Afkoma ríkisins gæti versnað um 35 milljarða án mótvægisaðgerða Birgir Olgeirsson skrifar 29. maí 2019 22:40 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. vísir/vilhelm Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram á Alþingi tillögu um að endurskoða fjármálastefnu fyrir árin 2018 til 2022. Hún felur í sér að dregið verði úr áformuðum afgangi á heildarafkomu hins opinbera í samræmi við breyttar efnahagshorfur sem fram koma í nýjum hagspám og fela í sér verulega röskun á forsendum fyrir gildandi stefnu. Með breyttum horfum má gera ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs dragist umtalsvert saman og gæti afkoman versnað um allt að 35 milljarða króna bæði árið 2019 og 2020 án allra mótvægisaðgerða. Ríkisstjórnin mun því leggja til við fjárlaganefnd að gerðar verði breytingar á fjármálaáætlun sem fela í sér ráðstafanir sem tryggja hallalausan ríkisrekstur.Greint er frá þessu á vef stjórnarráðsins en þar segir að umbætur í hagkerfinu, sem stjórnvöld hafi staðið fyrir á undanförnum árum, hafi gert það vel í stakk búið til að mæta tímabundinni ágjöf. „Í því samhengi má nefna endurreisn fjármálakerfis á heilbrigðum grunni, að tollar og vörugjöld hafa verið felld niður, auk þess sem tryggingagjald hefur verið lækkað. Þá ber að nefna umfangsmiklar aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að liðka fyrir farsælli lausn kjarasamninga sem m.a. fólu í sér verulegar skattalækkanir, einkum til þeirra sem eru undir meðallaunum, myndarlegan stuðning við barnafjölskyldur, auk fjölþættra aðgerða til að bregðast við húsnæðisvandanum,“ segir á vef stjórnarráðsins. Með aðgerðunum á að renna frekari stoðum undir efnahagslegan stöðugleika. „Skulda- og eignastaða fyrirtækja og heimila er mun betri en í síðustu niðursveiflu og veruleg lækkun skulda ríkisins hefur aukið viðnámsþrótt þjóðarbúsins. Hið opinbera er því í góðri stöðu til að styðja við hagkerfið á meðan það leitar viðspyrnu fyrir nýtt hagvaxtarskeið,“ segir á vef stjórnarráðsins. Í tillögu að endurskoðaðri stefnu er gert ráð fyrir breyttum afkomuhorfum frá og með árinu 2019 en þó þannig að heildarjöfnuður verði jákvæður á gildistíma stefnunnar. „Þannig verði afgangur á heildarjöfnuði að lágmarki -0,4% af vergri landsframleiðslu (VLF) árin 2019 og 2020, -0,3% af VLF árið 2021 og í jafnvægi árið 2022. Þannig er í varfærnisskyni veitt svigrúm sem getur numið allt að 0,4% af VLF árin 2019–2022 gagnvart þeim markmiðum um heildarafkomu hins opinbera sem sett verða í árlegum fimm ára fjármálaáætlunum. Þeim verður engu að síður ætlað að skila betri afkomu en sem því nemur,“ segir á vef stjórnarráðsins. Reynist hagþróun og efnahagsforsendur fyrir áætlanagerð lakari en nú er gert ráð fyrir er heimilt að ganga á svigrúmið til að aðlaga afkomu hins opinbera í sama mæli. „Að öðru leyti er gert ráð fyrir að stjórnvöld beiti viðeigandi ráðstöfunum, ef á þarf að halda, til að tryggja að afkoma í fjármálaáætlun og fjárlögum verði jafnan umfram svigrúmið sem markað er í fjármálastefnunni. Með öðrum orðum felur þetta í sér að þótt breyttar efnahagsforsendur leiði óhjákvæmilega til hóflegri afkomumarkmiða á næstu árum og endurskoðuð fjármálastefna veiti talsvert svigrúm, er stefna ríkisstjórnarinnar áfram að ekki verði halli á rekstri ríkisins,“ segir á vef stjórnarráðsins. Er endurskoðuð stefna í samræmi við tölusettar fjármálareglur laga um opinber fjármál sem þar eru settar sem skilyrði fyrir bæði fjármálastefnu og fjármálaáætlun. „Hvorki ætti að koma til þess að afkoma verði lakari en 2,5% af VLF á einu ári né að heildarjöfnuður yfir fimm ára tímabil verði neikvæður. Hér er því ekki lagt til að vikið verði tímabundið frá fjármálareglum laga um opinber fjármál, sem lögin gera ráð fyrir að grípa megi til við endurskoðun fjármálastefnu.