Fékk flogakast undir stýri og vagninn hafnaði utan vegar Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. maí 2019 13:51 Strætisvagninn hafnaði langt utan vegar, líkt og sjá má af þessum myndum af vettvangi nú á öðrum tímanum. Vísir/Jói K. Strætisvagn hafnaði utan vegar við Álafosskvosina í Mosfellsbæ nú á öðrum tímanum. Samkvæmt upplýsingum frá Guðmundi Heiðari Helgasyni, upplýsingafulltrúa Strætó, virðist sem bílstjóri vagnsins hafi fengið flogakast við akstur og misst meðvitund með fyrrgreindum afleiðingum. Myndir frá vettvangi sýna að strætisvagninn hafnaði á grasflöt nokkuð langt utan vegar. Bílstjóri og farþegi voru fluttir á slysadeild með minniháttar áverka. Þrír farþegar voru í vagninum, leið 7 úr Mosfellsbæ niður í Spöng, þegar slysið varð. Guðmundur hefur eftir lögreglu að bílstjórinn hafi verið meðvitundarlaus þegar viðbragðsaðilar komu að honum. Bílstjórinn var þó kominn til meðvitundar þegar hann var fluttur á slysadeild ásamt einum farþega, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Eru áverkar þeirra taldir minniháttar. Lögregla hafði ekki upplýsingar um afdrif hinna farþeganna en vinna stendur enn yfir á vettvangi.Mikið lán að vagninn hafi haldist á hjólunum Sigurbjörn Guðmundsson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins á vettvangi, segir í samtali við fréttastofu að allir í vagninum virðist hafa sloppið vel frá slysinu og þá hafi aðstæður á slysstað verið nokkuð góðar. „Það var greinilegt hvað hafði gerst, strætó farið hér út af veginum fyrir ofan og runnið hérna niður talsverðan halla eftir bílastæði en hélst alltaf á hjólunum, sem var mikið lán.“ Töluvert viðbragð var vegna slyssins en auk lögreglu sendi slökkvilið dælubíl og þrjá sjúkrabíla á slysstað. Þá hefur annar vagnstjóri verið kallaður út og er leið 7 aftur komin á áætlun eftir óhappið, samkvæmt upplýsingum frá Strætó.Fréttin hefur verið uppfærð.Sjúkrabílar voru sendir á vettvang.Vísir/Jói K.Vagninn hélst á hjólunum allan tímann, sem þykir mikil mildi.Vísir/Jói K. Mosfellsbær Samgönguslys Slökkvilið Strætó Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Fleiri fréttir Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu Sjá meira
Strætisvagn hafnaði utan vegar við Álafosskvosina í Mosfellsbæ nú á öðrum tímanum. Samkvæmt upplýsingum frá Guðmundi Heiðari Helgasyni, upplýsingafulltrúa Strætó, virðist sem bílstjóri vagnsins hafi fengið flogakast við akstur og misst meðvitund með fyrrgreindum afleiðingum. Myndir frá vettvangi sýna að strætisvagninn hafnaði á grasflöt nokkuð langt utan vegar. Bílstjóri og farþegi voru fluttir á slysadeild með minniháttar áverka. Þrír farþegar voru í vagninum, leið 7 úr Mosfellsbæ niður í Spöng, þegar slysið varð. Guðmundur hefur eftir lögreglu að bílstjórinn hafi verið meðvitundarlaus þegar viðbragðsaðilar komu að honum. Bílstjórinn var þó kominn til meðvitundar þegar hann var fluttur á slysadeild ásamt einum farþega, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Eru áverkar þeirra taldir minniháttar. Lögregla hafði ekki upplýsingar um afdrif hinna farþeganna en vinna stendur enn yfir á vettvangi.Mikið lán að vagninn hafi haldist á hjólunum Sigurbjörn Guðmundsson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins á vettvangi, segir í samtali við fréttastofu að allir í vagninum virðist hafa sloppið vel frá slysinu og þá hafi aðstæður á slysstað verið nokkuð góðar. „Það var greinilegt hvað hafði gerst, strætó farið hér út af veginum fyrir ofan og runnið hérna niður talsverðan halla eftir bílastæði en hélst alltaf á hjólunum, sem var mikið lán.“ Töluvert viðbragð var vegna slyssins en auk lögreglu sendi slökkvilið dælubíl og þrjá sjúkrabíla á slysstað. Þá hefur annar vagnstjóri verið kallaður út og er leið 7 aftur komin á áætlun eftir óhappið, samkvæmt upplýsingum frá Strætó.Fréttin hefur verið uppfærð.Sjúkrabílar voru sendir á vettvang.Vísir/Jói K.Vagninn hélst á hjólunum allan tímann, sem þykir mikil mildi.Vísir/Jói K.
Mosfellsbær Samgönguslys Slökkvilið Strætó Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Fleiri fréttir Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu Sjá meira