Happaskórnir eyðilögðust Benedikt Bóas skrifar 29. maí 2019 12:30 Jack Grealish er greinilega mjög hjátrúarfullur en fyrir utan að spila í nánast handónýtum skóm var hann að sjálfsögðu með barnalegghlífarnar um sköflunginn og sokkana niðri. Nokkuð sem hann neitar að breyta. Getty/Malcolm Couzens Jack Grealish, leikmaður Aston Villa, vakti athygli fyrir skótau sitt í leiknum um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni. Hann var í þeim vegna hjátrúar en seint verður sagt að skórnir hafi verið nýir og flottir. Fótboltamenn víða um heim vilja frekar líta vel út og tapa en að líta illa út og vinna. Nýir skór, ný klipping, teip á réttum stöðum og jafnvel húðflúr í anda Davids Beckham sjást víða um velli heimsins. Jack Grealish, stjarna Aston Villa, er öðruvísi en margir en hann er á skósamningi við Nike og hefur verið í sömu Phantom III skónum ansi lengi. Það vakti því athygli þegar leikmenn voru kynntir til leiks að skórnir hans Grealish voru nánast ónýtir en hjátrú orsakaði að hann klæddist þeim. „Ég kom til baka eftir meiðsli og þá voru skórnir reyndar í góðu ásigkomulagi. Ég náði að skora nokkur mörk og leggja upp svo ég hugsaði að þetta væru mínir happaskór. Ég yrði að halda áfram að spila í þeim,“ sagði Grealish eftir leik en hann var gerður að fyrirliða skömmu eftir að hann sneri aftur .Skórnir voru afar illa farnir.Getty/Catherine IvillHappaskórnir skiluðu Aston Villa upp í efstu deild en 10 leikja sigurhrina tryggði sæti í umspilinu og liðið vann sér sæti í efstu deild á ný eftir þriggja ára fjarveru með sigrinum á Derby á mánudag. Grealish spilaði alla leikina í skónum góðu sem því miður fyrir hann eyðilögðust algjörlega í fögnuðinum. Þetta er ekki eina hjátrú Grealish en hann er einnig þekktur fyrir Ásgeirs Sigurvins-lúkkið – því það er eins og hann spili ekki með legghlífar. Hann spilar með barnalegghlífar því í barnæsku minnkuðu sokkarnir hans og í kjölfarið spilaði hann vel. „Sokkarnir eiga að fara yfir kálfana og stundum hafa dómarar reynt að benda á þá staðreynd en ég verð að hafa þetta svona. Þetta er hjátrú sem byrjaði snemma og ég verð að hafa sokkana svona,“ sagði Grealish.Jack Grealish fagnar sigri á Wembley.Getty/Sebastian Frej Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Sjá meira
Jack Grealish, leikmaður Aston Villa, vakti athygli fyrir skótau sitt í leiknum um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni. Hann var í þeim vegna hjátrúar en seint verður sagt að skórnir hafi verið nýir og flottir. Fótboltamenn víða um heim vilja frekar líta vel út og tapa en að líta illa út og vinna. Nýir skór, ný klipping, teip á réttum stöðum og jafnvel húðflúr í anda Davids Beckham sjást víða um velli heimsins. Jack Grealish, stjarna Aston Villa, er öðruvísi en margir en hann er á skósamningi við Nike og hefur verið í sömu Phantom III skónum ansi lengi. Það vakti því athygli þegar leikmenn voru kynntir til leiks að skórnir hans Grealish voru nánast ónýtir en hjátrú orsakaði að hann klæddist þeim. „Ég kom til baka eftir meiðsli og þá voru skórnir reyndar í góðu ásigkomulagi. Ég náði að skora nokkur mörk og leggja upp svo ég hugsaði að þetta væru mínir happaskór. Ég yrði að halda áfram að spila í þeim,“ sagði Grealish eftir leik en hann var gerður að fyrirliða skömmu eftir að hann sneri aftur .Skórnir voru afar illa farnir.Getty/Catherine IvillHappaskórnir skiluðu Aston Villa upp í efstu deild en 10 leikja sigurhrina tryggði sæti í umspilinu og liðið vann sér sæti í efstu deild á ný eftir þriggja ára fjarveru með sigrinum á Derby á mánudag. Grealish spilaði alla leikina í skónum góðu sem því miður fyrir hann eyðilögðust algjörlega í fögnuðinum. Þetta er ekki eina hjátrú Grealish en hann er einnig þekktur fyrir Ásgeirs Sigurvins-lúkkið – því það er eins og hann spili ekki með legghlífar. Hann spilar með barnalegghlífar því í barnæsku minnkuðu sokkarnir hans og í kjölfarið spilaði hann vel. „Sokkarnir eiga að fara yfir kálfana og stundum hafa dómarar reynt að benda á þá staðreynd en ég verð að hafa þetta svona. Þetta er hjátrú sem byrjaði snemma og ég verð að hafa sokkana svona,“ sagði Grealish.Jack Grealish fagnar sigri á Wembley.Getty/Sebastian Frej
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Sjá meira