Of mörgum stöðvum mætt með álagningu Ari Brynjólfsson skrifar 11. maí 2019 08:00 Bensínstöð N1 í Stóragerði verður líklega lokað á næstu árum eftir hálfrar aldar rekstur. Fréttablaðið/Anton Brink „Það eru 46 bensínstöðvar í Reykjavík og ég held að það mótmæli því enginn að þær eru allt of margar,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. „Þegar við bætist að borgin vill þróast hratt frá notkun jarðefnaeldsneytis vegna loftslagsmála liggur beint við að finna leiðir til að fækka bensínstöðvum. Það höfum við nú gert með því að móta samningsmarkmið og aðferðafræði til að hvetja til umbreytingar bensínstöðvalóða þannig að í staðinn komi íbúðir, hverfisverslanir eða önnur þjónusta.“ Sextán stöðvar eru í hæsta forgangi borgarinnar um lokun, er þá helst um að ræða bensínstöðvar í íbúahverfum. Þar á meðal eru bensínstöðvar við Stóragerði, Ægisíðu, Hringbraut og Skógarsel. „Borgin mun nú skipa samninganefnd sem mun setjast niður með olíufélögunum til að ná utan um næstu skref eins og hratt og markvisst og kostur er,“ segir Dagur. Már Erlingsson, aðstoðarforstjóri Skeljungs, segir áform borgarinnar ekki koma á óvart enda hafi stjórnendur Skeljungs átt fleiri en einn fund með borgaryfirvöldum um þetta mál. „Það hefur lengi legið fyrir að fjöldi bensínstöðva sé of mikill í Reykjavík, um það er ekki deilt,“ segir Már. Hefst nú vinna við að kynna sér þá hvata sem búið er að skilgreina fyrir olíufélögin til þess að flýta fyrir fækkun bensínstöðva. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, er jákvæður í garð tillagnanna. „Ég tel þetta jákvæða og eðlilega þróun. Við höfum bent á það á liðnum árum að það er allt of mikið framboð á bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu sem kemur þá niður á verði til neytenda. Menn hafa ekki séð hag í því að skera niður því þeir hafi getað mætt því með aukinni álagningu,“ segir Runólfur. „Við höfum talsvert fleiri bensínstöðvar á hvern íbúa en í samanburðarlöndunum. Í fimm kílómetra radíus frá Landspítalanum eru 28 bensínstöðvar.“ Runólfur segir ástæðu fjöldans ekki vera þá að borgarbúar eigi að jafnaði fleiri bíla en íbúar borga í samanburðarlöndunum. „Það er ekki skortur á þjónustustöðvum hér nema síður sé. Þeim fjölgaði á ákveðnu árabili umfram þróun íbúafjölda. Við sjáum það bara þegar við keyrum fram hjá mörgum bensínstöðvum að það er sáralítið um að vera við dælurnar.“ Skipulagsfulltrúar annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem Fréttablaðið náði tali af í gær sögðu engin áform uppi um að fara í sambærilegar aðgerðir og Reykjavíkurborg. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir það blasa við að bensínstöðvum komi til með að fækka eftir því sem rafbílaflotinn stækkar. „Mín skoðun er sú að fækkun bensínstöðva verði að gerast í samráði við eigendur þeirra og það blasir við að þeim muni fækka í framtíðinni eftir því sem rafvæðingu bílaflotans miðar áfram. Ég er hlynntari því að það gerist þannig í stað þess að sveitarfélagið setji einhverjar kvaðir þar að lútandi,“ segir Rósa. Bensín og olía Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Tengdar fréttir Þykir bensínstöðvafækkunin brött Þrátt fyrir að hafa vitað af stefnu borgarinnar um nokkurt skeið segir forstjóri Olís að fréttir gærdagsins, um að til standi að fækka bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025, hafi komið sér nokkuð á óvart. 10. maí 2019 12:36 Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Borgarráð vill bensínstöðvar úr borginni. Einhugur í borgarstjórn. 9. maí 2019 16:18 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
