Vinnubrögð markvissari eftir námskeið í greiningum farþegalista Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. maí 2019 21:08 Lögreglan á Austurlandi hefur sent lögreglumenn á námskeið erlendis til þess að fá betri þekkingu í greiningarvinnu vegna fólks sem hingað kemur til lands. Þetta hefur verið gert í kjölfar þess að þjófar komu gagngert til þess að fremja afbrot. Verkefni lögreglunnar á Austurlandi hafa aukist jafnt og þétt á síðast liðnum árum í takt við aukinn fjölda ferðamanna og annarra sem hingað koma til lands. Á síðasta ári tók lögreglan á svæðinu tvö þjófagengi sem höfðu á skömmum tíma farið ránshendi um landið. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að til að mæta breyttum áherslum hafi lögreglumenn verið sendir erlendis til að efla þekkingu. „Já við höfum gert það. Við höfum verið í miklu samstarfi við erlend lögregluyfirvöld og líka auðvitar hér á Íslandi. Við auðvitað, í samstarfi við alþjóðadeildina, og við höfum notið þeirra aðstoðar og lögreglunnar í Reykjavík við að ná þessum samböndum,“ segir Jónas Wilhelmsson Jensen, yfirlögregluþjónn á Eskifirði.Í hverju felst þessi aukna þekkingu?„Betri greiningum. Við erum til dæmis með landamæri hérna sem eru frekar stór sem er á Seyðisfirði. Það er Norræna og við erum með alþjóðaflugvöll, og það þarf að greina og gera greiningu á farþegum og það er það sem við erum að gera,“ segir Jónas.Jónas Wilhelmsson, yfirlögreguþjónn hjá Lögreglunni á Austurlandi.Vísir/JóhannKRannsóknar- og eftirlitsvinna markvissari Jónas segir að frá því að mál þjófagengjanna komu upp á síðasta ári hafi þekking og vinna lögreglumanna á svæðinu orðið markvissari. „Hún hefur breyst mjög mikið, núna bara á síðustu kannski á einu og hálfu ári og við erum auðvitað í samstarfi við Tollgæsluna með þetta allt saman og þetta hefur skilað okkur mjög góðum árangri,“ segir Jónas. Jónas segir almenning skipta miklu máli þegar erlend þjófagengi koma hingað til lands. Sér í lagi skipta tilkynningar um mannaferðir miklu máli sem hjálpi mikið til, til að upplýsa mál þegar þau koma upp. „Ég held að það séu bara allir illa settir sem að fá svona gengi í heimsókn. Ég held að það sé alveg klárt. Nú þetta byggist auðvitað á miklu samstarfi og samvinnu og miklum hraða í samvinnu við önnur embætti. Oftast nær byrjar þetta einhvers staðar og það sem menn hafa verið að gera er að koma upplýsingum mjög hratt á milli,“ segir Jónas. Yfir sumartímann skiptir nágrannavarsla miklu máli ef óæskilegir aðilar eigi leið um hverfi eða bæjarfélög. Jónas segir að með enn nánari samvinnu við almenning og aðra löggæsluaðila hér á landi sé hægt að sporna við aukinni brotatíðni hópa eða aðila sem hingað koma til lands gagngert til þess að fara um ránshendi. Í ljósi þeirra mála sem um hafa komið hefur efling þekkingar og málaflokknum reynst vel og lögreglumenn upplýstir hvernig bregðast eigi við. „Við erum alveg mjög vel mannaðir og höfum mög víðtæka þekkingu til þess að sinna þeim málum sem koma hér upp,“ segir Jónas.Hefur álag aukist?„Já. Það hefur gert það,“ segir Jónas að lokum. Fjarðabyggð Lögreglumál Tollgæslan Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Sjá meira
Lögreglan á Austurlandi hefur sent lögreglumenn á námskeið erlendis til þess að fá betri þekkingu í greiningarvinnu vegna fólks sem hingað kemur til lands. Þetta hefur verið gert í kjölfar þess að þjófar komu gagngert til þess að fremja afbrot. Verkefni lögreglunnar á Austurlandi hafa aukist jafnt og þétt á síðast liðnum árum í takt við aukinn fjölda ferðamanna og annarra sem hingað koma til lands. Á síðasta ári tók lögreglan á svæðinu tvö þjófagengi sem höfðu á skömmum tíma farið ránshendi um landið. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að til að mæta breyttum áherslum hafi lögreglumenn verið sendir erlendis til að efla þekkingu. „Já við höfum gert það. Við höfum verið í miklu samstarfi við erlend lögregluyfirvöld og líka auðvitar hér á Íslandi. Við auðvitað, í samstarfi við alþjóðadeildina, og við höfum notið þeirra aðstoðar og lögreglunnar í Reykjavík við að ná þessum samböndum,“ segir Jónas Wilhelmsson Jensen, yfirlögregluþjónn á Eskifirði.Í hverju felst þessi aukna þekkingu?„Betri greiningum. Við erum til dæmis með landamæri hérna sem eru frekar stór sem er á Seyðisfirði. Það er Norræna og við erum með alþjóðaflugvöll, og það þarf að greina og gera greiningu á farþegum og það er það sem við erum að gera,“ segir Jónas.Jónas Wilhelmsson, yfirlögreguþjónn hjá Lögreglunni á Austurlandi.Vísir/JóhannKRannsóknar- og eftirlitsvinna markvissari Jónas segir að frá því að mál þjófagengjanna komu upp á síðasta ári hafi þekking og vinna lögreglumanna á svæðinu orðið markvissari. „Hún hefur breyst mjög mikið, núna bara á síðustu kannski á einu og hálfu ári og við erum auðvitað í samstarfi við Tollgæsluna með þetta allt saman og þetta hefur skilað okkur mjög góðum árangri,“ segir Jónas. Jónas segir almenning skipta miklu máli þegar erlend þjófagengi koma hingað til lands. Sér í lagi skipta tilkynningar um mannaferðir miklu máli sem hjálpi mikið til, til að upplýsa mál þegar þau koma upp. „Ég held að það séu bara allir illa settir sem að fá svona gengi í heimsókn. Ég held að það sé alveg klárt. Nú þetta byggist auðvitað á miklu samstarfi og samvinnu og miklum hraða í samvinnu við önnur embætti. Oftast nær byrjar þetta einhvers staðar og það sem menn hafa verið að gera er að koma upplýsingum mjög hratt á milli,“ segir Jónas. Yfir sumartímann skiptir nágrannavarsla miklu máli ef óæskilegir aðilar eigi leið um hverfi eða bæjarfélög. Jónas segir að með enn nánari samvinnu við almenning og aðra löggæsluaðila hér á landi sé hægt að sporna við aukinni brotatíðni hópa eða aðila sem hingað koma til lands gagngert til þess að fara um ránshendi. Í ljósi þeirra mála sem um hafa komið hefur efling þekkingar og málaflokknum reynst vel og lögreglumenn upplýstir hvernig bregðast eigi við. „Við erum alveg mjög vel mannaðir og höfum mög víðtæka þekkingu til þess að sinna þeim málum sem koma hér upp,“ segir Jónas.Hefur álag aukist?„Já. Það hefur gert það,“ segir Jónas að lokum.
Fjarðabyggð Lögreglumál Tollgæslan Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Sjá meira