Bað guð um að fyrirgefa sér í lögreglubílnum Kolbeinn Tumi Daðason og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 6. júní 2019 10:54 Tvennt lést í brunanum á Selfossi. Vísir/EgillA Vigfús Ólafsson, sem ákærður er fyrir manndráp með því að hafa valdið eldsvoða sem varð tveimur að bana á Selfossi í október í fyrra, viðurkenndi við aðalmeðferð málsins í dómsdal í morgun að hafa verið að fikta með eld í aðdraganda þess að kviknaði í. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari var fyrst til að spyrja Vigfús út í atburðinn afdrifaríka. Fresta þurfti þinghaldi um hálfa klukkustund í morgun þar sem Elva Marteinsdóttir, sem ákærð er fyrir að láta hjá líða að gera það sem í hennar valdi stóð til að afstýra eldsvoðanum, og verjandi hennar mættu of seint. Vigfús sagðist í héraðsdómi í morgun vera mikill drykkjumaður. Honum liði alltaf illa og drykki til að deyfa sig. Hann minnist þess ekki að hafa verið með Elvu eða parinu sem lést í húsinu umrætt kvöld. Parið hafi þó verið drykkjufélagar hans þótt sambandið þeirra á milli hafi ekki alltaf verið gott. Þeir karlarnir hafi ítrekað rifist og sakaði Vigfús þau um að hafa stolið frá sér. Elva hafi búið í húsinu með leyfi Vigfúsar. Samskipti þeirra þennan dag hafi hins vegar ekki verið góð.Frá vettvangi brunans.vísir/magnús hlynurBrennuvargur í neyslu Vigfús viðurkenndi að fikta reglulega með eld, hann væri brennuvargur í neyslu og þetta væri ekki í fyrsta skipti sem hann hefði kveikt í á Kirkjuveginum. Þá hefði slökkviliðið komið en hann hefði sjálfur hringt í slökkviliðið í það skipti. Fram kom í máli Vigfúsar að karlmaðurinn sem lést hefði sprautað rítalíni í læri Vigfúsar kvöldið áður en kviknaði í húsinu. Það hefði farið illa í hann. Hann hefði drukkið mikið daginn sem eldsvoðinn varð. Eldurinn kviknaði út frá því að kveikt var í pítsukassa en reynt var að slökkva í eldinum með bjór að því er fram kemur í matsgerð sem vísað var í fyrir dómi. Vigfús minnist þess að stofan hafi allt í einu verið orðin alelda og hann einn þar inni. Hann muni ekki eftir því að kviknað hafi í gardínu en hún hafi staðið í ljósum logum. Hann hafi ekki talið möguleika á að slökkva eldinn og hlaupið út.Morguninn eftir brunann.Vísir/Jóhann K. JóhannssonÚtilokar ekki að hafa kveikt í gardínum Saksóknari bar undir Vigfús að Elva hafi áður lýst því að Vigfús hafi kveikt í gardínunni með kveikjara. Vigfús sagðist ekki geta útilokað það og viðurkenndi sök sín að því er varðaði íkveikjunni. Í framhaldinu spurði verjandi Elvu Vigfús hvort hann kannaðist við að hafa hótað að kveikja í. Vigfús neitaði því. Spiluð var upptaka úr lögreglubílnum eftir að Vigfús var handtekinn. Það heyrðist Vigfús vera í miklu uppnámi, undir miklum áhrifum og bað guð að fyrirgefa sér. Sjálfur sagðist Vigfús ekki muna eftir því sem hann sagði í bílnum. Í framhaldinu lauk skýrslutöku yfir Vigfúsi og tók við skýrslutaka yfir Elvu. Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Sjá meira
Vigfús Ólafsson, sem ákærður er fyrir manndráp með því að hafa valdið eldsvoða sem varð tveimur að bana á Selfossi í október í fyrra, viðurkenndi við aðalmeðferð málsins í dómsdal í morgun að hafa verið að fikta með eld í aðdraganda þess að kviknaði í. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari var fyrst til að spyrja Vigfús út í atburðinn afdrifaríka. Fresta þurfti þinghaldi um hálfa klukkustund í morgun þar sem Elva Marteinsdóttir, sem ákærð er fyrir að láta hjá líða að gera það sem í hennar valdi stóð til að afstýra eldsvoðanum, og verjandi hennar mættu of seint. Vigfús sagðist í héraðsdómi í morgun vera mikill drykkjumaður. Honum liði alltaf illa og drykki til að deyfa sig. Hann minnist þess ekki að hafa verið með Elvu eða parinu sem lést í húsinu umrætt kvöld. Parið hafi þó verið drykkjufélagar hans þótt sambandið þeirra á milli hafi ekki alltaf verið gott. Þeir karlarnir hafi ítrekað rifist og sakaði Vigfús þau um að hafa stolið frá sér. Elva hafi búið í húsinu með leyfi Vigfúsar. Samskipti þeirra þennan dag hafi hins vegar ekki verið góð.Frá vettvangi brunans.vísir/magnús hlynurBrennuvargur í neyslu Vigfús viðurkenndi að fikta reglulega með eld, hann væri brennuvargur í neyslu og þetta væri ekki í fyrsta skipti sem hann hefði kveikt í á Kirkjuveginum. Þá hefði slökkviliðið komið en hann hefði sjálfur hringt í slökkviliðið í það skipti. Fram kom í máli Vigfúsar að karlmaðurinn sem lést hefði sprautað rítalíni í læri Vigfúsar kvöldið áður en kviknaði í húsinu. Það hefði farið illa í hann. Hann hefði drukkið mikið daginn sem eldsvoðinn varð. Eldurinn kviknaði út frá því að kveikt var í pítsukassa en reynt var að slökkva í eldinum með bjór að því er fram kemur í matsgerð sem vísað var í fyrir dómi. Vigfús minnist þess að stofan hafi allt í einu verið orðin alelda og hann einn þar inni. Hann muni ekki eftir því að kviknað hafi í gardínu en hún hafi staðið í ljósum logum. Hann hafi ekki talið möguleika á að slökkva eldinn og hlaupið út.Morguninn eftir brunann.Vísir/Jóhann K. JóhannssonÚtilokar ekki að hafa kveikt í gardínum Saksóknari bar undir Vigfús að Elva hafi áður lýst því að Vigfús hafi kveikt í gardínunni með kveikjara. Vigfús sagðist ekki geta útilokað það og viðurkenndi sök sín að því er varðaði íkveikjunni. Í framhaldinu spurði verjandi Elvu Vigfús hvort hann kannaðist við að hafa hótað að kveikja í. Vigfús neitaði því. Spiluð var upptaka úr lögreglubílnum eftir að Vigfús var handtekinn. Það heyrðist Vigfús vera í miklu uppnámi, undir miklum áhrifum og bað guð að fyrirgefa sér. Sjálfur sagðist Vigfús ekki muna eftir því sem hann sagði í bílnum. Í framhaldinu lauk skýrslutöku yfir Vigfúsi og tók við skýrslutaka yfir Elvu.
Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Sjá meira