Sökk á nokkrum mínútum úti fyrir Hvammstanga Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. maí 2019 13:00 Liðsmenn úr björgunarsveitinni Húnum sem björguðu mönnum úr sjónum við Hvammstanga. Björgunarfélagið Blanda Mannbjörg varð þegar bátur sökk úti fyrir Hvammstanga í nótt . Varaformaður björgunarsveitarinnar Húna segir að ekki hefði mátt tæpara standa en báturinn sökk skömmu eftir að sveitin kom að. Þrír bátsverjar voru komnir í flotgalla og var bjargað úr sjónum. Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga var boðuð út um hálfjögur í nótt vegna vélavana báts sem var staddur um tvær sjómílur úti fyrir bænum. Um borð voru þrír menn. Kristján Svavar Guðmundsson er varaformaður Húna á Hvammstanga. „Tíu mínútum seinna fáum við aftur símtal frá Neyðarlínunni um að þeir séu komnir í galla og kominn mikill leki, þannig að við hendumst af stað. Björgunarbáturinn okkar var kominn í sjóinn og svo þegar við komum að þá er báturinn orðinn rammsíginn. Komið gat á stefnið á honum og stuttu síðar var hann kominn á hliðina og á leiðinni niður. Það mátti ekki tæpara standa. Mennirnir voru náttúrulega í góðum málum og voru í galla. Planið hafði verið að ná bátnum í höfnina en það hafðist ekki. Báturinn sökk í raun þarna alveg við höfnina á nokkrum mínútum,“ segir Kristján. Skipstjórinn varð var við að slinkur kom á bátinn í innsiglingunni að Hvammstanga. „Hann hefur mögulega rekist á sker eða eitthvað og ætlaði að reyna að komast inn en hafði það ekki alla leið,“ segir Kristján. Kristján segir að mennirnir þrír sem bjargað var úr sjónum hafi verið í góðu standi og farið beint heim eftir björgunina. „Þeir voru hvorki kaldir né hraktir, voru náttúrulega komnir í galla en í sjokki eins og við er að búast,“ segir hann. Kristján Svavar Guðmundsson þakkar einnig Slysavarnarskóla sjómanna að ekki fór verr en mennirnir voru vel búnir og vissu hvað þeir voru að gera að hans sögn. Björgunarsveitir Húnaþing vestra Samgönguslys Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Sjá meira
Mannbjörg varð þegar bátur sökk úti fyrir Hvammstanga í nótt . Varaformaður björgunarsveitarinnar Húna segir að ekki hefði mátt tæpara standa en báturinn sökk skömmu eftir að sveitin kom að. Þrír bátsverjar voru komnir í flotgalla og var bjargað úr sjónum. Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga var boðuð út um hálfjögur í nótt vegna vélavana báts sem var staddur um tvær sjómílur úti fyrir bænum. Um borð voru þrír menn. Kristján Svavar Guðmundsson er varaformaður Húna á Hvammstanga. „Tíu mínútum seinna fáum við aftur símtal frá Neyðarlínunni um að þeir séu komnir í galla og kominn mikill leki, þannig að við hendumst af stað. Björgunarbáturinn okkar var kominn í sjóinn og svo þegar við komum að þá er báturinn orðinn rammsíginn. Komið gat á stefnið á honum og stuttu síðar var hann kominn á hliðina og á leiðinni niður. Það mátti ekki tæpara standa. Mennirnir voru náttúrulega í góðum málum og voru í galla. Planið hafði verið að ná bátnum í höfnina en það hafðist ekki. Báturinn sökk í raun þarna alveg við höfnina á nokkrum mínútum,“ segir Kristján. Skipstjórinn varð var við að slinkur kom á bátinn í innsiglingunni að Hvammstanga. „Hann hefur mögulega rekist á sker eða eitthvað og ætlaði að reyna að komast inn en hafði það ekki alla leið,“ segir Kristján. Kristján segir að mennirnir þrír sem bjargað var úr sjónum hafi verið í góðu standi og farið beint heim eftir björgunina. „Þeir voru hvorki kaldir né hraktir, voru náttúrulega komnir í galla en í sjokki eins og við er að búast,“ segir hann. Kristján Svavar Guðmundsson þakkar einnig Slysavarnarskóla sjómanna að ekki fór verr en mennirnir voru vel búnir og vissu hvað þeir voru að gera að hans sögn.
Björgunarsveitir Húnaþing vestra Samgönguslys Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Sjá meira