Fundu blóð í bílnum sem Íslendingarnir eru taldir hafa ekið af vettvangi Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. maí 2019 08:56 Frá smábænum Mehamn í Norður-Noregi. Nordicphotos/Getty Nordicphotos/Getty Tæknideild norsku lögreglunnar fann blóð í bíl í tengslum við rannsókn á morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni, fertugum Íslendingi, í norska smábænum Mehamn síðastliðinn laugardag. Þá eru deilur Gísla og Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, hálfbróður hans sem grunaður er um morðið, á meðal lykilatriða í rannsókn lögreglu. Þetta upplýsir Torstein Pettersen, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar í Finnmörk, í samtali við norska dagblaðið VG. Í fréttinni kemur fram að lögregla telji að hinir grunuðu í málinu, áðurnefndur Gunnar og annar Íslendingur á fertugsaldri, hafi yfirgefið vettvang morðsins á bílnum. Þeir voru svo handteknir í Gamvik nokkrum klukkustundum síðar.Sjá einnig: Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu Gunnar var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald og hinn maðurinn í vikulangt gæsluvarðhald. Þeim síðarnefnda var sleppt úr haldi í gær en hann neitar því að eiga einhverja aðild að morðinu. „Við höfum, meðal annars, rannsakað bíl sem við vitum að var notaður eftir atvikið. Í bílnum fannst blóð,“ segir Torstein Pettersen, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar í Finnmörk, í samtali við VG. Þá hafi lögregla einnig lagt hald á skotvopn í tengslum við málið.Vitni lýsa sambandi mannanna Pettersen segir að atburðarásin umrætt kvöld sé tekin að skýrast. Nú sé leitast við að varpa ljósi á það sem fram fór klukkustundirnar áður en morðið var framið. Í gær var greint frá því að um fjörutíu vitni hefðu verið yfirheyrð í tengslum við rannsókn málsins. „Við yfirheyrum vitni sem þekktu hinn látna og hina grunuðu eða voru með þeim grunuðu klukkustundirnar áður. Við höfum líka talað við vitni sem geta lýst sambandinu milli hins látna og hinna grunuðu lengra aftur í tímann,“ segir Pettersen.Vidar Zahl Arntzen er verjandi Gunnars Jóhanns Gunnarssonar. Hann sagði í samtali við Vísi í gær að Gunnar væri mjög brotinn maður og hann sé miður sín vegna alls þess sem hefur gerst.Vilja varpa ljósi á deilur bræðranna Þá hafi Gunnar viðurkennt að hafa verið á staðnum og að hleypt hafi verið af byssu. Hann viðurkenni hins vegar ekki að hafa framið morðið. Deilur bræðranna, Gunnars og Gísla, séu lykilatriði í málinu en komið hefur fram að Gunnar sætti nálgunarbanni gagnvart bróður sínum vegna hótana. „Við viljum varpa ljósi á það hvernig þeim [deilunum] hefur verið háttað.“ Pettersen viðurkennir ekki að Íslendingarnir hafi reynt að flýja lögreglu þar sem þeir hafi verið í bænum þegar lögregla handtók þá klukkan 10:50 að norskum tíma um morguninn. Þá hafi handtakan farið nokkuð friðsamlega fram. Einnig séu vísbendingar um að hinir grunuðu hafi verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna en tekin hafi verið blóðsýni sem muni skera úr um það. Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Fjörutíu yfirheyrðir í tengslum við morðið í Mehamn Lögreglan í Finnmörk telur atburðarásina vera að skýrast hvað varð til þess að Gísla Þór Þórarinssyni var ráðinn bani aðfaranótt laugardagsins 27. apríl. 2. maí 2019 12:31 Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana síðastliðinn laugardag í Mehamn í Norður-Noregi, lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær að það hefði komið til átaka á milli þeirra bræðra eftir að Gunnar fór heim til Gísla. 2. maí 2019 13:38 Manndráp í Mehamn: Hinum Íslendingnum sleppt úr gæsluvarðhaldi Segist hafa reynt að koma í veg fyrir manndráp. 2. maí 2019 22:32 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Sjá meira
