Á annað hundrað milljóna fylgja Speli til Vegagerðarinnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. maí 2019 10:21 Göngin voru opnuð árið 1998 Vísir/Vilhelm Stjórn Spalar ehf. hefur komist að samkomulagi við Vegagerðina um að hún taki við félaginu á aðalfundi Spalar sem boðað er til á Akranesi á morgun. Útlit er fyrir að með Speli fylgi hátt í 200 milljónir króna. Spölur átti og rak Hvalfjarðargöng þar til Vegagerðin tók við þeim síðastliðið haust. Því þurfti að taka ákvörðum það hvort slíta ætti félaginu eða komast að samkomulagi við Vegagerðina um að taka við því. Aðalfundur verður haldinn á morgun og þar liggur fyrir hluthöfum að fjalla um og afgreiða tillögu um að hlutafé félagsins verði fært úr 86 milljónum króna að nafnvirði niður í hálfa milljón króna. Verðbætt hlutafé verði greitt út og arður á hlutafé sömuleiðis í samræmi við samning Spalar við ríkið frá 1995. 45 hluthafar eru nú í Speli en gangi tillagan eftir munu hluthafar undirrita yfirlýsingu um að þeir framselji Vegagerðinni eignarhluta sína án sérstakrar greiðslu eða krafna af neinu tagi á hendur henni. Vegagerðin verði þá eini hluthafinn í Speli.Það þarf ekki lengur að rétta fram geiðslukort til þess að komast í gegnum Hvalfjarðargöng.vísir/VilhelmÞað sem eftir verði renni til verkefna í tengsum við rekstur HvalfjarðargangaÁ heimasíðu Spalar segir að útlit sé fyrir með Speli fylgi að minnsta kosti 120 milljónir króna í handbæru fé til Vegagerðarinnar eftir yfirtöku. Þar af telst hátt í helmingur upphæðarinnar ógreiddar kröfur viðskiptavina á félagið vegna inneigna á reikningum og veglykla og afsláttarmiða sem ekki hefur verið skilað, en 4.400 lyklar og talsvert af afsláttarmiðum eru enn útistandandi. Hinn hlutinn, 60-70 milljónir króna, eru fjármunir sem eftir verða hjá Speli þegar allur kostnaður félagsins hefur verið greiddur og hlutafé til eigenda sömuleiðis. Í samningi Spalar við ríkið er ákvæði um að fjármunir sem eftir kunni að verða hjá félaginu í lokin skuli „renna til sérstakra verkefna í tengslum við rekstur Hvalfjarðarganga.“ „Breyting í hluthafahópi Spalar breytir engu um skuldbindingar félagsins gagnvart þeim sem enn eiga hjá því fjármuni vegna inneigna, veglykla eða afsláttarmiða. Ákveði Vegagerðin hins vegar að slíta félaginu verður auglýstur kröfulýsingarfrestur og tryggt er að allir fái kröfur sínar greiddar sem gefa sig fram áður en þeim fresti lýkur. Að því sögðu er ekki annað eftir en að þakka viðskiptavinum Spalar og landsmönnum öllum fyrir viðskipti og samskipti í liðlega tvo áratugi,“ er haft eftir Gísla Gíslasyni, stjórnarformanni Spalar sem setið hefur óslitið í stjórn félagsins frá stofnun, eða í 28 ár. Akranes Samgöngur Tengdar fréttir Hvalfjarðargöng formlega afhent ríkinu Hvalfjarðargöng voru formlega afhent ríkinu í dag en það var staðfest með undirritun á samningi milli Eignarhaldsfélagsins Spalar hf. og ríkisins. 30. september 2018 19:05 Stjórnendur Spalar: Við viljum að þið fáið það sem þið eigið Forsvarsmenn Spalar, sem rekið hafa Hvalfjarðargöng undanfarna tvo áratugi, leita nú allra leiða til að fá landsmenn til að nálgast peninga sem þeir eiga inni hjá fyrirtækinu. 9. nóvember 2018 10:02 Vilja flýta framkvæmdum vegna umferðaröryggis Starfshópurinn setti saman lista yfir níu verkefni sem þykir rétt að flýta með hliðsjón af umferðaröryggi, umferðarþunga og þjóðhagslegum ábata af framkvæmdum. 5. apríl 2019 14:41 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Stjórn Spalar ehf. hefur komist að samkomulagi við Vegagerðina um að hún taki við félaginu á aðalfundi Spalar sem boðað er til á Akranesi á morgun. Útlit er fyrir að með Speli fylgi hátt í 200 milljónir króna. Spölur átti og rak Hvalfjarðargöng þar til Vegagerðin tók við þeim síðastliðið haust. Því þurfti að taka ákvörðum það hvort slíta ætti félaginu eða komast að samkomulagi við Vegagerðina um að taka við því. Aðalfundur verður haldinn á morgun og þar liggur fyrir hluthöfum að fjalla um og afgreiða tillögu um að hlutafé félagsins verði fært úr 86 milljónum króna að nafnvirði niður í hálfa milljón króna. Verðbætt hlutafé verði greitt út og arður á hlutafé sömuleiðis í samræmi við samning Spalar við ríkið frá 1995. 45 hluthafar eru nú í Speli en gangi tillagan eftir munu hluthafar undirrita yfirlýsingu um að þeir framselji Vegagerðinni eignarhluta sína án sérstakrar greiðslu eða krafna af neinu tagi á hendur henni. Vegagerðin verði þá eini hluthafinn í Speli.Það þarf ekki lengur að rétta fram geiðslukort til þess að komast í gegnum Hvalfjarðargöng.vísir/VilhelmÞað sem eftir verði renni til verkefna í tengsum við rekstur HvalfjarðargangaÁ heimasíðu Spalar segir að útlit sé fyrir með Speli fylgi að minnsta kosti 120 milljónir króna í handbæru fé til Vegagerðarinnar eftir yfirtöku. Þar af telst hátt í helmingur upphæðarinnar ógreiddar kröfur viðskiptavina á félagið vegna inneigna á reikningum og veglykla og afsláttarmiða sem ekki hefur verið skilað, en 4.400 lyklar og talsvert af afsláttarmiðum eru enn útistandandi. Hinn hlutinn, 60-70 milljónir króna, eru fjármunir sem eftir verða hjá Speli þegar allur kostnaður félagsins hefur verið greiddur og hlutafé til eigenda sömuleiðis. Í samningi Spalar við ríkið er ákvæði um að fjármunir sem eftir kunni að verða hjá félaginu í lokin skuli „renna til sérstakra verkefna í tengslum við rekstur Hvalfjarðarganga.“ „Breyting í hluthafahópi Spalar breytir engu um skuldbindingar félagsins gagnvart þeim sem enn eiga hjá því fjármuni vegna inneigna, veglykla eða afsláttarmiða. Ákveði Vegagerðin hins vegar að slíta félaginu verður auglýstur kröfulýsingarfrestur og tryggt er að allir fái kröfur sínar greiddar sem gefa sig fram áður en þeim fresti lýkur. Að því sögðu er ekki annað eftir en að þakka viðskiptavinum Spalar og landsmönnum öllum fyrir viðskipti og samskipti í liðlega tvo áratugi,“ er haft eftir Gísla Gíslasyni, stjórnarformanni Spalar sem setið hefur óslitið í stjórn félagsins frá stofnun, eða í 28 ár.
Akranes Samgöngur Tengdar fréttir Hvalfjarðargöng formlega afhent ríkinu Hvalfjarðargöng voru formlega afhent ríkinu í dag en það var staðfest með undirritun á samningi milli Eignarhaldsfélagsins Spalar hf. og ríkisins. 30. september 2018 19:05 Stjórnendur Spalar: Við viljum að þið fáið það sem þið eigið Forsvarsmenn Spalar, sem rekið hafa Hvalfjarðargöng undanfarna tvo áratugi, leita nú allra leiða til að fá landsmenn til að nálgast peninga sem þeir eiga inni hjá fyrirtækinu. 9. nóvember 2018 10:02 Vilja flýta framkvæmdum vegna umferðaröryggis Starfshópurinn setti saman lista yfir níu verkefni sem þykir rétt að flýta með hliðsjón af umferðaröryggi, umferðarþunga og þjóðhagslegum ábata af framkvæmdum. 5. apríl 2019 14:41 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Hvalfjarðargöng formlega afhent ríkinu Hvalfjarðargöng voru formlega afhent ríkinu í dag en það var staðfest með undirritun á samningi milli Eignarhaldsfélagsins Spalar hf. og ríkisins. 30. september 2018 19:05
Stjórnendur Spalar: Við viljum að þið fáið það sem þið eigið Forsvarsmenn Spalar, sem rekið hafa Hvalfjarðargöng undanfarna tvo áratugi, leita nú allra leiða til að fá landsmenn til að nálgast peninga sem þeir eiga inni hjá fyrirtækinu. 9. nóvember 2018 10:02
Vilja flýta framkvæmdum vegna umferðaröryggis Starfshópurinn setti saman lista yfir níu verkefni sem þykir rétt að flýta með hliðsjón af umferðaröryggi, umferðarþunga og þjóðhagslegum ábata af framkvæmdum. 5. apríl 2019 14:41