Ólafur Ragnar kaupir æskuheimili sitt á Ísafirði Birgir Olgeirsson skrifar 5. júní 2019 11:30 Hér má sjá húsið við Túngötu 3. Ólafur Ragnar ólst upp í íbúð í suðurenda, vinstra megin á myndinni, hússins. Ja.is/Vísir Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, er að ganga frá kaupum á æskuheimili sínu sem stendur við Túngötu 3 á Ísafirði. Er um lítið annað rætt á Ísafirði þessa dagana. Ólafur ólst upp í íbúð í suðurenda hússins sem foreldrar hans Grímur Kristgeirsson og Svanhildur Ólafsdóttir Hjartar áttu. Ólafur fæddist á Ísafirði 14. maí árið 1943 og er sem fyrr segir sonur hjónanna Gríms, sem var rakari og bæjarfulltrúi á Ísafirði, og Svanhildar, sem var húsmóðir. Sleit Ólafur barnsskónum á Ísafirði en eftir að hann fluttist til Reykjavíkur dvaldist hann áfram nokkur sumur hjá ættingjum á Þingeyri. Grímur Kristgeirsson fæddist í Bakkakoti í Skorradal 29. september árið 1897. Hann vann lengi vel á búi foreldra sinna í Lækjarhvammi við Reykjavík, en síðan ýmis störf í höfuðstaðnum og stundaði um skeið nám í rakaraiðn uns hann réðst til Ísafjarðar árið 1920. Þar starfaði hann sem lögregluþjónn í fjögur ár við góðan orðstír.Frá Ísafirði, hvar Ólafur ólst upp.FBL/Sigtryggur AriHann kom sér upp rakarastofu á Ísafirði árið 1924 og stundaði síðan iðn sína á Ísafirði til 1953 en þá fluttist hann til Reykjavíkur. Grímur starfrækti svo rakarastofu á Keflavíkurflugvelli, uns hann veiktist og varð að gangast undir uppskurð sem ekki reyndist geta bjargað lífi hans. Hann lést mánudaginn 19. apríl 1971. Svanhildur var frá Þingeyri en þau Grímur gengu í hjónaband árið 1939. Ólaf eignuðust þau Svanhildur og Grímur sem fyrr segir árið 1943. Svanhildur varð snemma heilsuveil og þurfti að dvelja á sjúkrahúsum fjarri heimili sínu langtímum saman. Hún lést eftir langvarandi veikindi sumarið 1966, rétt rúmlega fimmtug að aldri. Ólafur hefur ávallt borið hlýhug til Ísafjarðar og er skemmst að nefna færslu hans á Twitter frá því í síðasta mánuði þar sem hann deildi mynd af Napóleonsköku fyrir framan Eiffelturninn í París. Hann lýsti því um leið yfir að hún væri ekki nærri því eins góð og samskonar kaka sem bökuð er í Gamla bakaríinu í heimabæ hans Ísafirði.A #Napoleon in #Paris. Not as good as in the Old Bakery in my hometown #Isafjordur! pic.twitter.com/4ZhWCfWqPj— Ólafur Ragnar Grímsson (@ORGrimsson) May 25, 2019 Árið 1998, á afmælisdegi Ólafs þann 14. maí, átti sér stað merkilegur viðburður á Ísafirði þegar Margrét Þórhildur II Danadrottning heimsótti Ísfirðinga og nærsveitunga ásamt Hinriki prins heitnum, eiginmanni hennar. Með í för voru Ólafur Ragnar og Guðrún Katrín Þorbergsdóttir heitin eiginkona hans. Með þessari ferð fetuðu bæði Margrét Danadrottning og Ólafur Ragnar í fótspor feðra sinna, eins og DV sagði frá árið 1998, því í ágúst árið 1938 heimsóttu foreldrar Margrétar, Friðrik Krónprins og Ingiríður prinsessa, Ísafjörð.Ólafur Ragnar, Hinrik, Margrét Þórhildur og Guðrún Katrín á Silfurtorgi á Ísafirði árið 1998.Ljósmyndasafn ReykjavíkurFaðir Ólafs, Grímur Kristgeirsson, var þá bæjarfulltrúi á Ísafirði og í móttökuliði Friðriks og Ingiríðar. Bæjarstjórn Ísafjarðar tók á móti konunglegu hjónunum í Simsongarðinum í Tungudal sem var sumarbústaður í eigu Martins A. Simsons sem var af dönsku bergi brotinn. Simson var ljósmyndari og tók mynd af móttökunni í garðinum hans en Ólafur Ragnar færði Margréti Þórhildi myndina, þar sem sjá mátti feður Margrétar og Ólafs, þegar hann fór í sína fyrstu opinberu heimsókn sem forseti árið 1996. Í heimsókninni til Ísafjarðar árið 1998 fóru Ólafur, Guðrún, Margrét og Hinrik á Silfurtorg þar sem blasti við þeim heljarinnar móttaka þar sem