Google takmarkar aðgang Huawei að Android Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. maí 2019 06:46 Bás Huawei á tæknisýningu sem fram fór í Kína á dögunum. Getty/Zhang Peng Tæknirisinn Google, sem meðal annars framleiðir Android stýrikerfið sem stjórnar flestum farsímum heimsins, hefur ákveðið að verða við skipun Bandaríkjaforseta um að stunda ekki viðskipti við Huawei, stærsta farsímaframleiðanda Kína, nema með sérstöku leyfi frá Bandaríkjastjórn. Þetta þýðir að Huawei-síma verður ekki hægt að uppfæra og aðgangur að ýmsum smáforritum í símana tapast. Til að mynda er áætlað að ekki verði hægt að nota YouTube eða Google Maps eftir ákvörðunina. Þá er útlit fyrir að Huawei símar verði einfaldlega ekki með Android stýrikerfið þegar það verður uppfært í heild sinni á næsta ári. Huawei mun þó áfram geta notast við þá útgáfu Android sem er opin öllum (e. open source licence), en Google mun þó ekki reiða fram neina tæknilega aðstoð. Örgjörvaframleiðendur á borð við Qualcomm, Xilinix og Broadcom hafa tjáð starfsmönnum sínum að þau muni ekki versla frekar við Huawei, þangað til annað er tekið fram, ef marka má fréttir Bloomberg af málinu.Sjá einnig: Hóta hefndum vegna Huawei-bannsRichard Wu, yfirmaður neytendamála hjá Huawei, sagði í samtali við Die Welt í mars að félagið væri reiðubúið, færi svo að það gæti ekki lengur notast við bandarískan hugbunað. „Við erum búin að hanna okkar eigin stýrikerfi. Komi einhvern tímann til þess að við getum ekki notast við þessi [bandarísku] kerfi þá erum við tilbúin.“ Framkvæmdastjóri Huawei tók í sama streng í viðtali um helgina. Félaginu myndi vegna „vel“ án bandarískra íhluta. Hvíslað hefur verið um það í tæknigeiranum síðustu mánuði að Huawei hafi sankað að sér örgjörvum og öðrum bandarískum íhlutum, færi svo að steinn yrði lagður í götu félagsins. Ætla má að ekki verði undið ofan af þessari stöðu nema Kínverjar og Bandaríkjamanna grafi stríðöxina, en þeir berjast nú hatrammt á viðskiptasviðinu og keppast við að hækka innflutningstolla á vörur hvers annars. Donald Trump Google Huawei Kína Tengdar fréttir Viðskiptastríðið getur komið niður á hagkerfi heimsins Forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins varar við afleiðingum viðskiptastríðs Bandaríkjanna og Kína fyrir heimsbyggðina. 17. maí 2019 18:23 Trump bannar fyrirtækjum að nota erlenda fjarskiptatækni Tilskipun Trump virðist beint sérstaklega að Kínverjum og er nýjasta útspil hans í viðskiptastríði þeirra. 15. maí 2019 21:13 Hóta hefndum vegna Huawei-banns Bandaríkjaforseti mun setja bann við viðskiptum við kínverska tæknirisann Huawei með nýrri forsetatilskipun. Utanríkisráðuneyti Kína kveðst undirbúa gagnaðgerðir. 17. maí 2019 07:15 Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Tæknirisinn Google, sem meðal annars framleiðir Android stýrikerfið sem stjórnar flestum farsímum heimsins, hefur ákveðið að verða við skipun Bandaríkjaforseta um að stunda ekki viðskipti við Huawei, stærsta farsímaframleiðanda Kína, nema með sérstöku leyfi frá Bandaríkjastjórn. Þetta þýðir að Huawei-síma verður ekki hægt að uppfæra og aðgangur að ýmsum smáforritum í símana tapast. Til að mynda er áætlað að ekki verði hægt að nota YouTube eða Google Maps eftir ákvörðunina. Þá er útlit fyrir að Huawei símar verði einfaldlega ekki með Android stýrikerfið þegar það verður uppfært í heild sinni á næsta ári. Huawei mun þó áfram geta notast við þá útgáfu Android sem er opin öllum (e. open source licence), en Google mun þó ekki reiða fram neina tæknilega aðstoð. Örgjörvaframleiðendur á borð við Qualcomm, Xilinix og Broadcom hafa tjáð starfsmönnum sínum að þau muni ekki versla frekar við Huawei, þangað til annað er tekið fram, ef marka má fréttir Bloomberg af málinu.Sjá einnig: Hóta hefndum vegna Huawei-bannsRichard Wu, yfirmaður neytendamála hjá Huawei, sagði í samtali við Die Welt í mars að félagið væri reiðubúið, færi svo að það gæti ekki lengur notast við bandarískan hugbunað. „Við erum búin að hanna okkar eigin stýrikerfi. Komi einhvern tímann til þess að við getum ekki notast við þessi [bandarísku] kerfi þá erum við tilbúin.“ Framkvæmdastjóri Huawei tók í sama streng í viðtali um helgina. Félaginu myndi vegna „vel“ án bandarískra íhluta. Hvíslað hefur verið um það í tæknigeiranum síðustu mánuði að Huawei hafi sankað að sér örgjörvum og öðrum bandarískum íhlutum, færi svo að steinn yrði lagður í götu félagsins. Ætla má að ekki verði undið ofan af þessari stöðu nema Kínverjar og Bandaríkjamanna grafi stríðöxina, en þeir berjast nú hatrammt á viðskiptasviðinu og keppast við að hækka innflutningstolla á vörur hvers annars.
Donald Trump Google Huawei Kína Tengdar fréttir Viðskiptastríðið getur komið niður á hagkerfi heimsins Forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins varar við afleiðingum viðskiptastríðs Bandaríkjanna og Kína fyrir heimsbyggðina. 17. maí 2019 18:23 Trump bannar fyrirtækjum að nota erlenda fjarskiptatækni Tilskipun Trump virðist beint sérstaklega að Kínverjum og er nýjasta útspil hans í viðskiptastríði þeirra. 15. maí 2019 21:13 Hóta hefndum vegna Huawei-banns Bandaríkjaforseti mun setja bann við viðskiptum við kínverska tæknirisann Huawei með nýrri forsetatilskipun. Utanríkisráðuneyti Kína kveðst undirbúa gagnaðgerðir. 17. maí 2019 07:15 Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Viðskiptastríðið getur komið niður á hagkerfi heimsins Forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins varar við afleiðingum viðskiptastríðs Bandaríkjanna og Kína fyrir heimsbyggðina. 17. maí 2019 18:23
Trump bannar fyrirtækjum að nota erlenda fjarskiptatækni Tilskipun Trump virðist beint sérstaklega að Kínverjum og er nýjasta útspil hans í viðskiptastríði þeirra. 15. maí 2019 21:13
Hóta hefndum vegna Huawei-banns Bandaríkjaforseti mun setja bann við viðskiptum við kínverska tæknirisann Huawei með nýrri forsetatilskipun. Utanríkisráðuneyti Kína kveðst undirbúa gagnaðgerðir. 17. maí 2019 07:15