Segir að Isavia gæti þurft að óska eftir tryggingum frá flugfélögum verði niðurstaða héraðsdóms staðfest Nadine Guðrún Yaghi og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 3. maí 2019 21:00 Sveinbjörn Indriðason, starfandi forstjóri Isavia. Vísir Forstjóri Isavia segir að ef bandaríska flugvélaleigufyrirtækinu ALC beri einungis að greiða skuldir vegna einnar flugvélar WOW air við félagið geti það leitt til þess að færri flugfélög vilji lenda á Íslandi. Isavia hefur kært úrskurð héraðsdóms til Landsréttar. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness frá því í gær sagði að Isavia væri heimilt að halda flugvél ALC vegna þeirra gjalda sem henni tengjast, en ekki vegna annarra skulda WOW air við Isavia eins og Isavia hafði gert ráð fyrir. Skuld vélarinnar nam um 87 milljónum króna en WOW skuldaði Isavia um tvo milljarða. Með því að vísa málinu til Landsréttar hafnar Isavia tilboði ALC frá því fyrr í dag um að ALC greiði skuldir vélarinnar, sem hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli frá gjaldþroti WOW í lok mars. Forstjóri Isavia segir lögmenn Isavia telja að það sé misvísandi umfjöllun í forsendum úrskurðarins um túlkun á heimild til beitingar á því ákvæði loftferðalaga sem heimilar stöðvunina. Umfjöllun samræmist ekki túlkun ákvæðisins fram að þessu. Standist niðurstaða héraðsdóms gæti Isavia verið nauðugur sá kostur að óska eftir tryggingu frá þeim flugfélögum sem hyggjast hefja flug til Íslands. „Þetta er svona meira íþyngjandi fyrir flugfélög að taka þessa ákvörðun og það getur bara orðið til þess að það getur dregið úr flugtengingum til og frá Íslandi og haft áhrif á íslenska ferðaþjónustu. Þetta er áhættan sem við sjáum í þessu því að þetta ákvæði er að hluta til líka sett inn í lög til þess að einfalda þessar ákvarðanir og alla umsýslu í kringum það að fljúga til og frá Íslandi,“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia. Fjármálaráðherra segir Isavia hafa gert ágætlega grein fyrir því af hverju WOW fékk að safna svo miklum skuldum. Þá hafi stjórnvöld ekki viljað grípa til ítrustu úrræða á meðan raunhæfar áætlanir um fjármögnun voru uppi. „Það er auðvitað slæmt ef það á endanum innheimtast ekki allar kröfur en það er í mörg horn að líta þegar spurt er hvaða afleiðingar hafði það að reksturinn lifði þó þetta lengi. Það hafa meðal annars af því hlotist gríðarlega miklar óbeinar tekjur fyrir starfsemina á flugvellinum,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Rætt var við Odd Ástráðsson, lögmann ALC, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 og var hann meðal annars spurður út í það hvernig kæra Isavia til Landsréttar blasir við skjólstæðingi hans. „Það blasir náttúrulega bara þannig við að þau eru greinilega ekki sátt við niðurstöðuna sem var kveðinn upp hjá Héraðsdómi Reykjaness í gær sem er skýr um það að heimild þeirra nær ekki næstum því jafn langt og þau hafa byggt á. Það leiðir enda bara beint af orðalagi lagaákvæðisins í loftferðalögum en þó, við náðum ekki alla leið. Við náðum bara 96 prósent af leiðinni og ALC þarf að greiða þau gjöld sem má rekja beint til notkunar á þessari tilteknu farþegaþotu. Alveg óháð þessari kæru til Landsréttar þá hyggjumst við gera það og krefjast þess í kjölfarið að þotan verði leyst tafarlaust úr haldi,“ sagði Oddur. Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Isavia kærir úrskurðinn Isavia hefur kært úrskurð Héraðsdóms Reykjaness í mál félagsins gegn Air Lease Corporation (ALC) til Landsréttar. 3. maí 2019 16:26 Skuld WOW við Isavia tvöfaldaðist á einum mánuði Flugfélagið WOW Air skuldaði Isavia rúman milljarð króna í lok júlí á síðasta ári. 2. maí 2019 06:10 Stjórnvöld vildu ekki valda gjaldþroti WOW air Stjórnvöld vildu ekki hrinda af stað þeirri atburðarrás að WOW air færi í gjaldþrot að sögn fjármálaráðherra. Það sé slæmt ef tveggja milljarða króna krafa Isavia gagnvart WOW sé töpuð en þó beri að líta til þeirra tekna sem félagið skapaði á meðan það fékk gálgafrest hjá Isavia. 3. maí 2019 12:47 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Sjá meira