eigendur Gamla bakarísins færðu Ólafi stærðar afmælistertu að gjöf. Ísafjarðarbær Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, er að ganga frá kaupum á æskuheimili sínu sem stendur við Túngötu 3 á Ísafirði. Er um lítið annað rætt á Ísafirði þessa dagana. Ólafur ólst upp í íbúð í suðurenda hússins sem foreldrar hans Grímur Kristgeirsson og Svanhildur Ólafsdóttir Hjartar áttu. Ólafur fæddist á Ísafirði 14. maí árið 1943 og er sem fyrr segir sonur hjónanna Gríms, sem var rakari og bæjarfulltrúi á Ísafirði, og Svanhildar, sem var húsmóðir. Sleit Ólafur barnsskónum á Ísafirði en eftir að hann fluttist til Reykjavíkur dvaldist hann áfram nokkur sumur hjá ættingjum á Þingeyri. Grímur Kristgeirsson fæddist í Bakkakoti í Skorradal 29. september árið 1897. Hann vann lengi vel á búi foreldra sinna í Lækjarhvammi við Reykjavík, en síðan ýmis störf í höfuðstaðnum og stundaði um skeið nám í rakaraiðn uns hann réðst til Ísafjarðar árið 1920. Þar starfaði hann sem lögregluþjónn í fjögur ár við góðan orðstír.Frá Ísafirði, hvar Ólafur ólst upp.FBL/Sigtryggur AriHann kom sér upp rakarastofu á Ísafirði árið 1924 og stundaði síðan iðn sína á Ísafirði til 1953 en þá fluttist hann til Reykjavíkur. Grímur starfrækti svo rakarastofu á Keflavíkurflugvelli, uns hann veiktist og varð að gangast undir uppskurð sem ekki reyndist geta bjargað lífi hans. Hann lést mánudaginn 19. apríl 1971. Svanhildur var frá Þingeyri en þau Grímur gengu í hjónaband árið 1939. Ólaf eignuðust þau Svanhildur og Grímur sem fyrr segir árið 1943. Svanhildur varð snemma heilsuveil og þurfti að dvelja á sjúkrahúsum fjarri heimili sínu langtímum saman. Hún lést eftir langvarandi veikindi sumarið 1966, rétt rúmlega fimmtug að aldri. Ólafur hefur ávallt borið hlýhug til Ísafjarðar og er skemmst að nefna færslu hans á Twitter frá því í síðasta mánuði þar sem hann deildi mynd af Napóleonsköku fyrir framan Eiffelturninn í París. Hann lýsti því um leið yfir að hún væri ekki nærri því eins góð og samskonar kaka sem bökuð er í Gamla bakaríinu í heimabæ hans Ísafirði.A #Napoleon in #Paris. Not as good as in the Old Bakery in my hometown #Isafjordur! pic.twitter.com/4ZhWCfWqPj— Ólafur Ragnar Grímsson (@ORGrimsson) May 25, 2019 Árið 1998, á afmælisdegi Ólafs þann 14. maí, átti sér stað merkilegur viðburður á Ísafirði þegar Margrét Þórhildur II Danadrottning heimsótti Ísfirðinga og nærsveitunga ásamt Hinriki prins heitnum, eiginmanni hennar. Með í för voru Ólafur Ragnar og Guðrún Katrín Þorbergsdóttir heitin eiginkona hans. Með þessari ferð fetuðu bæði Margrét Danadrottning og Ólafur Ragnar í fótspor feðra sinna, eins og DV sagði frá árið 1998, því í ágúst árið 1938 heimsóttu foreldrar Margrétar, Friðrik Krónprins og Ingiríður prinsessa, Ísafjörð.Ólafur Ragnar, Hinrik, Margrét Þórhildur og Guðrún Katrín á Silfurtorgi á Ísafirði árið 1998.Ljósmyndasafn ReykjavíkurFaðir Ólafs, Grímur Kristgeirsson, var þá bæjarfulltrúi á Ísafirði og í móttökuliði Friðriks og Ingiríðar. Bæjarstjórn Ísafjarðar tók á móti konunglegu hjónunum í Simsongarðinum í Tungudal sem var sumarbústaður í eigu Martins A. Simsons sem var af dönsku bergi brotinn. Simson var ljósmyndari og tók mynd af móttökunni í garðinum hans en Ólafur Ragnar færði Margréti Þórhildi myndina, þar sem sjá mátti feður Margrétar og Ólafs, þegar hann fór í sína fyrstu opinberu heimsókn sem forseti árið 1996. Í heimsókninni til Ísafjarðar árið 1998 fóru Ólafur, Guðrún, Margrét og Hinrik á Silfurtorg þar sem blasti við þeim heljarinnar móttaka þar sem eigendur Gamla bakarísins færðu Ólafi stærðar afmælistertu að gjöf.
Ísafjarðarbær Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira