Sand og siðanefndin Guðmundur Steingrímsson skrifar 20. maí 2019 07:00 Að mínu siðferðislega fallvalta mati áttu tveir aðilar, Jon Ola Sand, framkvæmdastjóri Júróvisjón, og siðanefnd Alþingis, einstaklega slæma daga í síðustu viku. Hvorugur gerði gott mót. Bæði Jon Ola Sand og siðanefndin reyndu í vikunni að vera einhvers konar siðferðislegir áttavitar. Sussað var á annað fólk. Spurningarnar sem við það hafa vaknað eru í meira lagi bitastæðar. Ég hef rökstuddan grun um að siðanefnd Alþingis hafi með sínu áliti um tiltekið orðalag Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur náð að kippa grundvellinum svo til algjörlega undan eigin tilverurétti, ef hann var þá yfirleitt einhver. Orðalag siðanefndar sjálfrar um Þórhildi Sunnu má í raun nota um álit siðanefndarinnar líka. Álit hennar er „til þess fallið að kasta rýrð á Alþingi og skaða ímynd þess“. Hugsanlegt er að siðanefndin hafi misskilið hlutverk sitt og talið að hún ætti að storka fólki siðferðislega. Það er einmitt það sem hún hefur gert. Siðferðisleg álitamál blasa við sem aldrei fyrr.Steikt fyrirbrigði Siðanefnd einhverra þriggja einstaklinga er auðvitað svolítið steikt fyrirbrigði í sjálfu sér. Þarf úrskurð siðanefndar til að segja fólki að ummæli þingmannanna á Klausturbarnum hafi verið siðlaus? Sér það ekki hver maður? Eða ekki? Dæmir ekki hver fyrir sig? Er einhver að bíða eftir áliti siðanefndar, svo hann geti ákveðið sig? Átti Ágúst Ólafur að bíða eftir úrskurði siðanefndar áður en hann ákvað að axla ábyrgð á hegðun sinni og fara í áfengismeðferð? Hvaða tilgangi þjónar álit siðanefndar í siðuðu samfélagi þar sem fólk leitast við að taka sjálft siðferðislegar ákvarðanir? Mér sýnist niðurstaðan blasa við: Einungis í siðlausu samfélagi þarf siðanefnd. Í samfélagi þar sem enginn hefur siðferðisvitund, þar þarf nefnd. Og Ísland er sem betur fer ekki komið þangað. Alveg. Hið siðlega hjá siðanefndinni á þessum tímapunkti væri að leggja sig niður með rökstuddu áliti. Í máli Þórhildar Sunnu hefur siðanefndinni tekist að snúa málum á haus og einmitt tekist í sjálfu sér að sýna að siðir verða ekki afgreiddir af nefnd. Siðir eru þjóðfélagsins. Sjálfsagt var nefndin að vanda sig en veruleikinn blasir við. Ásmundur Friðriksson fékk of mikið af aksturspeningum. Slíkt hátterni er ekki til siðferðislegrar fyrirmyndar, finnst mörgum. Þingmönnum ber að sýna hófsemi þegar aðgangur að opinberu fé er annars vegar. Það að Þórhildur Sunna segist geta rökstutt þær grunsemdir sínar að Ásmundur hafi með þessu hátterni dregið sér fé, er ekki nema sjálfsagt. Það er Ásmundar að svara þeim grunsemdum, ekki siðanefndar. Geti hann það ekki — sem mér sýnist hann hafa átt í verulegum erfiðleikum með — þá verður hann að eiga það yfir höfði sér að verulegur fjöldi fólks telur að hann hafi vísvitandi rukkað til sín of mikið fé og að hann hafi ekki gert það óvart. Og þannig er það. Nefnd trompar ekki lýðræðið Í raun mætti halda því fram að tilvist siðanefndar Alþingis sé viss móðgun við lýðræðið og siðferðisvitund fólks almennt. Fólk kýs alþingismenn. Svo rammt kveður að lýðræðislegum rétti fólks til að velja þá aðila sem því sýnist, að jafnvel mætti ímynda sér að Flokkur siðlausra byði einhvern tímann fram. Hann hefði það á stefnuskrá sinni að rífa kjaft, fara með dylgjur og reyna með öllum brögðum að nýta sér glufur í kerfinu til að skara eld að eigin köku. Ef slíkur flokkur fengi mikið fylgi, á nákvæmlega þessum forsendum, þá hefur fólkið talað. Siðanefnd gæti í kjölfarið gefið út eitt álit á dag til fordæmingar á hegðun þessara fulltrúa, en álitin hefðu enga þýðingu. Nefndin trompar aldrei lýðræðið. Það er gagnvart kjósendum, en ekki nefndinni, sem þingmenn svara fyrir gjörðir sínar. Hvað Sand varðar Víkur þá sögunni að Sand. Ég vil meina að þessi alla jafna góðlegi maður hafi ekki gert gott mót í liðinni viku af svipuðum ástæðum og siðanefnd Alþingis. Hann sneri siðferði á haus. Af fréttum að dæma virðist Jon Ola Sand hafa haft verulegar áhyggjur af Hatara og leitast við að koma í veg fyrir að hljómsveitarmeðlimir sýndu heilbrigðan hug sinn til mannréttinda á þessari flugeldasýningu friðar og kærleika. Ef Sand hefur sterka siðferðisvitund, þá ætti hann að vera heima hjá sér núna að hugsa þetta: Hvað var ég að spá? Ætti ekki veröldin að vera frekar svona: Ef þjóð ætlar að fara með hernaði gegn annarri þjóð og varpa jafnvel sprengjum á börn, er þá hægt að bjóða listafólki með einhverja samvisku upp á það að grjóthalda kjafti og syngja bara um ást og frið í slíku landi? Hvorki Sand né siðanefnd getur fyrirskipað frið, ef friður ríkir ekki. Það verður ekki komist hjá gagnrýni, hefði Sand átt að segja við Ísrael. Og siðanefndin við Ásmund. Þið verðið að feisa gjörðir ykkar. Þannig er lífið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Skoðun Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Sjá meira
Að mínu siðferðislega fallvalta mati áttu tveir aðilar, Jon Ola Sand, framkvæmdastjóri Júróvisjón, og siðanefnd Alþingis, einstaklega slæma daga í síðustu viku. Hvorugur gerði gott mót. Bæði Jon Ola Sand og siðanefndin reyndu í vikunni að vera einhvers konar siðferðislegir áttavitar. Sussað var á annað fólk. Spurningarnar sem við það hafa vaknað eru í meira lagi bitastæðar. Ég hef rökstuddan grun um að siðanefnd Alþingis hafi með sínu áliti um tiltekið orðalag Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur náð að kippa grundvellinum svo til algjörlega undan eigin tilverurétti, ef hann var þá yfirleitt einhver. Orðalag siðanefndar sjálfrar um Þórhildi Sunnu má í raun nota um álit siðanefndarinnar líka. Álit hennar er „til þess fallið að kasta rýrð á Alþingi og skaða ímynd þess“. Hugsanlegt er að siðanefndin hafi misskilið hlutverk sitt og talið að hún ætti að storka fólki siðferðislega. Það er einmitt það sem hún hefur gert. Siðferðisleg álitamál blasa við sem aldrei fyrr.Steikt fyrirbrigði Siðanefnd einhverra þriggja einstaklinga er auðvitað svolítið steikt fyrirbrigði í sjálfu sér. Þarf úrskurð siðanefndar til að segja fólki að ummæli þingmannanna á Klausturbarnum hafi verið siðlaus? Sér það ekki hver maður? Eða ekki? Dæmir ekki hver fyrir sig? Er einhver að bíða eftir áliti siðanefndar, svo hann geti ákveðið sig? Átti Ágúst Ólafur að bíða eftir úrskurði siðanefndar áður en hann ákvað að axla ábyrgð á hegðun sinni og fara í áfengismeðferð? Hvaða tilgangi þjónar álit siðanefndar í siðuðu