Hæstiréttur samþykkir beiðni Atla Más um að taka málið fyrir Birgir Olgeirsson skrifar 21. maí 2019 16:23 Atli Már Gylfason mætti í héraðsdóm í fyrra, klæddur í bol sem vísaði til hvarfs Friðriks Kristjánssonar. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur samþykkt umsókn blaðamannsins Atla Más Gylfasonar um að fá að áfrýja dómi Landsréttar þar sem Atli var dæmdur til að greiða Guðmundi Spartakusi Ómarssyni 1,2 milljónir króna í miskabætur fyrir ummæli sem birtust í umfjöllun Atla í Stundinni. Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Atla, segir í samtali við Vísi að Hæstiréttur hafi samþykkt þessa umsókn á þeirri forsendu að málið hafi fordæmisgildi fyrir möguleika blaðamanna til að fjalla um rannsókn sakamála og byggja á frásögn ónafngreindra heimildarmanna. Guðmundur krafðist þess að ummælin sem voru viðhöfð um hann yrðu ómerkt en með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur var Atli Már sýknaður af kröfum Guðmundar með vísan til þess að Atli Már hefði ekki vegið svo að æru Guðmundar að hann hefði farið út fyrir leyfileg mörk tjáning. Landsréttur kvað aftur á móti upp úr um það í mars að með hluta umfjöllunar sinnar hefði Atli Már borið Guðmund sökum um „alvarlegan og svívirðilegan glæp“ sem varði að lögum ævilöngu fangelsi. Guðmundur hefði ekki verið kærður fyrir hið ætlaða brot. Greinin sem um ræðir fjallar um hvarf Friðriks Kristjánssonar en hún birtist 1. desember árið 2016 á Stundinni. Guðmundur fór fram á ómerkingu 30 ummæla en Landsréttur féllst á að dæma 23 þeirra dauð og ómerkt vegna þess að hin sjö væru að inntaki endursögn á ummælum sem birtust í öðrum fjölmiðlum. Í dómi Landsréttar segir að engin gögn eða upplýsingar í málinu styddu fullyrðingar Atla Más heldur væri eingöngu vísað til nafnlauss heimildarmanns. Guðmundur ætti ekki að þurfa að þola slíkar órökstuddar ásakanir að því er segir í dómi Landsréttar. Dómsmál Hvarf Friðriks Kristjánssonar Tengdar fréttir Atli Már tapaði í Landsrétti og þarf að greiða rúma milljón í miskabætur Atli Már Gylfason, blaðamaður, var í Landsrétt í dag dæmdur til að greiða Guðmundi Spartakusi Ómarssyni 1,2 milljónir króna í miskabætur fyrir ummæli sem birtust í umfjöllun Atla í Stundinni. 22. mars 2019 16:56 Þvertekur fyrir tengsl við fíkniefnaheiminn og segist ekki þekkja Svedda tönn Guðmundur Spartakus segist byggja brunna og setja upp girðingastaura í Paragvæ. 28. febrúar 2019 10:19 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Hæstiréttur hefur samþykkt umsókn blaðamannsins Atla Más Gylfasonar um að fá að áfrýja dómi Landsréttar þar sem Atli var dæmdur til að greiða Guðmundi Spartakusi Ómarssyni 1,2 milljónir króna í miskabætur fyrir ummæli sem birtust í umfjöllun Atla í Stundinni. Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Atla, segir í samtali við Vísi að Hæstiréttur hafi samþykkt þessa umsókn á þeirri forsendu að málið hafi fordæmisgildi fyrir möguleika blaðamanna til að fjalla um rannsókn sakamála og byggja á frásögn ónafngreindra heimildarmanna. Guðmundur krafðist þess að ummælin sem voru viðhöfð um hann yrðu ómerkt en með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur var Atli Már sýknaður af kröfum Guðmundar með vísan til þess að Atli Már hefði ekki vegið svo að æru Guðmundar að hann hefði farið út fyrir leyfileg mörk tjáning. Landsréttur kvað aftur á móti upp úr um það í mars að með hluta umfjöllunar sinnar hefði Atli Már borið Guðmund sökum um „alvarlegan og svívirðilegan glæp“ sem varði að lögum ævilöngu fangelsi. Guðmundur hefði ekki verið kærður fyrir hið ætlaða brot. Greinin sem um ræðir fjallar um hvarf Friðriks Kristjánssonar en hún birtist 1. desember árið 2016 á Stundinni. Guðmundur fór fram á ómerkingu 30 ummæla en Landsréttur féllst á að dæma 23 þeirra dauð og ómerkt vegna þess að hin sjö væru að inntaki endursögn á ummælum sem birtust í öðrum fjölmiðlum. Í dómi Landsréttar segir að engin gögn eða upplýsingar í málinu styddu fullyrðingar Atla Más heldur væri eingöngu vísað til nafnlauss heimildarmanns. Guðmundur ætti ekki að þurfa að þola slíkar órökstuddar ásakanir að því er segir í dómi Landsréttar.
Dómsmál Hvarf Friðriks Kristjánssonar Tengdar fréttir Atli Már tapaði í Landsrétti og þarf að greiða rúma milljón í miskabætur Atli Már Gylfason, blaðamaður, var í Landsrétt í dag dæmdur til að greiða Guðmundi Spartakusi Ómarssyni 1,2 milljónir króna í miskabætur fyrir ummæli sem birtust í umfjöllun Atla í Stundinni. 22. mars 2019 16:56 Þvertekur fyrir tengsl við fíkniefnaheiminn og segist ekki þekkja Svedda tönn Guðmundur Spartakus segist byggja brunna og setja upp girðingastaura í Paragvæ. 28. febrúar 2019 10:19 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Atli Már tapaði í Landsrétti og þarf að greiða rúma milljón í miskabætur Atli Már Gylfason, blaðamaður, var í Landsrétt í dag dæmdur til að greiða Guðmundi Spartakusi Ómarssyni 1,2 milljónir króna í miskabætur fyrir ummæli sem birtust í umfjöllun Atla í Stundinni. 22. mars 2019 16:56
Þvertekur fyrir tengsl við fíkniefnaheiminn og segist ekki þekkja Svedda tönn Guðmundur Spartakus segist byggja brunna og setja upp girðingastaura í Paragvæ. 28. febrúar 2019 10:19