Gestgjafarnir í Frakklandi mæta Suður-Kóreú á Parc des Princes í kvöld og það er uppselt á leikinn. Það gerir það að verkum að tæplega 50 þúsund manns verða á vellinum í kvöld.
Ríkjandi meistarar, Bandaríkin, spila sinn fyrsta leik á þriðjudaginn er þeir mæta Taíland en Phil Neville og stelpurnar hans í Englandi mæta Skotlandi á sunnudaginn í Nice.
Sex riðlar eru á mótinu og eru fjögur lið í hverjum riðli en úrslitaleikurinn fer svo fram í júlí eftir sléttan mánuð. VARsjáin verður notuð í mótinu í fyrsta sinn.
Miðasala á mótið hefur gengið vel en alls hafa verið um 950 þúsund miðar seldir á mótið svo það nálgast milljón miða selda.
24 hours. #FIFAWWCpic.twitter.com/L0axXGOi6N
— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) June 6, 2019