Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur í Rosengard eru í toppsætinu í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta með sigri á Pitea í kvöld.
Glódís spilaði allan leikinn í 2-0 sigri á heimavelli en Johanna Kaneryd og Anam Imo gerðu mörk Rosengard. Rosengard er með þrettán stig eftir sex leiki, líkt og Linköpings og Vittsjö en með bestu markatöluna.
Vittsjö hafði betur gegn Íslendingaliði Djurgården. Guðrún Arnardóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir spiluðu allan leikinn í vörn Djurgården en leikurinn tapaðist 3-1. Guðbjörg Gunnarsdóttir var á varamannabekk Djurgården en hún fór í aðgerð í vetur.
Kristianstads gerði 1-1 jafntefli við Linköpings á heimavelli sínum. Sif Atladóttir spilaði allan leikinn fyrir Kristianstad og Svava Rós Guðmundsdóttir var í byrjunarliði Kristianstad.
Hún fór hins vegar af velli fyrir Þórdísi Hrönn Sigfúsdóttur eftir rúmlega klukkutíma leik. Sofia Hagman skoraði mark Kristianstads í leiknum.
Glódís á toppnum eftir sigur
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið




Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool
Enski boltinn

Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið
Íslenski boltinn


Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað
Íslenski boltinn

„Stöð 2 Sport er enski boltinn“
Enski boltinn

Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna
Íslenski boltinn