„Það eru 46 bensínstöðvar í Reykjavík og ég held að það mótmæli því enginn að þær eru allt of margar,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. „Þegar við bætist að borgin vill þróast hratt frá notkun jarðefnaeldsneytis vegna loftslagsmála liggur beint við að finna leiðir til að fækka bensínstöðvum. Það höfum við nú gert með því að móta samningsmarkmið og aðferðafræði til að hvetja til umbreytingar bensínstöðvalóða þannig að í staðinn komi íbúðir, hverfisverslanir eða önnur þjónusta.“ Sextán stöðvar eru í hæsta forgangi borgarinnar um lokun, er þá helst um að ræða bensínstöðvar í íbúahverfum. Þar á meðal eru bensínstöðvar við Stóragerði, Ægisíðu, Hringbraut og Skógarsel. „Borgin mun nú skipa samninganefnd sem mun setjast niður með olíufélögunum til að ná utan um næstu skref eins og hratt og markvisst og kostur er,“ segir Dagur. Már Erlingsson, aðstoðarforstjóri Skeljungs, segir áform borgarinnar ekki koma á óvart enda hafi stjórnendur Skeljungs átt fleiri en einn fund með borgaryfirvöldum um þetta mál. „Það hefur lengi legið fyrir að fjöldi bensínstöðva sé of mikill í Reykjavík, um það er ekki deilt,“ segir Már. Hefst nú vinna við að kynna sér þá hvata sem búið er að skilgreina fyrir olíufélögin til þess að flýta fyrir fækkun bensínstöðva. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, er jákvæður í garð tillagnanna. „Ég tel þetta jákvæða og eðlilega þróun. Við höfum bent á það á liðnum árum að það er allt of mikið framboð á bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu sem kemur þá niður á verði til neytenda. Menn hafa ekki séð hag í því að skera niður því þeir hafi getað mætt því með aukinni álagningu,“ segir Runólfur. „Við höfum talsvert fleiri bensínstöðvar á hvern íbúa en í samanburðarlöndunum. Í fimm kílómetra radíus frá Landspítalanum eru 28 bensínstöðvar.“ Runólfur segir ástæðu fjöldans ekki vera þá að borgarbúar eigi að jafnaði fleiri bíla en íbúar borga í samanburðarlöndunum. „Það er ekki skortur á þjónustustöðvum hér nema síður sé. Þeim fjölgaði á ákveðnu árabili umfram þróun íbúafjölda. Við sjáum það bara þegar við keyrum fram hjá mörgum bensínstöðvum að það er sáralítið um að vera við dælurnar.“ Skipulagsfulltrúar annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem Fréttablaðið náði tali af í gær sögðu engin áform uppi um að fara í sambærilegar aðgerðir og Reykjavíkurborg. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir það blasa við að bensínstöðvum komi til með að fækka eftir því sem rafbílaflotinn stækkar. „Mín skoðun er sú að fækkun bensínstöðva verði að gerast í samráði við eigendur þeirra og það blasir við að þeim muni fækka í framtíðinni eftir því sem rafvæðingu bílaflotans miðar áfram. Ég er hlynntari því að það gerist þannig í stað þess að sveitarfélagið setji einhverjar kvaðir þar að lútandi,“ segir Rósa.
Bensín og olía Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Tengdar fréttir Þykir bensínstöðvafækkunin brött Þrátt fyrir að hafa vitað af stefnu borgarinnar um nokkurt skeið segir forstjóri Olís að fréttir gærdagsins, um að til standi að fækka bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025, hafi komið sér nokkuð á óvart. 10. maí 2019 12:36 Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Borgarráð vill bensínstöðvar úr borginni. Einhugur í borgarstjórn. 9. maí 2019 16:18 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Þykir bensínstöðvafækkunin brött Þrátt fyrir að hafa vitað af stefnu borgarinnar um nokkurt skeið segir forstjóri Olís að fréttir gærdagsins, um að til standi að fækka bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025, hafi komið sér nokkuð á óvart. 10. maí 2019 12:36
Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Borgarráð vill bensínstöðvar úr borginni. Einhugur í borgarstjórn. 9. maí 2019 16:18