Samspil óvina Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 8. júní 2019 17:15 West-Eastern Divan er sinfóníuhljómsveit ungmenna af ólíkum uppruna sem stjórnandinn Daniel Barenboim stofnaði til að sanna að ungt fólk frá Ísrael og Arabalöndum geti sameinast um góð verk. Hugsjónin var að skapa skilning milli þjóða sem lengi hafa eldað grátt silfur. Ungt hæfileikafólk fyrir botni Miðjarðarhafsins dreymir um að komast í hljómsveitina, sem nýtur mikillar viðurkenningar í heimi tónlistarinnar. Ungmennin sjá þar fyrirmyndir, sem þau vilja fylgja. Engum datt í hug, ekki einu sinni Barenboim sjálfum, að honum tækist að stilla til friðar með uppátækinu, sem alls ekki féll í góðan jarðveg hjá harðlínumönnum. En hvað sem því líður, Barenboim hefur tekist að sanna að „svarnir óvinir“ geta lyft grettistaki með því að stilla saman strengi ef hugarfarið er rétt. Og víst er að hljómsveitin hefur haft góð áhrif á eitrað andrúmsloftið. Hún er orðin tákn hins mögulega hjá stórum hópum. Góðar og áberandi fyrirmyndir valda straumhvörfum víðar, ekki síst í íþróttum. Mörgum þykir fótboltaheimurinn tákn um fjáraustur, óhóf og öfgafulla stjörnudýrkun – en um leið er hann órækur vitnisburður um heillandi samstarf fólks af ólíkum uppruna. Dæmi er um stjörnulið í sterkustu deildum með byrjunarlið af 11 þjóðernum. Börn og unglingar upplifa það sem sjálfsagðan hlut og hætta að velta fyrir sér kynþætti eða uppruna líkt og fyrri kynslóðir gerðu. Þetta breytir viðhorfum. Egyptinn Mo Salah, hin geðþekka fótboltahetja Liverpool, er múslimi líkt og flestir landar hans. Stórir hópar við Merseyside hafa litið múslima hornauga. Nú er það breytt. Könnun Stanford-háskóla sýnir að óvild í garð múslima hefur snarminnkað á örfáum misserum. Viðhorfsbreytingin er rakin til afreka þessa frábæra boltasnillings og ljúfmannlegrar framkomu hans innan vallar og utan. Hann hefur unnið hug og hjörtu fólksins, sýnt og sannað að múslimar eru ágætir, líkt og annað fólk. Þetta er ekkert nýtt. Fyrir aldarfjórðungi eða svo fór þríeykið Gullit, Rijkard og Van Basten fyrir dáðu hollensku landsliði. Þá var útlendingaótti útbreiddari en núna. Félagsvísindamenn fundu út að fátt átti ríkari þátt í viðhorfsbreytingum en stjörnurnar þrjár. Flennistórar myndir af þeim prýddu veggi barnaherbergja og máðu úr huga æskunnar efasemdir um að einn væri öðrum fremri – tveir þeldökkir úr Karíbahafinu og einn evrópskur mann fram af manni. Hliðstæðar sögur er að finna frá mörgum löndum. Listir og íþróttir færa okkur daglega heim sanninn um að fólk af ólíkum uppruna með mismunandi húðlit, trú og menningu, getur unnið saman afrek ef viljinn er fyrir hendi. Þótt háleit hugsjón Barenboim leysi ekki allan vanda sannar hún að náin kynni „óvinanna“ slá á útbreidda hleypidóma, en uppræta þá því miður ekki á augabragði. En dropinn holar steininn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
West-Eastern Divan er sinfóníuhljómsveit ungmenna af ólíkum uppruna sem stjórnandinn Daniel Barenboim stofnaði til að sanna að ungt fólk frá Ísrael og Arabalöndum geti sameinast um góð verk. Hugsjónin var að skapa skilning milli þjóða sem lengi hafa eldað grátt silfur. Ungt hæfileikafólk fyrir botni Miðjarðarhafsins dreymir um að komast í hljómsveitina, sem nýtur mikillar viðurkenningar í heimi tónlistarinnar. Ungmennin sjá þar fyrirmyndir, sem þau vilja fylgja. Engum datt í hug, ekki einu sinni Barenboim sjálfum, að honum tækist að stilla til friðar með uppátækinu, sem alls ekki féll í góðan jarðveg hjá harðlínumönnum. En hvað sem því líður, Barenboim hefur tekist að sanna að „svarnir óvinir“ geta lyft grettistaki með því að stilla saman strengi ef hugarfarið er rétt. Og víst er að hljómsveitin hefur haft góð áhrif á eitrað andrúmsloftið. Hún er orðin tákn hins mögulega hjá stórum hópum. Góðar og áberandi fyrirmyndir valda straumhvörfum víðar, ekki síst í íþróttum. Mörgum þykir fótboltaheimurinn tákn um fjáraustur, óhóf og öfgafulla stjörnudýrkun – en um leið er hann órækur vitnisburður um heillandi samstarf fólks af ólíkum uppruna. Dæmi er um stjörnulið í sterkustu deildum með byrjunarlið af 11 þjóðernum. Börn og unglingar upplifa það sem sjálfsagðan hlut og hætta að velta fyrir sér kynþætti eða uppruna líkt og fyrri kynslóðir gerðu. Þetta breytir viðhorfum. Egyptinn Mo Salah, hin geðþekka fótboltahetja Liverpool, er múslimi líkt og flestir landar hans. Stórir hópar við Merseyside hafa litið múslima hornauga. Nú er það breytt. Könnun Stanford-háskóla sýnir að óvild í garð múslima hefur snarminnkað á örfáum misserum. Viðhorfsbreytingin er rakin til afreka þessa frábæra boltasnillings og ljúfmannlegrar framkomu hans innan vallar og utan. Hann hefur unnið hug og hjörtu fólksins, sýnt og sannað að múslimar eru ágætir, líkt og annað fólk. Þetta er ekkert nýtt. Fyrir aldarfjórðungi eða svo fór þríeykið Gullit, Rijkard og Van Basten fyrir dáðu hollensku landsliði. Þá var útlendingaótti útbreiddari en núna. Félagsvísindamenn fundu út að fátt átti ríkari þátt í viðhorfsbreytingum en stjörnurnar þrjár. Flennistórar myndir af þeim prýddu veggi barnaherbergja og máðu úr huga æskunnar efasemdir um að einn væri öðrum fremri – tveir þeldökkir úr Karíbahafinu og einn evrópskur mann fram af manni. Hliðstæðar sögur er að finna frá mörgum löndum. Listir og íþróttir færa okkur daglega heim sanninn um að fólk af ólíkum uppruna með mismunandi húðlit, trú og menningu, getur unnið saman afrek ef viljinn er fyrir hendi. Þótt háleit hugsjón Barenboim leysi ekki allan vanda sannar hún að náin kynni „óvinanna“ slá á útbreidda hleypidóma, en uppræta þá því miður ekki á augabragði. En dropinn holar steininn.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun