueller var gerð opinber á skírdag. Hannity hefur verið einarður stuðningsmaður Trump og hefur meðal annars tekið þátt í baráttufundum fyrir hann. „Þetta var valdarán. Þetta var tilraun til að steypa ríkisstjórn Bandaríkjanna af stóli,“ sagði Trump um rannsóknina sem bandaríska alríkislögreglan FBI hóf en Mueller var síðar falið að stýra sem sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins. Mueller gat ekki sýnt fram á að framboð Trump hafi lagt ólöglega á ráðin með útsendurum Rússa um afskipti af forsetakosningunum. Í skýrslu hans var þó að finna upplýsingar um fjölda samskipta ráðgjafa Trump og Rússa fyrir og eftir kosningarnar árið 2016.Sagði rannsakendunum að vera varir um sig Varðandi það hvort að Trump hefði reynt að hindra framgang rannsóknarinnar tók Mueller ekki afstöðu, meðal annars vegna þess að dómsmálaráðuneytið telur ekki hægt að ákæra sitjandi forseta. Mueller skýrði ítarlegar í skýrslunni frá ítrekuðum tilraunum forsetans til þess að stöðva eða takmarka rannsóknina. Engu að síður fullyrti Trump í viðtalinu við Hannity að rannsókn Mueller hefði hreinsað hann af allri sök. Á sama tíma sagði hann rannsóknina „einhliða nornaveiðar“ sem „reiðir demókratar“ hefðu stýrt og að þeir væru jafnframt „mjög alvarlegir Trump-hatarar“, að því er segir í frétt Politico um viðtalið. Virtist hann einnig hóta rannsakendunum þegar hann sagði að sumir þeirra ættu að vera „mjög taugaóstyrkir“ vegna úttektar innri endurskoðanda dómsmálaráðuneytisins á hvernig hlerunarheimildir voru fengnar. Fullyrti forsetinn að það mál væri stærsta pólitíska hneyksli í sögu Bandaríkjanna, stærra en Watergate-hneykslið sem leiddi til afsagnar Richards Nixon sem forseta. „Vegna þess hversu þýðingarmikið þetta var þá er það valdarán. Þetta var ekki stuldur á upplýsingum af skrifstofu í Watergate-byggingunni. Þetta var tilraun til valdaráns,“ sagði Trump. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Trump ekki lengur sáttur við skýrslu Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið síðustu vikum í að staðhæfa að skýrsla Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hreinsi hann af sök. Hann virðist hættur því. 19. apríl 2019 18:00 Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fullyrðir að rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og framboði hans hafi verið „valdarán“. Þrátt fyrir að greint sé frá fjölda aðgerða hans til að leggja stein í götu rannsóknar Roberts Mueller í skýrslu sérstaka rannsakandans staðhæfir forsetinn að hún staðfesti að hann hafi ekki hindrað framgang réttvísinnar eða átt í samráði við Rússa. Valdaránsbrigslin setti Trump fram í viðtali við Sean Hannity, þáttastjórnanda á hægrisinnuðu sjónvarpsstöðinni Fox News, í gærkvöldi. Viðtalið er það fyrsta sem forsetinn veitir frá því að skýrsla Mueller var gerð opinber á skírdag. Hannity hefur verið einarður stuðningsmaður Trump og hefur meðal annars tekið þátt í baráttufundum fyrir hann. „Þetta var valdarán. Þetta var tilraun til að steypa ríkisstjórn Bandaríkjanna af stóli,“ sagði Trump um rannsóknina sem bandaríska alríkislögreglan FBI hóf en Mueller var síðar falið að stýra sem sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins. Mueller gat ekki sýnt fram á að framboð Trump hafi lagt ólöglega á ráðin með útsendurum Rússa um afskipti af forsetakosningunum. Í skýrslu hans var þó að finna upplýsingar um fjölda samskipta ráðgjafa Trump og Rússa fyrir og eftir kosningarnar árið 2016.Sagði rannsakendunum að vera varir um sig Varðandi það hvort að Trump hefði reynt að hindra framgang rannsóknarinnar tók Mueller ekki afstöðu, meðal annars vegna þess að dómsmálaráðuneytið telur ekki hægt að ákæra sitjandi forseta. Mueller skýrði ítarlegar í skýrslunni frá ítrekuðum tilraunum forsetans til þess að stöðva eða takmarka rannsóknina. Engu að síður fullyrti Trump í viðtalinu við Hannity að rannsókn Mueller hefði hreinsað hann af allri sök. Á sama tíma sagði hann rannsóknina „einhliða nornaveiðar“ sem „reiðir demókratar“ hefðu stýrt og að þeir væru jafnframt „mjög alvarlegir Trump-hatarar“, að því er segir í frétt Politico um viðtalið. Virtist hann einnig hóta rannsakendunum þegar hann sagði að sumir þeirra ættu að vera „mjög taugaóstyrkir“ vegna úttektar innri endurskoðanda dómsmálaráðuneytisins á hvernig hlerunarheimildir voru fengnar. Fullyrti forsetinn að það mál væri stærsta pólitíska hneyksli í sögu Bandaríkjanna, stærra en Watergate-hneykslið sem leiddi til afsagnar Richards Nixon sem forseta. „Vegna þess hversu þýðingarmikið þetta var þá er það valdarán. Þetta var ekki stuldur á upplýsingum af skrifstofu í Watergate-byggingunni. Þetta var tilraun til valdaráns,“ sagði Trump.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Trump ekki lengur sáttur við skýrslu Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið síðustu vikum í að staðhæfa að skýrsla Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hreinsi hann af sök. Hann virðist hættur því. 19. apríl 2019 18:00 Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Sjá meira
Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11
Trump ekki lengur sáttur við skýrslu Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið síðustu vikum í að staðhæfa að skýrsla Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hreinsi hann af sök. Hann virðist hættur því. 19. apríl 2019 18:00
Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43