Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið Air Lease Corporation krefst þess að fá afhenta Airbus flugvél sem Isavia kyrrsetti við gjaldþrot WOW air í lok síðasta mánaðar. Héraðsdómur Reykjaness tók í dag fyrir dómsmál bandaríska félagsins gegn Isavia.
Oddur Ástráðsson, lögmaður Air Lease Corporation, segir að félagið fari fram á skaðabætur eftir að vélin var kyrrsett sem trygging fyrir tveggja milljarða króna skuld WOW air við Isavia. Eigandi vélarinnar tapi tugum milljóna á hverjum degi sem hún er ekki í notkun. Kyrrsetning vélarinnar sé ólögmæt og brjóti gegn eignarréttarákvæði stjórnarskrár.
Lögmenn Isavia telja sig vera í fullum rétti. Héraðsdómur veitti Isavia frest til næstkomandi þriðjudags til að skila greinargerð vegna málsins.
Isavia fær frest til að skila gögnum
Sighvatur Jónsson skrifar

Mest lesið


Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung
Viðskipti innlent

Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli
Viðskipti erlent


Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni
Viðskipti innlent

Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn
Viðskipti erlent


Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur
Viðskipti erlent

Fátt rökrétt við lækkanirnar
Viðskipti innlent

Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða
Viðskipti erlent