Óvissustigi aflýst en minni virkni getur samt verið undanfari goss Birgir Olgeirsson skrifar 5. júní 2019 16:48 Sérfræðingar fylgjast með eldstöðinni allan sólarhringinn alla daga ársins. Dregið hefur verulega úr jarðskjálftavirkni í Öræfajökli og hefur hægst á landrisi vegna kvikuhreyfinga síðustu mánuði. Af þeim sökum hefur ríkislögreglustjóri aflýst óvissustigi en náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að dregið geti verulega úr virkni áður en til goss kemur.Í júlí í fyrra var greint frá því að skýr merki væru um ókyrrð í Öræfajökli þar sem eldstöðin hafði þanist út að minnsta kosti frá áramótum 2016 til 2017. Var virknin í Öræfajökli sögð dæmigerð fyrir eldfjöll sem eru að búa sig undir eldgos. Í dag var hins vegar óvissustigi aflýst vegna þess að dregið hefur verulega úr virkninni. Í fyrra var sagt frá því að virknin getur hætt áður en til goss kemur.Virknin getur komið í sveiflum Kristín Elísa Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að virkni í eldstöðvum getur komið í sveiflum sem taka mögulega marga mánuði eða ár þar sem dregur alfarið úr virkninni inn á milli. „Við getum ekki útilokað að virknin muni aukast aftur en á meðan virknin er í svona lægð þá er óþarfi að hafa óvissustig á þessu,“ segir Kristín. Sérfræðingar á Veðurstofu Íslands vakta eldstöðvar á Íslandi allan sólarhringinn alla daga ársins. Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi til að vera undir það búnar ef það byrjar að gjósa. Gos í Öræfajökli mundi hafa greinilegan fyrirvara þar sem virkni mun aukast á undan.Tvö gos frá landnámi Öræfajökull hefur gosið í tvígang eftir landnám. Það fyrra var árið 1362 en það var eitt mesta sprengigos sem hefur orðið hér á landi frá því land byggðist. Var það gos einnig það mannskæðasta sem hefur orðið ef frá eru taldir Skaftáreldar árið 1783. Árið 1727 gaus Öræfajökull aftur en það gos var mun minna. Gosefnamagnið var svipað og í Eyjafjallajökulsgosinu. Kristín bendir á að í ljósi þess hversu langt er síðan gos varð í Öræfajökli þá sé ferillinn á undanfara goss í jöklinum ekki þekktur. „Þetta er ekki eins og veðrið, það er ekki hægt að spá fyrir nákvæmlega hvenær það verður gos eða hvort það verður gos. Við fylgjumst bara með þessu og nú er búið að draga mikið úr virkninni miðað við hvernig hún var.“ Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Hornafjörður Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Dregið hefur verulega úr jarðskjálftavirkni í Öræfajökli og hefur hægst á landrisi vegna kvikuhreyfinga síðustu mánuði. Af þeim sökum hefur ríkislögreglustjóri aflýst óvissustigi en náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að dregið geti verulega úr virkni áður en til goss kemur.Í júlí í fyrra var greint frá því að skýr merki væru um ókyrrð í Öræfajökli þar sem eldstöðin hafði þanist út að minnsta kosti frá áramótum 2016 til 2017. Var virknin í Öræfajökli sögð dæmigerð fyrir eldfjöll sem eru að búa sig undir eldgos. Í dag var hins vegar óvissustigi aflýst vegna þess að dregið hefur verulega úr virkninni. Í fyrra var sagt frá því að virknin getur hætt áður en til goss kemur.Virknin getur komið í sveiflum Kristín Elísa Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að virkni í eldstöðvum getur komið í sveiflum sem taka mögulega marga mánuði eða ár þar sem dregur alfarið úr virkninni inn á milli. „Við getum ekki útilokað að virknin muni aukast aftur en á meðan virknin er í svona lægð þá er óþarfi að hafa óvissustig á þessu,“ segir Kristín. Sérfræðingar á Veðurstofu Íslands vakta eldstöðvar á Íslandi allan sólarhringinn alla daga ársins. Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi til að vera undir það búnar ef það byrjar að gjósa. Gos í Öræfajökli mundi hafa greinilegan fyrirvara þar sem virkni mun aukast á undan.Tvö gos frá landnámi Öræfajökull hefur gosið í tvígang eftir landnám. Það fyrra var árið 1362 en það var eitt mesta sprengigos sem hefur orðið hér á landi frá því land byggðist. Var það gos einnig það mannskæðasta sem hefur orðið ef frá eru taldir Skaftáreldar árið 1783. Árið 1727 gaus Öræfajökull aftur en það gos var mun minna. Gosefnamagnið var svipað og í Eyjafjallajökulsgosinu. Kristín bendir á að í ljósi þess hversu langt er síðan gos varð í Öræfajökli þá sé ferillinn á undanfara goss í jöklinum ekki þekktur. „Þetta er ekki eins og veðrið, það er ekki hægt að spá fyrir nákvæmlega hvenær það verður gos eða hvort það verður gos. Við fylgjumst bara með þessu og nú er búið að draga mikið úr virkninni miðað við hvernig hún var.“
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Hornafjörður Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira