Malmö heldur toppsæti sínu í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta þrátt fyrir markalaust jafntefli við lið Gautaborgar í kvöld.
Arnór Ingvi Traustason var í byrjunarliði Malmö en hann var tekinn af velli í hálfleik. Malmö átti aðeins eina tilraun á markrammann en Gautaborg þrjár. Samtals áttu liðin aðeins þrettán marktilraunir í leiknum.
Malmö er með 18 stig eftir níu leiki og situr á toppi deildarinnar. Gautaborg er, ásamt Hacken, Hammarby og AIK, með sautján stig þar fyrir neðan.
Guðmundur Þórarinsson var í byrjunarliði Norrköping sem vann 2-1 sigur á Örebro.
Alexander Fransson og Jordan Larsson gerðu mörk Norrköping en þetta var aðeins annar sigur Norrköping sem hefur gert fimm jafntefli í fyrstu níu leikjunum.
Arnór og félagar áfram á toppnum
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn

Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika
Körfubolti


Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“
Íslenski boltinn

Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir
Íslenski boltinn




