Sigur Rósar-menn greiddu tæpar 80 milljónir í álag Birgir Olgeirsson skrifar 23. maí 2019 16:15 Liðsmenn Sigur Rósar við þingfestingu málsins í apríl síðastliðnum. vísir/vilhelm Lögmaður meðlima Sigur Rósar hefur lagt fram greinargerð fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem hann fer fram á frávísun á ákæru embættis héraðssaksóknara gegn þeim. Bjarnfreður Ólafsson, lögmaður fjórmenninganna, byggir frávísunarkröfu sína á því að fjórmenningunum hafi þegar verið gerð refsing vegna þeirra brota sem þeir eru ákærðir fyrir. Ríkisskattstjóri hafði tilkynnt fjórmenningunum um fyrirhugaða endurákvörðun á opinberum gjöldum þeirra vegna tekjuáranna 2010 til 2014 í september árið 2018. Með úrskurði í desember 2018 gerði ríkisskattstjóri breytingar á opinberum gjöldum þeirra sem þeir ákváðu að una og voru ekki kærðir til yfirskattanefndar. Nýtti ríkisskattstjóri heimild til að gera þeim refsingu með því að bæta álagi ofan á vanframtalinn stofn til tekjuskatts og útsvars fyrir árin sem um ræðir. Samtals greiddu Sigur Rósar-menn 76,5 milljónir króna í álag en það skiptist svona: Jón Þór Birgisson 18,3 milljónir króna Georg Hólm 23,4 milljónir Kjartan Sveinsson 10,5 milljónir Orri Páll Dýrason 24,3 milljónir króna Kjartan hætti í Sigur Rós árið 2013 en Orri Páll hætti í fyrra. Bjarnfreður bendir á að með því að sækja mál á hendur meðlimum Sigur Rósar sé í raun verið að gera það í annað sinn sem er brot gegn Mannréttindasáttmála Evrópu en samkvæmt fjórðu grein sjöunda viðauka hans skal enginn sæta lögsókn né refsingu að nýju í sakamáli innan lögsögu sama ríkis fyrir brot sem hann hefur þegar verið sýknaður af eða sakfelldur um með lokadómi samkvæmt lögum og sakamálaréttarfari sama ríkis. Í greinargerð Bjarnfreðs er jafnframt bent á að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi í málum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssyni, Ragnars Þórissonar og Bjarna Ármannssonar, slegið því föstu að álagsbeiting ríkisskattstjóra teljist refsing og að slík refsing teljist í eðli sínu sakamál í skilningi samningviðauka Mannréttindasáttmála Evrópu. Bjarnfreður segir brotin sem Sigur Rósar-menn séu ákærðir fyrir séu sömu brot og þeir hafi þegar sætt refsingu fyrir í formi álagsbeitingar. Þá sé einnig um endurtekna málsmeðferð að ræða. Meint skattsvik liðsmanna Sigur Rósar og endurskoðanda Jóns Þórs Birgissonar, söngvara, nema alls um 150 milljónum króna. Auk þess eru Jón Þór og endurskoðandinn, Gunnar Þór Ásgeirsson, ákærðir fyrir að hafa komið félagið í eigu Jóns Þórs undan greiðslu tekjuskatts upp á 146 milljónir króna. Meðlimir Sigur Rósar neituðu allir sök við þingfestingu málsins í héraðsdómi í byrjun apríl. Áður höfðu liðsmenn sveitarinnar sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir hörmuðu það mjög að embætti héraðssaksóknara hefði ákveðið að ákæra þá. Dómsmál Sigur Rós Skattamál Sigur Rósar Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Sjá meira
Lögmaður meðlima Sigur Rósar hefur lagt fram greinargerð fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem hann fer fram á frávísun á ákæru embættis héraðssaksóknara gegn þeim. Bjarnfreður Ólafsson, lögmaður fjórmenninganna, byggir frávísunarkröfu sína á því að fjórmenningunum hafi þegar verið gerð refsing vegna þeirra brota sem þeir eru ákærðir fyrir. Ríkisskattstjóri hafði tilkynnt fjórmenningunum um fyrirhugaða endurákvörðun á opinberum gjöldum þeirra vegna tekjuáranna 2010 til 2014 í september árið 2018. Með úrskurði í desember 2018 gerði ríkisskattstjóri breytingar á opinberum gjöldum þeirra sem þeir ákváðu að una og voru ekki kærðir til yfirskattanefndar. Nýtti ríkisskattstjóri heimild til að gera þeim refsingu með því að bæta álagi ofan á vanframtalinn stofn til tekjuskatts og útsvars fyrir árin sem um ræðir. Samtals greiddu Sigur Rósar-menn 76,5 milljónir króna í álag en það skiptist svona: Jón Þór Birgisson 18,3 milljónir króna Georg Hólm 23,4 milljónir Kjartan Sveinsson 10,5 milljónir Orri Páll Dýrason 24,3 milljónir króna Kjartan hætti í Sigur Rós árið 2013 en Orri Páll hætti í fyrra. Bjarnfreður bendir á að með því að sækja mál á hendur meðlimum Sigur Rósar sé í raun verið að gera það í annað sinn sem er brot gegn Mannréttindasáttmála Evrópu en samkvæmt fjórðu grein sjöunda viðauka hans skal enginn sæta lögsókn né refsingu að nýju í sakamáli innan lögsögu sama ríkis fyrir brot sem hann hefur þegar verið sýknaður af eða sakfelldur um með lokadómi samkvæmt lögum og sakamálaréttarfari sama ríkis. Í greinargerð Bjarnfreðs er jafnframt bent á að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi í málum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssyni, Ragnars Þórissonar og Bjarna Ármannssonar, slegið því föstu að álagsbeiting ríkisskattstjóra teljist refsing og að slík refsing teljist í eðli sínu sakamál í skilningi samningviðauka Mannréttindasáttmála Evrópu. Bjarnfreður segir brotin sem Sigur Rósar-menn séu ákærðir fyrir séu sömu brot og þeir hafi þegar sætt refsingu fyrir í formi álagsbeitingar. Þá sé einnig um endurtekna málsmeðferð að ræða. Meint skattsvik liðsmanna Sigur Rósar og endurskoðanda Jóns Þórs Birgissonar, söngvara, nema alls um 150 milljónum króna. Auk þess eru Jón Þór og endurskoðandinn, Gunnar Þór Ásgeirsson, ákærðir fyrir að hafa komið félagið í eigu Jóns Þórs undan greiðslu tekjuskatts upp á 146 milljónir króna. Meðlimir Sigur Rósar neituðu allir sök við þingfestingu málsins í héraðsdómi í byrjun apríl. Áður höfðu liðsmenn sveitarinnar sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir hörmuðu það mjög að embætti héraðssaksóknara hefði ákveðið að ákæra þá.
Dómsmál Sigur Rós Skattamál Sigur Rósar Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Sjá meira