samfélagi þar sem fólk leitast við að taka sjálft siðferðislegar ákvarðanir? Mér sýnist niðurstaðan blasa við: Einungis í siðlausu samfélagi þarf siðanefnd. Í samfélagi þar sem enginn hefur siðferðisvitund, þar þarf nefnd. Og Ísland er sem betur fer ekki komið þangað. Alveg. Hið siðlega hjá siðanefndinni á þessum tímapunkti væri að leggja sig niður með rökstuddu áliti. Í máli Þórhildar Sunnu hefur siðanefndinni tekist að snúa málum á haus og einmitt tekist í sjálfu sér að sýna að siðir verða ekki afgreiddir af nefnd. Siðir eru þjóðfélagsins. Sjálfsagt var nefndin að vanda sig en veruleikinn blasir við. Ásmundur Friðriksson fékk of mikið af aksturspeningum. Slíkt hátterni er ekki til siðferðislegrar fyrirmyndar, finnst mörgum. Þingmönnum ber að sýna hófsemi þegar aðgangur að opinberu fé er annars vegar. Það að Þórhildur Sunna segist geta rökstutt þær grunsemdir sínar að Ásmundur hafi með þessu hátterni dregið sér fé, er ekki nema sjálfsagt. Það er Ásmundar að svara þeim grunsemdum, ekki siðanefndar. Geti hann það ekki — sem mér sýnist hann hafa átt í verulegum erfiðleikum með — þá verður hann að eiga það yfir höfði sér að verulegur fjöldi fólks telur að hann hafi vísvitandi rukkað til sín of mikið fé og að hann hafi ekki gert það óvart. Og þannig er það. Nefnd trompar ekki lýðræðið Í raun mætti halda því fram að tilvist siðanefndar Alþingis sé viss móðgun við lýðræðið og siðferðisvitund fólks almennt. Fólk kýs alþingismenn. Svo rammt kveður að lýðræðislegum rétti fólks til að velja þá aðila sem því sýnist, að jafnvel mætti ímynda sér að Flokkur siðlausra byði einhvern tímann fram. Hann hefði það á stefnuskrá sinni að rífa kjaft, fara með dylgjur og reyna með öllum brögðum að nýta sér glufur í kerfinu til að skara eld að eigin köku. Ef slíkur flokkur fengi mikið fylgi, á nákvæmlega þessum forsendum, þá hefur fólkið talað. Siðanefnd gæti í kjölfarið gefið út eitt álit á dag til fordæmingar á hegðun þessara fulltrúa, en álitin hefðu enga þýðingu. Nefndin trompar aldrei lýðræðið. Það er gagnvart kjósendum, en ekki nefndinni, sem þingmenn svara fyrir gjörðir sínar. Hvað Sand varðar Víkur þá sögunni að Sand. Ég vil meina að þessi alla jafna góðlegi maður hafi ekki gert gott mót í liðinni viku af svipuðum ástæðum og siðanefnd Alþingis. Hann sneri siðferði á haus. Af fréttum að dæma virðist Jon Ola Sand hafa haft verulegar áhyggjur af Hatara og leitast við að koma í veg fyrir að hljómsveitarmeðlimir sýndu heilbrigðan hug sinn til mannréttinda á þessari flugeldasýningu friðar og kærleika. Ef Sand hefur sterka siðferðisvitund, þá ætti hann að vera heima hjá sér núna að hugsa þetta: Hvað var ég að spá? Ætti ekki veröldin að vera frekar svona: Ef þjóð ætlar að fara með hernaði gegn annarri þjóð og varpa jafnvel sprengjum á börn, er þá hægt að bjóða listafólki með einhverja samvisku upp á það að grjóthalda kjafti og syngja bara um ást og frið í slíku landi? Hvorki Sand né siðanefnd getur fyrirskipað frið, ef friður ríkir ekki. Það verður ekki komist hjá gagnrýni, hefði Sand átt að segja við Ísrael. Og siðanefndin við Ásmund. Þið verðið að feisa gjörðir ykkar. Þannig er lífið.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun