Valur og FH mætast í stórleik 32-liða úrslita Mjólkurbikars karla í fótbolta. Dregið var í höfuðstöðvum KSÍ í dag.
Bikarmeistarar síðustu tveggja ára, ÍBV og Stjarnan, mætast á Hásteinsvelli. Stjörnumenn urðu bikarmeistarar í fyrsta sinn í fyrra en Eyjamenn unnu bikarinn 2017.
Breiðablik, sem tapaði í bikarúrslitaleiknum í fyrra, fer til Grenivíkur og mætir þar Magna.
Úlfarnir úr 4. deild, sem slógu Víking Ó. óvænt út í síðustu umferð, mæta 2. deildarliði Vestra á útivelli.
Tvö önnur 4. deildarlið voru í pottinum. KÁ dróst á móti Víkingi R. og Mídas mætir annað hvort Völsungi eða Tindastóli. Liðin mætast í lokaleik 2. umferðar annað kvöld.
32-liða úrslitin eru á dagskrá í næstu viku, þriðjudaginn 30. apríl og miðvikudaginn 1. maí.
32-liða úrslit Mjólkurbikars karla:
KÁ - Víkingur R.
Völsungur/Tindastóll - Mídas
Magni - Breiðablik
Sindri - KA
Valur - FH
Grindavík - Afturelding
ÍR - Fjölnir
Fram - Njarðvík
Ægir - Þróttur R.
ÍBV - Stjarnan
Augnablik - ÍA
Keflavík - Kórdrengir
HK - Fjarðabyggð
Fylkir - Grótta
Vestri - Úlfarnir
KR - Dalvík/Reynir
Drátturinn var í beinni textalýsingu á Vísi. Hana má lesa hér fyrir neðan.
Risaleikur Vals og FH í 32-liða úrslitum