Forstjóri Isavia segir að ef bandaríska flugvélaleigufyrirtækinu ALC beri einungis að greiða skuldir vegna einnar flugvélar WOW air við félagið geti það leitt til þess að færri flugfélög vilji lenda á Íslandi. Isavia hefur kært úrskurð héraðsdóms til Landsréttar. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness frá því í gær sagði að Isavia væri heimilt að halda flugvél ALC vegna þeirra gjalda sem henni tengjast, en ekki vegna annarra skulda WOW air við Isavia eins og Isavia hafði gert ráð fyrir. Skuld vélarinnar nam um 87 milljónum króna en WOW skuldaði Isavia um tvo milljarða. Með því að vísa málinu til Landsréttar hafnar Isavia tilboði ALC frá því fyrr í dag um að ALC greiði skuldir vélarinnar, sem hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli frá gjaldþroti WOW í lok mars. Forstjóri Isavia segir lögmenn Isavia telja að það sé misvísandi umfjöllun í forsendum úrskurðarins um túlkun á heimild til beitingar á því ákvæði loftferðalaga sem heimilar stöðvunina. Umfjöllun samræmist ekki túlkun ákvæðisins fram að þessu. Standist niðurstaða héraðsdóms gæti Isavia verið nauðugur sá kostur að óska eftir tryggingu frá þeim flugfélögum sem hyggjast hefja flug til Íslands. „Þetta er svona meira íþyngjandi fyrir flugfélög að taka þessa ákvörðun og það getur bara orðið til þess að það getur dregið úr flugtengingum til og frá Íslandi og haft áhrif á íslenska ferðaþjónustu. Þetta er áhættan sem við sjáum í þessu því að þetta ákvæði er að hluta til líka sett inn í lög til þess að einfalda þessar ákvarðanir og alla umsýslu í kringum það að fljúga til og frá Íslandi,“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia. Fjármálaráðherra segir Isavia hafa gert ágætlega grein fyrir því af hverju WOW fékk að safna svo miklum skuldum. Þá hafi stjórnvöld ekki viljað grípa til ítrustu úrræða á meðan raunhæfar áætlanir um fjármögnun voru uppi. „Það er auðvitað slæmt ef það á endanum innheimtast ekki allar kröfur en það er í mörg horn að líta þegar spurt er hvaða afleiðingar hafði það að reksturinn lifði þó þetta lengi. Það hafa meðal annars af því hlotist gríðarlega miklar óbeinar tekjur fyrir starfsemina á flugvellinum,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Rætt var við Odd Ástráðsson, lögmann ALC, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 og var hann meðal annars spurður út í það hvernig kæra Isavia til Landsréttar blasir við skjólstæðingi hans. „Það blasir náttúrulega bara þannig við að þau eru greinilega ekki sátt við niðurstöðuna sem var kveðinn upp hjá Héraðsdómi Reykjaness í gær sem er skýr um það að heimild þeirra nær ekki næstum því jafn langt og þau hafa byggt á. Það leiðir enda bara beint af orðalagi lagaákvæðisins í loftferðalögum en þó, við náðum ekki alla leið. Við náðum bara 96 prósent af leiðinni og ALC þarf að greiða þau gjöld sem má rekja beint til notkunar á þessari tilteknu farþegaþotu. Alveg óháð þessari kæru til Landsréttar þá hyggjumst við gera það og krefjast þess í kjölfarið að þotan verði leyst tafarlaust úr haldi,“ sagði Oddur.
Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Isavia kærir úrskurðinn Isavia hefur kært úrskurð Héraðsdóms Reykjaness í mál félagsins gegn Air Lease Corporation (ALC) til Landsréttar. 3. maí 2019 16:26 Skuld WOW við Isavia tvöfaldaðist á einum mánuði Flugfélagið WOW Air skuldaði Isavia rúman milljarð króna í lok júlí á síðasta ári. 2. maí 2019 06:10 Stjórnvöld vildu ekki valda gjaldþroti WOW air Stjórnvöld vildu ekki hrinda af stað þeirri atburðarrás að WOW air færi í gjaldþrot að sögn fjármálaráðherra. Það sé slæmt ef tveggja milljarða króna krafa Isavia gagnvart WOW sé töpuð en þó beri að líta til þeirra tekna sem félagið skapaði á meðan það fékk gálgafrest hjá Isavia. 3. maí 2019 12:47 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Sjá meira
Isavia kærir úrskurðinn Isavia hefur kært úrskurð Héraðsdóms Reykjaness í mál félagsins gegn Air Lease Corporation (ALC) til Landsréttar. 3. maí 2019 16:26
Skuld WOW við Isavia tvöfaldaðist á einum mánuði Flugfélagið WOW Air skuldaði Isavia rúman milljarð króna í lok júlí á síðasta ári. 2. maí 2019 06:10
Stjórnvöld vildu ekki valda gjaldþroti WOW air Stjórnvöld vildu ekki hrinda af stað þeirri atburðarrás að WOW air færi í gjaldþrot að sögn fjármálaráðherra. Það sé slæmt ef tveggja milljarða króna krafa Isavia gagnvart WOW sé töpuð en þó beri að líta til þeirra tekna sem félagið skapaði á meðan það fékk gálgafrest hjá Isavia. 3. maí 2019 12:47