Helgi Magnússon, fjárfestir og fyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins og Lífeyrissjóðs verslunarmanna, hefur bætt við sig í Kviku banka með kaupum á ríflega 0,8 prósenta hlut í fjárfestingarbankanum fyrir um 170 milljónir króna.
Eftir kaupin fer eignarhaldsfélag Helga, Hofgarðar, með tæplega tveggja prósenta hlut í Kviku, samkvæmt nýjum lista yfir stærstu hluthafa fjárfestingarbankans, en hluturinn er metinn á um 420 milljónir króna miðað við núverandi gengi hlutabréfa í bankanum. Eins og greint hefur verið frá í Markaðinum komust Hofgarðar í hóp stærstu hluthafa Kviku banka í liðnum mánuði en félagið hélt þá á liðlega 1,1 prósents hlut í bankanum.
Þá hefur Vátryggingafélag Íslands haldið áfram að minnka við sig í Kviku en tryggingafélagið hefur selt samanlagt um eins prósents hlut í bankanum í mánuðinum. Fer félagið nú með 5,5 prósenta hlut í Kviku að virði um 1.180 milljónir króna.
Með tveggja prósenta hlut í Kviku
Kristinn Ingi Jónsson skrifar

Mest lesið


Þau vilja stýra ÁTVR
Viðskipti innlent

Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld
Viðskipti innlent

Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent
Viðskipti innlent

Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla
Viðskipti erlent

Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent

Ráðinn forstjóri Arctic Fish
Viðskipti innlent

Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið
Viðskipti innlent

Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik
Viðskipti innlent

Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent