Undanfarin þrjú ár hefur UEFA verið með WePlayStrong-herferðina í gangi, aukið fjármagn í kvennaboltann um helming og verið með sérstakega kvennafótboltadeild innan sinna raða en nú á að gefa enn frekar í.
„Kvennafótbolta er ekki fótbolti morgundagsins heldur fótbolti dagsins í dag. Það er skylda UEFA að efla kvennafótboltann enn frekar,“ segir Aleksander Ceferin, forseti UEFA.
Hann fullyrðir að UEFA ætli að auka fjármagn sitt í kvennafótboltann verulega til að gera hann eins öflugan og mögulegt er.
Þeir sem að halda utan um áætlunina og eiga að framfylgja henni sjá fyrir sér að fjölga stúlkum og konum í fótbolta í Evrópu um helming en UEFA vill sjá 2,5 milljónir kvenna í fótbolta eftir fimm ár.
Þá vill UEFA tvöfalda fjölda kvenna innan sinna raða í öllum stjórnum sambandsins.
IT'S TIME
— UEFA (@UEFA) May 17, 2019
It's time to take the game to the next level
It's time to deliver our first ever women's strategy
It's #TimeForAction
Are you with us? pic.twitter.com/BAyFVFjzPw