Atkvæði verða einnig greidd um breytingatillögur Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata, Páls Magnússonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks, og Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins.
Leggur Páll til að þungunarrof verði heimilað fram á 20. viku en Anna Kolbrún leggur til að miðað verði við 18. viku meðgöngu. Í breytingartillögu Halldóru Mogensen, sem er formaður velferðarnefndar, er meðal annars lagt til að heiti laganna verði Lög um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir en meirihluti nefndarinnar leggur til að frumvarpið verði samþykkt.
Uppfært: Frumvarpið var samþykkt með 40 atkvæðum gegn 18. Þrír þingmenn sátu hjá. Atkvæðagreiðsluna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.