Tæknideild norsku lögreglunnar fann blóð í bíl í tengslum við rannsókn á morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni, fertugum Íslendingi, í norska smábænum Mehamn síðastliðinn laugardag. Þá eru deilur Gísla og Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, hálfbróður hans sem grunaður er um morðið, á meðal lykilatriða í rannsókn lögreglu. Þetta upplýsir Torstein Pettersen, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar í Finnmörk, í samtali við norska dagblaðið VG. Í fréttinni kemur fram að lögregla telji að hinir grunuðu í málinu, áðurnefndur Gunnar og annar Íslendingur á fertugsaldri, hafi yfirgefið vettvang morðsins á bílnum. Þeir voru svo handteknir í Gamvik nokkrum klukkustundum síðar.Sjá einnig: Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu Gunnar var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald og hinn maðurinn í vikulangt gæsluvarðhald. Þeim síðarnefnda var sleppt úr haldi í gær en hann neitar því að eiga einhverja aðild að morðinu. „Við höfum, meðal annars, rannsakað bíl sem við vitum að var notaður eftir atvikið. Í bílnum fannst blóð,“ segir Torstein Pettersen, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar í Finnmörk, í samtali við VG. Þá hafi lögregla einnig lagt hald á skotvopn í tengslum við málið.Vitni lýsa sambandi mannanna Pettersen segir að atburðarásin umrætt kvöld sé tekin að skýrast. Nú sé leitast við að varpa ljósi á það sem fram fór klukkustundirnar áður en morðið var framið. Í gær var greint frá því að um fjörutíu vitni hefðu verið yfirheyrð í tengslum við rannsókn málsins. „Við yfirheyrum vitni sem þekktu hinn látna og hina grunuðu eða voru með þeim grunuðu klukkustundirnar áður. Við höfum líka talað við vitni sem geta lýst sambandinu milli hins látna og hinna grunuðu lengra aftur í tímann,“ segir Pettersen.Vidar Zahl Arntzen er verjandi Gunnars Jóhanns Gunnarssonar. Hann sagði í samtali við Vísi í gær að Gunnar væri mjög brotinn maður og hann sé miður sín vegna alls þess sem hefur gerst.Vilja varpa ljósi á deilur bræðranna Þá hafi Gunnar viðurkennt að hafa verið á staðnum og að hleypt hafi verið af byssu. Hann viðurkenni hins vegar ekki að hafa framið morðið. Deilur bræðranna, Gunnars og Gísla, séu lykilatriði í málinu en komið hefur fram að Gunnar sætti nálgunarbanni gagnvart bróður sínum vegna hótana. „Við viljum varpa ljósi á það hvernig þeim [deilunum] hefur verið háttað.“ Pettersen viðurkennir ekki að Íslendingarnir hafi reynt að flýja lögreglu þar sem þeir hafi verið í bænum þegar lögregla handtók þá klukkan 10:50 að norskum tíma um morguninn. Þá hafi handtakan farið nokkuð friðsamlega fram. Einnig séu vísbendingar um að hinir grunuðu hafi verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna en tekin hafi verið blóðsýni sem muni skera úr um það.
Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Fjörutíu yfirheyrðir í tengslum við morðið í Mehamn Lögreglan í Finnmörk telur atburðarásina vera að skýrast hvað varð til þess að Gísla Þór Þórarinssyni var ráðinn bani aðfaranótt laugardagsins 27. apríl. 2. maí 2019 12:31 Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana síðastliðinn laugardag í Mehamn í Norður-Noregi, lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær að það hefði komið til átaka á milli þeirra bræðra eftir að Gunnar fór heim til Gísla. 2. maí 2019 13:38 Manndráp í Mehamn: Hinum Íslendingnum sleppt úr gæsluvarðhaldi Segist hafa reynt að koma í veg fyrir manndráp. 2. maí 2019 22:32 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Sjá meira
Fjörutíu yfirheyrðir í tengslum við morðið í Mehamn Lögreglan í Finnmörk telur atburðarásina vera að skýrast hvað varð til þess að Gísla Þór Þórarinssyni var ráðinn bani aðfaranótt laugardagsins 27. apríl. 2. maí 2019 12:31
Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana síðastliðinn laugardag í Mehamn í Norður-Noregi, lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær að það hefði komið til átaka á milli þeirra bræðra eftir að Gunnar fór heim til Gísla. 2. maí 2019 13:38
Manndráp í Mehamn: Hinum Íslendingnum sleppt úr gæsluvarðhaldi Segist hafa reynt að koma í veg fyrir manndráp. 2. maí 2019 22:32