“ Alþingi Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram á Alþingi tillögu um að endurskoða fjármálastefnu fyrir árin 2018 til 2022. Hún felur í sér að dregið verði úr áformuðum afgangi á heildarafkomu hins opinbera í samræmi við breyttar efnahagshorfur sem fram koma í nýjum hagspám og fela í sér verulega röskun á forsendum fyrir gildandi stefnu. Með breyttum horfum má gera ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs dragist umtalsvert saman og gæti afkoman versnað um allt að 35 milljarða króna bæði árið 2019 og 2020 án allra mótvægisaðgerða. Ríkisstjórnin mun því leggja til við fjárlaganefnd að gerðar verði breytingar á fjármálaáætlun sem fela í sér ráðstafanir sem tryggja hallalausan ríkisrekstur.Greint er frá þessu á vef stjórnarráðsins en þar segir að umbætur í hagkerfinu, sem stjórnvöld hafi staðið fyrir á undanförnum árum, hafi gert það vel í stakk búið til að mæta tímabundinni ágjöf. „Í því samhengi má nefna endurreisn fjármálakerfis á heilbrigðum grunni, að tollar og vörugjöld hafa verið felld niður, auk þess sem tryggingagjald hefur verið lækkað. Þá ber að nefna umfangsmiklar aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að liðka fyrir farsælli lausn kjarasamninga sem m.a. fólu í sér verulegar skattalækkanir, einkum til þeirra sem eru undir meðallaunum, myndarlegan stuðning við barnafjölskyldur, auk fjölþættra aðgerða til að bregðast við húsnæðisvandanum,“ segir á vef stjórnarráðsins. Með aðgerðunum á að renna frekari stoðum undir efnahagslegan stöðugleika. „Skulda- og eignastaða fyrirtækja og heimila er mun betri en í síðustu niðursveiflu og veruleg lækkun skulda ríkisins hefur aukið viðnámsþrótt þjóðarbúsins. Hið opinbera er því í góðri stöðu til að styðja við hagkerfið á meðan það leitar viðspyrnu fyrir nýtt hagvaxtarskeið,“ segir á vef stjórnarráðsins. Í tillögu að endurskoðaðri stefnu er gert ráð fyrir breyttum afkomuhorfum frá og með árinu 2019 en þó þannig að heildarjöfnuður verði jákvæður á gildistíma stefnunnar. „Þannig verði afgangur á heildarjöfnuði að lágmarki -0,4% af vergri landsframleiðslu (VLF) árin 2019 og 2020, -0,3% af VLF árið 2021 og í jafnvægi árið 2022. Þannig er í varfærnisskyni veitt svigrúm sem getur numið allt að 0,4% af VLF árin 2019–2022 gagnvart þeim markmiðum um heildarafkomu hins opinbera sem sett verða í árlegum fimm ára fjármálaáætlunum. Þeim verður engu að síður ætlað að skila betri afkomu en sem því nemur,“ segir á vef stjórnarráðsins. Reynist hagþróun og efnahagsforsendur fyrir áætlanagerð lakari en nú er gert ráð fyrir er heimilt að ganga á svigrúmið til að aðlaga afkomu hins opinbera í sama mæli. „Að öðru leyti er gert ráð fyrir að stjórnvöld beiti viðeigandi ráðstöfunum, ef á þarf að halda, til að tryggja að afkoma í fjármálaáætlun og fjárlögum verði jafnan umfram svigrúmið sem markað er í fjármálastefnunni. Með öðrum orðum felur þetta í sér að þótt breyttar efnahagsforsendur leiði óhjákvæmilega til hóflegri afkomumarkmiða á næstu árum og endurskoðuð fjármálastefna veiti talsvert svigrúm, er stefna ríkisstjórnarinnar áfram að ekki verði halli á rekstri ríkisins,“ segir á vef stjórnarráðsins. Er endurskoðuð stefna í samræmi við tölusettar fjármálareglur laga um opinber fjármál sem þar eru settar sem skilyrði fyrir bæði fjármálastefnu og fjármálaáætlun. „Hvorki ætti að koma til þess að afkoma verði lakari en 2,5% af VLF á einu ári né að heildarjöfnuður yfir fimm ára tímabil verði neikvæður. Hér er því ekki lagt til að vikið verði tímabundið frá fjármálareglum laga um opinber fjármál, sem lögin gera ráð fyrir að grípa megi til við endurskoðun fjármálastefnu.“
Alþingi Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent