Segir ríkisstjórnina hafa farið frjálslega með lög um opinber fjármál Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 31. maí 2019 10:02 Þorsteinn Víglundsson segir að endurskoðuð fjármálastefna ríkisstjórnarinnar byggi á of bjartsýnum efnahagsforsendum. „Núverandi ríkisstjórn hefur vissulega farið nokkuð frjálslega með lög um opinber fjármál til þessa en nú virðist vera komin upp sú nýbreytni að hér verði lögð fram fjármálastefna árlega,“ segir Þorsteinn Víglundsson á þingfundi í dag undir liðnum störf þingsins. Hann sagði ríkisstjórnina hafa skellt skollaeyrunum við aðvaranir fjölmargra sérfræðinga þegar hún lagði fram fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar við upphaf kjörtímabilsins. Fjármálastefnan hafi byggt á of bjartsýnum efnahagsforsendum og myndi ekki standast. „Ríkisstjórnin kaus að skella skollaeyrum við þeim aðvörunarorðum og hefur unnið eftir þeirri fjármálastefnu undanfarna fjórtán mánuði eða svo en sá nú knúna til að leggja fram nýja fjármálastefnu sem gerir ráð fyrir hallarekstri á ríkissjóði næstu fjögur árin.“ Bjarni Benediktsson, efnahags-og fjármálaráðherra, lagði fram endurskoðaða fjármálastefnu fyrir árin 2018-2022 á Alþingi í fyrradag. Í henni kemur fram að með breyttum horfum megi gera ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs dragist umtalsvert saman og gæti afkoman versnað um allt að 35 milljarða króna næstu tvö árin.Sjá nánar: Krafa gerð um aðhald í ríkisrekstri Þorsteinn segir að í ljósi þess að ríkisstjórnin hafi ákveðið að virða að vettugi aðvaranir sérfræðingar þegar hún lagði fram fjármálastefnu sína sé athyglisvert að gaumgæfa forsendur endurskoðaðrar fjármálastefnu því þar sé hið sama uppi á teningnum. „Hún gefur ekkert svigrúm til þess að forsendur í hagkerfinu kunni að vera heldur veikari en gert er ráð fyrir í núverandi hagspá hagstofunnar og það er athyglisvert sérstaklega með tilliti til þess að það er gert ráð fyrir umtalsverðum skelli í hagkerfinu á þessu ári en svo munum við halda áfram eins og ekkert hafi í skorist á því næsta og það er rétt að hafa í huga að ferðaþjónustan eða forsvarsmenn hennar hafa meðal annars bent á það að það sé ekkert í þeirra kortum sem bendir til þess að sú verði raunin.“ Það sé augljóst að ríkisstjórnin þurfi að gera ráð fyrir því að framundan kunni að vera brattari brekka en núverandi hagspá gerir ráð fyrir. „En það er kosið að skella skollaeyrum við því að nýju og halda áfram að þenja út ríkisútgjöld með fordæmalausum hætti. Það verður því spennandi að takast á við umræðu um enn nýja fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar að ári,“ segir Þorsteinn en hann var einn af þeim sem gekk hvað harðast fram í gagnrýni sinni á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar þegar hún var lögð fram við upphaf kjörtímabils. Hann hefur ítrekað haldið því fram að hún myndi ekki standast. Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Afkoma ríkisins gæti versnað um 35 milljarða án mótvægisaðgerða Fjármálaráðherra leggur fram endurskoðaða áætlun. 29. maí 2019 22:40 Fjármálaráð varar við mestu óvissuaðstæðum sem þjóðarbúið hefur búið við frá hruni Ekkert borð er fyrir báru í fjármálum hins opinbera og mjög lítið má út af bregða við mestu óvissuaðstæður sem þjóðarbúið hefur búið við frá hruni. Þetta kemur fram í umsögn fjármálaráðs við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2020-2024. 26. apríl 2019 18:30 Lök afkoma ríkissjóðs slæm tíðindi Segir endurskoðaða fjármálastefnu stjórnvalda kvikk fix. 30. maí 2019 19:47 Krafa gerð um aðhald í ríkisrekstri: „Þurfum að fara vel með hverja krónu“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram endurskoðaða fjármálastefnu fyrir árin 2018-2022 á Alþingi í gær. 30. maí 2019 12:05 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Fleiri fréttir Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Sjá meira
„Núverandi ríkisstjórn hefur vissulega farið nokkuð frjálslega með lög um opinber fjármál til þessa en nú virðist vera komin upp sú nýbreytni að hér verði lögð fram fjármálastefna árlega,“ segir Þorsteinn Víglundsson á þingfundi í dag undir liðnum störf þingsins. Hann sagði ríkisstjórnina hafa skellt skollaeyrunum við aðvaranir fjölmargra sérfræðinga þegar hún lagði fram fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar við upphaf kjörtímabilsins. Fjármálastefnan hafi byggt á of bjartsýnum efnahagsforsendum og myndi ekki standast. „Ríkisstjórnin kaus að skella skollaeyrum við þeim aðvörunarorðum og hefur unnið eftir þeirri fjármálastefnu undanfarna fjórtán mánuði eða svo en sá nú knúna til að leggja fram nýja fjármálastefnu sem gerir ráð fyrir hallarekstri á ríkissjóði næstu fjögur árin.“ Bjarni Benediktsson, efnahags-og fjármálaráðherra, lagði fram endurskoðaða fjármálastefnu fyrir árin 2018-2022 á Alþingi í fyrradag. Í henni kemur fram að með breyttum horfum megi gera ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs dragist umtalsvert saman og gæti afkoman versnað um allt að 35 milljarða króna næstu tvö árin.Sjá nánar: Krafa gerð um aðhald í ríkisrekstri Þorsteinn segir að í ljósi þess að ríkisstjórnin hafi ákveðið að virða að vettugi aðvaranir sérfræðingar þegar hún lagði fram fjármálastefnu sína sé athyglisvert að gaumgæfa forsendur endurskoðaðrar fjármálastefnu því þar sé hið sama uppi á teningnum. „Hún gefur ekkert svigrúm til þess að forsendur í hagkerfinu kunni að vera heldur veikari en gert er ráð fyrir í núverandi hagspá hagstofunnar og það er athyglisvert sérstaklega með tilliti til þess að það er gert ráð fyrir umtalsverðum skelli í hagkerfinu á þessu ári en svo munum við halda áfram eins og ekkert hafi í skorist á því næsta og það er rétt að hafa í huga að ferðaþjónustan eða forsvarsmenn hennar hafa meðal annars bent á það að það sé ekkert í þeirra kortum sem bendir til þess að sú verði raunin.“ Það sé augljóst að ríkisstjórnin þurfi að gera ráð fyrir því að framundan kunni að vera brattari brekka en núverandi hagspá gerir ráð fyrir. „En það er kosið að skella skollaeyrum við því að nýju og halda áfram að þenja út ríkisútgjöld með fordæmalausum hætti. Það verður því spennandi að takast á við umræðu um enn nýja fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar að ári,“ segir Þorsteinn en hann var einn af þeim sem gekk hvað harðast fram í gagnrýni sinni á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar þegar hún var lögð fram við upphaf kjörtímabils. Hann hefur ítrekað haldið því fram að hún myndi ekki standast.
Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Afkoma ríkisins gæti versnað um 35 milljarða án mótvægisaðgerða Fjármálaráðherra leggur fram endurskoðaða áætlun. 29. maí 2019 22:40 Fjármálaráð varar við mestu óvissuaðstæðum sem þjóðarbúið hefur búið við frá hruni Ekkert borð er fyrir báru í fjármálum hins opinbera og mjög lítið má út af bregða við mestu óvissuaðstæður sem þjóðarbúið hefur búið við frá hruni. Þetta kemur fram í umsögn fjármálaráðs við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2020-2024. 26. apríl 2019 18:30 Lök afkoma ríkissjóðs slæm tíðindi Segir endurskoðaða fjármálastefnu stjórnvalda kvikk fix. 30. maí 2019 19:47 Krafa gerð um aðhald í ríkisrekstri: „Þurfum að fara vel með hverja krónu“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram endurskoðaða fjármálastefnu fyrir árin 2018-2022 á Alþingi í gær. 30. maí 2019 12:05 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Fleiri fréttir Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Sjá meira
Afkoma ríkisins gæti versnað um 35 milljarða án mótvægisaðgerða Fjármálaráðherra leggur fram endurskoðaða áætlun. 29. maí 2019 22:40
Fjármálaráð varar við mestu óvissuaðstæðum sem þjóðarbúið hefur búið við frá hruni Ekkert borð er fyrir báru í fjármálum hins opinbera og mjög lítið má út af bregða við mestu óvissuaðstæður sem þjóðarbúið hefur búið við frá hruni. Þetta kemur fram í umsögn fjármálaráðs við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2020-2024. 26. apríl 2019 18:30
Lök afkoma ríkissjóðs slæm tíðindi Segir endurskoðaða fjármálastefnu stjórnvalda kvikk fix. 30. maí 2019 19:47
Krafa gerð um aðhald í ríkisrekstri: „Þurfum að fara vel með hverja krónu“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram endurskoðaða fjármálastefnu fyrir árin 2018-2022 á Alþingi í gær. 30. maí 2019 12:05