Brekkuskóli í deilum við bæjaryfirvöld Sveinn Arnarsson skrifar 9. maí 2019 07:15 Skólanefnd Brekkuskóla og frístundaráð bæjarins deila um fyrirkomulag íþróttakennslu. Fréttablaðið/Pjetur Skólaráð Brekkuskóla hefur sent Akureyrarbæ bréf þar sem ráðið mótmælir því harðlega að menntaskóla- og grunnskólanemendum séu ætlaðir íþróttatímar á sama tíma í Íþróttahöllinni á Akureyri á næsta ári. Fer skólaráðið fram á það að deildarstjóri íþróttamála endurskoði tafarlaust ákvörðun sína um skipulag íþróttakennslu á næsta skólaári. „Skólaráðið fer fram á að nemendur í Brekkuskóla fái að stunda nám í íþróttum við bestu mögulegu aðstæður með tilliti til öryggis nemenda og kennsluaðstæðna,“ segir í bréfi skólaráðsins. Formaður skólaráðsins er skólastjórinn Jóhanna María Agnarsdóttir. „Við vísum þarna til hljóðvistar og að þá séu of margir í salnum í einu. Við teljum samkeyrslu af þessum toga ekki góða og viljum hana ekki. Okkur er ekkert illa við menntaskólanemendur heldur er hér aðeins verið að skerða okkar kennsluaðstæður með því að vera með hluta salarins á móti okkur,“ segir Jóhanna. Fréttablaðið greindi frá því fyrir nokkrum árum að Jóhannes Gunnar Bjarnason, íþróttakennari á Akureyri til þriggja áratuga, hafi þurft að hætta störfum vegna álags á raddbönd. Jóhannes er íþróttakennari í Brekkuskóla og situr í skólaráði fyrir hönd kennara. Þáverandi fræðslustjóri bæjarins sagði það áfall að kennarar væru að hætta störfum vegna álags og sagði bæinn þurfa að skoða það hvernig bærinn dældi allt að sjötíu börnum inn í húsið í einu. Frístundaráð Akureyrarbæjar tók málið fyrir á síðasta fundi sínum. Telur frístundaráð þessa umleitan skólaráðs fráleita. „Íþróttamannvirki Akureyrarbæjar þjóna öllum bæjarbúum og öllum skólastigum. Það er hlutverk íþróttadeildar að koma til móts við óskir þeirra sem vilja nýta mannvirkin og sjá til þess að nýting þeirra sé sem best,“ segir í ályktun ráðsins. „Frístundaráð getur ekki með neinu móti séð að þessi skipting og nýting á salnum muni skerða kennsluaðstæður nemenda Brekkuskóla og því síður ógna öryggi þeirra.“ Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira
Skólaráð Brekkuskóla hefur sent Akureyrarbæ bréf þar sem ráðið mótmælir því harðlega að menntaskóla- og grunnskólanemendum séu ætlaðir íþróttatímar á sama tíma í Íþróttahöllinni á Akureyri á næsta ári. Fer skólaráðið fram á það að deildarstjóri íþróttamála endurskoði tafarlaust ákvörðun sína um skipulag íþróttakennslu á næsta skólaári. „Skólaráðið fer fram á að nemendur í Brekkuskóla fái að stunda nám í íþróttum við bestu mögulegu aðstæður með tilliti til öryggis nemenda og kennsluaðstæðna,“ segir í bréfi skólaráðsins. Formaður skólaráðsins er skólastjórinn Jóhanna María Agnarsdóttir. „Við vísum þarna til hljóðvistar og að þá séu of margir í salnum í einu. Við teljum samkeyrslu af þessum toga ekki góða og viljum hana ekki. Okkur er ekkert illa við menntaskólanemendur heldur er hér aðeins verið að skerða okkar kennsluaðstæður með því að vera með hluta salarins á móti okkur,“ segir Jóhanna. Fréttablaðið greindi frá því fyrir nokkrum árum að Jóhannes Gunnar Bjarnason, íþróttakennari á Akureyri til þriggja áratuga, hafi þurft að hætta störfum vegna álags á raddbönd. Jóhannes er íþróttakennari í Brekkuskóla og situr í skólaráði fyrir hönd kennara. Þáverandi fræðslustjóri bæjarins sagði það áfall að kennarar væru að hætta störfum vegna álags og sagði bæinn þurfa að skoða það hvernig bærinn dældi allt að sjötíu börnum inn í húsið í einu. Frístundaráð Akureyrarbæjar tók málið fyrir á síðasta fundi sínum. Telur frístundaráð þessa umleitan skólaráðs fráleita. „Íþróttamannvirki Akureyrarbæjar þjóna öllum bæjarbúum og öllum skólastigum. Það er hlutverk íþróttadeildar að koma til móts við óskir þeirra sem vilja nýta mannvirkin og sjá til þess að nýting þeirra sé sem best,“ segir í ályktun ráðsins. „Frístundaráð getur ekki með neinu móti séð að þessi skipting og nýting á salnum muni skerða kennsluaðstæður nemenda Brekkuskóla og því síður ógna öryggi þeirra.“
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira