EES-samningurinn hafi gjörbreytt íslensku samfélagi Birgir Olgeirsson skrifar 29. maí 2019 20:45 Áslaug Arna sagði framtíðina banka á dyrnar sama hversu margir vilja berjast gegn henni. Vísir/Vilhelm „Framtíðin bankar á dyrnar burtséð frá því hvað margir vilja berjast gegn henni,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í ræðu sinn við eldhúsdagsumræður á Alþingi í kvöld. Þar ræddi Áslaug Arna mikilvægi EES-samningsins í ljósi þess að mikið hefur verið fjallað um hann í sal Alþingis undanfarið. „Það má öllum vera ljóst, nema þeim sem kjósa að setja kíkinn á blinda augað, að sá samningur hefur gjörbreytt íslensku samfélagi, aukið bæði velmegun og frelsi - og eiga þeir sem innleiddu hann miklar þakkir skilið fyrir þá framsýni sem þeir sýndu. Margir þekkja ekki annað en Ísland innan EES samstarfsins og ég efast um að þeir sem muna eftir Íslandi utan EES vilji snúa aftur til þess tíma. Það er hins vegar margt annað sem er betra að hafa að leiðarljósi við mótun utanríkis- og viðskiptastefnu okkar en þessa eitruðu blöndu af afturhaldi, fortíðarþrá og framtíðarótta,“ sagði Áslaug Arna. Hún benti á að heimurinn hafi breyst hratt á síðustu áratugum og þær breytingar hafi ekki endilega orðið með ákvörðunum stjórnvalda. Fátt hafi breytt meiru en Internetið og enginn hafi í raun kosið Internetið. „Samhliða því og auknu viðskiptafrelsi er heimurinn allur orðinn hverfisverslunin okkar og íslensk fyrirtæki geta selt vörur, hugvit og þjónustu til allra heimshorna rétt eins og íslenskir neytendur hafa sömu tækifæri til að versla og nýta sér alþjóðlega þjónustu,“ sagði Áslaug. Hún sagði að alþjóðavæðing virðist ógnvænleg fyrir suma og ekki sé alltaf víst hvað sé handan við hornið. „Við stoppum ekki þessa þróun en við höfum alla burði til að taka þátt í henni. Framtíðin bankar á dyrnar burtséð frá því hvað margir vilja berjast gegn henni. Ísland mun halda áfram að breytast, verða frjálsara, betra og hagsælla en það var í gær.“ Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
„Framtíðin bankar á dyrnar burtséð frá því hvað margir vilja berjast gegn henni,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í ræðu sinn við eldhúsdagsumræður á Alþingi í kvöld. Þar ræddi Áslaug Arna mikilvægi EES-samningsins í ljósi þess að mikið hefur verið fjallað um hann í sal Alþingis undanfarið. „Það má öllum vera ljóst, nema þeim sem kjósa að setja kíkinn á blinda augað, að sá samningur hefur gjörbreytt íslensku samfélagi, aukið bæði velmegun og frelsi - og eiga þeir sem innleiddu hann miklar þakkir skilið fyrir þá framsýni sem þeir sýndu. Margir þekkja ekki annað en Ísland innan EES samstarfsins og ég efast um að þeir sem muna eftir Íslandi utan EES vilji snúa aftur til þess tíma. Það er hins vegar margt annað sem er betra að hafa að leiðarljósi við mótun utanríkis- og viðskiptastefnu okkar en þessa eitruðu blöndu af afturhaldi, fortíðarþrá og framtíðarótta,“ sagði Áslaug Arna. Hún benti á að heimurinn hafi breyst hratt á síðustu áratugum og þær breytingar hafi ekki endilega orðið með ákvörðunum stjórnvalda. Fátt hafi breytt meiru en Internetið og enginn hafi í raun kosið Internetið. „Samhliða því og auknu viðskiptafrelsi er heimurinn allur orðinn hverfisverslunin okkar og íslensk fyrirtæki geta selt vörur, hugvit og þjónustu til allra heimshorna rétt eins og íslenskir neytendur hafa sömu tækifæri til að versla og nýta sér alþjóðlega þjónustu,“ sagði Áslaug. Hún sagði að alþjóðavæðing virðist ógnvænleg fyrir suma og ekki sé alltaf víst hvað sé handan við hornið. „Við stoppum ekki þessa þróun en við höfum alla burði til að taka þátt í henni. Framtíðin bankar á dyrnar burtséð frá því hvað margir vilja berjast gegn henni. Ísland mun halda áfram að breytast, verða frjálsara, betra og hagsælla en það var í gær.“
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira