Popúlistar vonast eftir sigri í Evrópuþingkosningum í kvöld Heimir Már Pétursson skrifar 26. maí 2019 19:55 Raðir mynduðust fyrir utan kjörstaði í dag. getty/Dursun Aydemir Þótt hægri þjóðernisflokkar séu líklegir til að bæta við sig fylgi í kosningum til Evrópuþingsins sem lýkur í kvöld, bendir allt til að fulltrúar miðjuflokka til hægri og vinstri ráði áfram ferðinni á þinginu. Kosið er til evrópuþingsins í tuttugu og einu af tuttugu og átta aðildarríkjum Evrópusambandsins í dag en kosningarnar fóru fram í hinum sjö aðildarríkjunum fyrr í vikunni. Meðal annars er kosiðí Ungverjalandi þar hægri þjóðernissinninn Viktor Orban situr í stóli forsætisráðherra. Hann ítrekaði andstöðu sína við farand- og flóttafólk í dag. „Ég held að það sé hægt að stöðva fólksflutningana í mörgum löndum, sérstaklega í Vestur-Evrópu. Stjórnmálamenn reyna að sannfæra fólkið um að það sé ekki hægt að stöðva þá en ég held að það sé ekki rétt,“ sagði Orban eftir að hafa kosið. Ráðandi flokkar áÍtalíu, í Austurríki og aðrir poppulískir hægriflokkar taka undir með Orban og hafa heitiðþví að vinna saman á evrópuþinginu að loknum kosningum.Tvístígandi Bretar kjósa til Evrópuþings Það er síðan hálf spaugilegt að Bretar kjósa til Evrópuþingsins þótt þeir séu eins og hauslausar hænur að reyna að hlaupa út úr sambandinu þessi misserin sem ekki hefur tekist enn vegna sundurlindis heima fyrir. Sumir gæla enn viðþá von að Bretar verði áfram í ESB eins og Breda Herlihy sem kaus í dag. „Ég greiddi því atkvæði að við yrðum áfram í Evrópusambandinu og ég vona aðþað verði niðurstaðan á endanum. En ég get skilið fólk sem greiddi atkvæði með Brexit vegna þeirra dásamlegu loforða sem gefin voru á sínum tíma,“ sagði Herlihy eftir að hafa kosið til Evrópuþingsins kannski í síðasta skipti.Sérkennilegir tímar Það er ekki víst að Emmanuel Macron Frakklandsforseti verði ánægður meðúrslitin þvíútlit er fyrir að flokkar sem styðja frekari evrópusamruna tapi fylgi, en víst er að framundan eru spennuþrungin ár í evrópustjórnmálum. Samlandi hans, frú Solange Benillouche, telur sumt fólk skorta heildarsýn. „Já, við lifum á sérkennilegum tímum þar sem popúlismi er of sterkur. Fólk verður að sjá heildarmyndina og sjá hlutina skýrar,“ sagði hún eftir að hafa kosið. Síðustu kjörstöðum verður lokaðáÍtalíu klukkan níu í kvöld og fljótlega upp úr þvíættu nokkuðáræðanlegar tölur að liggja fyrir. En Evrópusinnar áÍslandi ásamt Micahel Mann sendiherra Evrópusambandsins áÍslandi verða með kosningavöku í Stúdentakjallaranum í kvöld. „Það er mikilvægt að muna að Evrópuþingið er mjög mikilvægt sem stofnun, það setur lögin fyrir Evrópusambandið. Það gerir þaðásamt ráðherrum aðildarríkjanna. Þetta er mjög lýðræðislegt kerfi þótt margir haldi því fram aðþað skorti á lýðræðiðí Evrópusambandinu en ég er alls ekki sammálal því. Brexit Evrópusambandið Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira
Þótt hægri þjóðernisflokkar séu líklegir til að bæta við sig fylgi í kosningum til Evrópuþingsins sem lýkur í kvöld, bendir allt til að fulltrúar miðjuflokka til hægri og vinstri ráði áfram ferðinni á þinginu. Kosið er til evrópuþingsins í tuttugu og einu af tuttugu og átta aðildarríkjum Evrópusambandsins í dag en kosningarnar fóru fram í hinum sjö aðildarríkjunum fyrr í vikunni. Meðal annars er kosiðí Ungverjalandi þar hægri þjóðernissinninn Viktor Orban situr í stóli forsætisráðherra. Hann ítrekaði andstöðu sína við farand- og flóttafólk í dag. „Ég held að það sé hægt að stöðva fólksflutningana í mörgum löndum, sérstaklega í Vestur-Evrópu. Stjórnmálamenn reyna að sannfæra fólkið um að það sé ekki hægt að stöðva þá en ég held að það sé ekki rétt,“ sagði Orban eftir að hafa kosið. Ráðandi flokkar áÍtalíu, í Austurríki og aðrir poppulískir hægriflokkar taka undir með Orban og hafa heitiðþví að vinna saman á evrópuþinginu að loknum kosningum.Tvístígandi Bretar kjósa til Evrópuþings Það er síðan hálf spaugilegt að Bretar kjósa til Evrópuþingsins þótt þeir séu eins og hauslausar hænur að reyna að hlaupa út úr sambandinu þessi misserin sem ekki hefur tekist enn vegna sundurlindis heima fyrir. Sumir gæla enn viðþá von að Bretar verði áfram í ESB eins og Breda Herlihy sem kaus í dag. „Ég greiddi því atkvæði að við yrðum áfram í Evrópusambandinu og ég vona aðþað verði niðurstaðan á endanum. En ég get skilið fólk sem greiddi atkvæði með Brexit vegna þeirra dásamlegu loforða sem gefin voru á sínum tíma,“ sagði Herlihy eftir að hafa kosið til Evrópuþingsins kannski í síðasta skipti.Sérkennilegir tímar Það er ekki víst að Emmanuel Macron Frakklandsforseti verði ánægður meðúrslitin þvíútlit er fyrir að flokkar sem styðja frekari evrópusamruna tapi fylgi, en víst er að framundan eru spennuþrungin ár í evrópustjórnmálum. Samlandi hans, frú Solange Benillouche, telur sumt fólk skorta heildarsýn. „Já, við lifum á sérkennilegum tímum þar sem popúlismi er of sterkur. Fólk verður að sjá heildarmyndina og sjá hlutina skýrar,“ sagði hún eftir að hafa kosið. Síðustu kjörstöðum verður lokaðáÍtalíu klukkan níu í kvöld og fljótlega upp úr þvíættu nokkuðáræðanlegar tölur að liggja fyrir. En Evrópusinnar áÍslandi ásamt Micahel Mann sendiherra Evrópusambandsins áÍslandi verða með kosningavöku í Stúdentakjallaranum í kvöld. „Það er mikilvægt að muna að Evrópuþingið er mjög mikilvægt sem stofnun, það setur lögin fyrir Evrópusambandið. Það gerir þaðásamt ráðherrum aðildarríkjanna. Þetta er mjög lýðræðislegt kerfi þótt margir haldi því fram aðþað skorti á lýðræðiðí Evrópusambandinu en ég er alls ekki sammálal því.
Brexit Evrópusambandið Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira