Skjátími er ekki bara skjátími Salvör Nordal skrifar 23. maí 2019 07:00 Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið um notkun barna á skjátækjum. Embætti umboðsmanns barna hefur ítrekað fengið fyrirspurnir um skjánotkun barna og mögulegar takmarkanir á henni en ákall hefur verið frá fagfólki og foreldrum um setningu viðmiða um skjánotkun og skjátíma barna. Á læknadögum 2018 var skjánotkun barna og unglinga meðal umfjöllunarefna en umboðsmaður barna tók þátt í þeirri umræðu. Samkvæmt lögum um umboðsmann barna er honum ætlað að hafa frumkvæði að stefnumarkandi umræðu um málefni barna. Eftir læknadaga kallaði umboðsmaður barna saman ýmsa sérfræðinga með það að markmiði að mynda faghóp um setningu viðmiða um skjánotkun barna. Mikill áhugi var innan hópsins sem fundaði reglulega á starfstímanum og var það niðurstaða hópsins að miða ekki við tímatakmarkanir á skjánotkun enda sýna rannsóknir að það sem gert er í skjátækjum skiptir meira máli en tímalengdin. Líkt og fullorðnir nota börn skjátæki sín á margvíslegan og uppbyggilegan hátt eins og til að semja tónlist, búa til stuttmyndir, eiga í samskiptum við vini og félaga, sækja sér fræðslu um eigin réttindi og ýmiss konar upplýsingar fyrir nám og daglegt líf. Viðmiðin voru kynnt í síðasta mánuði og taka þau mið af mismunandi aldursskeiðum barna. Viðmiðin má finna á heimasíðunni www.heilsuvera.is og á heimasíðu umboðsmanns barna, www.barn.is, en að þeim standa Embætti landlæknis, umboðsmaður barna, Barnaheill, Heilsugæslan, Heimili og skóli og SAFT. Í umræddum viðmiðum er byggt á nýjustu rannsóknum og ályktunum sérfræðinga á þessu sviði. Áhersla er lögð á að skjátími bitni ekki á grunnþörfum barna eins og heilbrigðu líferni, samveru við foreldra, nægum svefni og félagslegum samskiptum. Þá er mælt með því að foreldrar og börn setji sér eigin reglur um skjátíma á heimilum. Foreldrar eru fyrirmyndir og því afar mikilvægt að þeir hugi jafnframt að eigin skjánotkun. Bandarísku barnalæknasamtökin hafa gefið út stefnuyfirlýsingu þar sem lögð er áhersla á mikilvægi þess að börn taki þátt í tómstundum og hreyfingu, fái nægan svefn og að foreldrar og börn fái fræðslu um skjánotkun. Þá voru nýlega sett fram viðmið í Bretlandi um skjánotkun barna og unglinga af „The Royal College of Paediatrics and Child Health“, sem sér um þjálfun sérfræðinga í barnalækningum, án viðmiða um tímalengd skjánotkunar, en ekki er talið fullsannað að mikil notkun skjátækja sé börnum skaðleg. Þess í stað var farin sú leið að aðstoða fjölskyldur við að móta sér eigin reglur um skjánotkun með áherslu á grunnþarfir barna eins og svefn, næringu og samverustundir fjölskyldu. Umboðsmaður barna bindur vonir við að umrædd skjáviðmið nýtist sem flestum foreldrum við að eiga samtal við börn um uppbyggilega notkun skjátækja á heimilum.Höfundur er umboðsmaður barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Salvör Nordal Tækni Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið um notkun barna á skjátækjum. Embætti umboðsmanns barna hefur ítrekað fengið fyrirspurnir um skjánotkun barna og mögulegar takmarkanir á henni en ákall hefur verið frá fagfólki og foreldrum um setningu viðmiða um skjánotkun og skjátíma barna. Á læknadögum 2018 var skjánotkun barna og unglinga meðal umfjöllunarefna en umboðsmaður barna tók þátt í þeirri umræðu. Samkvæmt lögum um umboðsmann barna er honum ætlað að hafa frumkvæði að stefnumarkandi umræðu um málefni barna. Eftir læknadaga kallaði umboðsmaður barna saman ýmsa sérfræðinga með það að markmiði að mynda faghóp um setningu viðmiða um skjánotkun barna. Mikill áhugi var innan hópsins sem fundaði reglulega á starfstímanum og var það niðurstaða hópsins að miða ekki við tímatakmarkanir á skjánotkun enda sýna rannsóknir að það sem gert er í skjátækjum skiptir meira máli en tímalengdin. Líkt og fullorðnir nota börn skjátæki sín á margvíslegan og uppbyggilegan hátt eins og til að semja tónlist, búa til stuttmyndir, eiga í samskiptum við vini og félaga, sækja sér fræðslu um eigin réttindi og ýmiss konar upplýsingar fyrir nám og daglegt líf. Viðmiðin voru kynnt í síðasta mánuði og taka þau mið af mismunandi aldursskeiðum barna. Viðmiðin má finna á heimasíðunni www.heilsuvera.is og á heimasíðu umboðsmanns barna, www.barn.is, en að þeim standa Embætti landlæknis, umboðsmaður barna, Barnaheill, Heilsugæslan, Heimili og skóli og SAFT. Í umræddum viðmiðum er byggt á nýjustu rannsóknum og ályktunum sérfræðinga á þessu sviði. Áhersla er lögð á að skjátími bitni ekki á grunnþörfum barna eins og heilbrigðu líferni, samveru við foreldra, nægum svefni og félagslegum samskiptum. Þá er mælt með því að foreldrar og börn setji sér eigin reglur um skjátíma á heimilum. Foreldrar eru fyrirmyndir og því afar mikilvægt að þeir hugi jafnframt að eigin skjánotkun. Bandarísku barnalæknasamtökin hafa gefið út stefnuyfirlýsingu þar sem lögð er áhersla á mikilvægi þess að börn taki þátt í tómstundum og hreyfingu, fái nægan svefn og að foreldrar og börn fái fræðslu um skjánotkun. Þá voru nýlega sett fram viðmið í Bretlandi um skjánotkun barna og unglinga af „The Royal College of Paediatrics and Child Health“, sem sér um þjálfun sérfræðinga í barnalækningum, án viðmiða um tímalengd skjánotkunar, en ekki er talið fullsannað að mikil notkun skjátækja sé börnum skaðleg. Þess í stað var farin sú leið að aðstoða fjölskyldur við að móta sér eigin reglur um skjánotkun með áherslu á grunnþarfir barna eins og svefn, næringu og samverustundir fjölskyldu. Umboðsmaður barna bindur vonir við að umrædd skjáviðmið nýtist sem flestum foreldrum við að eiga samtal við börn um uppbyggilega notkun skjátækja á heimilum.Höfundur er umboðsmaður barna.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun