Fara heim daginn eftir aðgerð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júní 2019 22:30 Átak sem gert var á Sjúkrahúsinu á Akureyri hefur gert það að verkum að vel hefur tekist að skera niður biðlista eftir gerviliðaaðgerðum. Ekki er lengur meira en árs bið eftir aðgerð. Undir lok ársins 2015 var bið eftir gerviliðsaðgerð á sjúkrahúsinu á Akureyri orðin mjög löng. Meðalbiðtími eftir aðgerð var um eitt ár og margir þurftu að bíða lengur. Árið 2016 var hins vegar ráðist í sérstakt átak sem hefur skilað sér í rúmlega tvöföldun á fjölda aðgerða. Árið 2015 voru framkvæmdar 175 slíkar aðgerðir, árið eftir var talan komin upp í 347. Á síðasta ári voru framkvæmdar 430 aðgerðir og í janúar hafði aðeins þriðjungur þeirra sem eru á biðlista þurft að bíða í meira en þrjá mánuði. Árangurinn náðist ekki síst með því að stytta þann tíma sem sjúklingurinn þarf að dvelja á sjúkrahúsinu.Grafík/Stöð 2„Fyrsti sjúklingurinn sem fór í svona aðgerð hérna á níunda áratugnum, sá fyrsti lá inni nokkra daga áður en aðgerðin var og tvær vikur eftir aðgerðina. En í dag eru um það bil 70 prósent af þessum sjúklingum sem fara í svona hefðbundna gerviliðaaðgerð, þeir eru farnir heim næsta dag,“ segir Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á sjúkrahúsinu á Akureyri.Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri læknina á sjúkrahúsinu á Akureyri.Vísir/Tryggvi PállÞetta náðist með því að rýna og straumlínulaga allt verklag í tengslum við aðgerðina og er sjúklingunum fylgt vel eftir, allt frá greiningu og eftir að heim er komið. „Þetta er gert með því að undirbúa sjúklingana, undirbúa starfsfólkið mjög vel fyrir þetta með góðri sjúkraþjálfun, með góðri verkjastillingu og góðri tækni og að fólk hafi allar þær upplýsingar til þess að batinn gangi fljótt og vel og fyrir sig,“ segir Sigurður. Sjúkrahúsið fær greiðslur frá ríkinu vegna aðgerðanna og hinn aukni fjöldi aðgerða hefur því vænkað hag sjúkrahúsins. „Það hefur þýtt það að við höfum getað eflt okkur hvað varðar starfsfólk sérstaklega og búnað jafn vel sem gerir okkur sterkari sem sjúkrahús í heild sinni til þess að veita aðra þjónustu líka, þannig að þetta hefur haft virkilega haft góð áhrif hérna inn á sjúkrahúsið.“ Akureyri Heilbrigðismál Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra bíður úttektar áður en ákvörðun verður tekin um nýtt biðlistaátak Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvernig fækka megi á biðlistum eftir liðskiptaaðgerðum. Hún kveðst bíða niðurstöðu úttektar frá Landlækni vegna biðlistaátaks. Um ellefu hundruð biðu eftir liðskiptaaðgerðum í október en Svandís segist ekki sannfærð um að þeir sem þurfi mest á aðgerð að halda komist alltaf fyrstir að. 25. apríl 2019 19:00 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Átak sem gert var á Sjúkrahúsinu á Akureyri hefur gert það að verkum að vel hefur tekist að skera niður biðlista eftir gerviliðaaðgerðum. Ekki er lengur meira en árs bið eftir aðgerð. Undir lok ársins 2015 var bið eftir gerviliðsaðgerð á sjúkrahúsinu á Akureyri orðin mjög löng. Meðalbiðtími eftir aðgerð var um eitt ár og margir þurftu að bíða lengur. Árið 2016 var hins vegar ráðist í sérstakt átak sem hefur skilað sér í rúmlega tvöföldun á fjölda aðgerða. Árið 2015 voru framkvæmdar 175 slíkar aðgerðir, árið eftir var talan komin upp í 347. Á síðasta ári voru framkvæmdar 430 aðgerðir og í janúar hafði aðeins þriðjungur þeirra sem eru á biðlista þurft að bíða í meira en þrjá mánuði. Árangurinn náðist ekki síst með því að stytta þann tíma sem sjúklingurinn þarf að dvelja á sjúkrahúsinu.Grafík/Stöð 2„Fyrsti sjúklingurinn sem fór í svona aðgerð hérna á níunda áratugnum, sá fyrsti lá inni nokkra daga áður en aðgerðin var og tvær vikur eftir aðgerðina. En í dag eru um það bil 70 prósent af þessum sjúklingum sem fara í svona hefðbundna gerviliðaaðgerð, þeir eru farnir heim næsta dag,“ segir Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á sjúkrahúsinu á Akureyri.Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri læknina á sjúkrahúsinu á Akureyri.Vísir/Tryggvi PállÞetta náðist með því að rýna og straumlínulaga allt verklag í tengslum við aðgerðina og er sjúklingunum fylgt vel eftir, allt frá greiningu og eftir að heim er komið. „Þetta er gert með því að undirbúa sjúklingana, undirbúa starfsfólkið mjög vel fyrir þetta með góðri sjúkraþjálfun, með góðri verkjastillingu og góðri tækni og að fólk hafi allar þær upplýsingar til þess að batinn gangi fljótt og vel og fyrir sig,“ segir Sigurður. Sjúkrahúsið fær greiðslur frá ríkinu vegna aðgerðanna og hinn aukni fjöldi aðgerða hefur því vænkað hag sjúkrahúsins. „Það hefur þýtt það að við höfum getað eflt okkur hvað varðar starfsfólk sérstaklega og búnað jafn vel sem gerir okkur sterkari sem sjúkrahús í heild sinni til þess að veita aðra þjónustu líka, þannig að þetta hefur haft virkilega haft góð áhrif hérna inn á sjúkrahúsið.“
Akureyri Heilbrigðismál Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra bíður úttektar áður en ákvörðun verður tekin um nýtt biðlistaátak Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvernig fækka megi á biðlistum eftir liðskiptaaðgerðum. Hún kveðst bíða niðurstöðu úttektar frá Landlækni vegna biðlistaátaks. Um ellefu hundruð biðu eftir liðskiptaaðgerðum í október en Svandís segist ekki sannfærð um að þeir sem þurfi mest á aðgerð að halda komist alltaf fyrstir að. 25. apríl 2019 19:00 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Heilbrigðisráðherra bíður úttektar áður en ákvörðun verður tekin um nýtt biðlistaátak Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvernig fækka megi á biðlistum eftir liðskiptaaðgerðum. Hún kveðst bíða niðurstöðu úttektar frá Landlækni vegna biðlistaátaks. Um ellefu hundruð biðu eftir liðskiptaaðgerðum í október en Svandís segist ekki sannfærð um að þeir sem þurfi mest á aðgerð að halda komist alltaf fyrstir að. 25. apríl 2019 19:00