Þýskaland telst líklegt til afreka á HM kvenna og þær unnu 1-0 sigur á Kína í fyrsta leik liðanna er þau mættust á Roazhon leikvanginum í Rennes.
Markalaust var í hálfleik og fyrsta og eina mark leiksins kom á 66. mínútu. Þá skoraði Giulia Gwinn en hún spilar með Freiburg í heimalandinu.
Þjóðverjarnir eru því komnir með þrjú stig en Kína ekkert. Í sama riðli eru Spánn og Suður-Afríka en þau mætast síðar í dag.
Þýskaland mætir Spáni á miðvikudaginn en Kína og Suður-Afríka spilar á fimmtudaginn.
Þolinmæðisverk hjá Þýskalandi
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann
Íslenski boltinn


„Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“
Körfubolti

Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni
Íslenski boltinn

Mark snemma leiks gerði gæfumuninn
Fótbolti

Valur í kjörstöðu gegn ÍR
Handbolti

Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni
Körfubolti

Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi
Íslenski boltinn