Sextán ára stúlka segir að Seltjarnarnesbær hafi sópað fjölda ábendinga um áralanga vanrækslu undir teppið Nadine Guðrún Yaghi skrifar 3. júní 2019 19:00 Seltjarnarnesbær virti ábendingar sextán ára stúlku um áralanga vanrækslu vettugi. Vísir/Vilhelm 16 ára stúlka af Seltjarnarnesi sem segist hafa orðið fyrir áralangri vanrækslu af hálfu móður segir að umkvörtunum sínum hafi verið sópað undir teppið vegna pólitískrar stöðu móðurfjölskyldu hennar. Lögmaður stúlkunnar, fulltrúi í barnaverndarnefnd og bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi telja öll að bærinn sé of lítill til að annast barnaverndarmál.Í gær greindum við frá ásökunum 16 ára stúlku á Seltjarnarnesi sem segist hafa orðið fyrir áralangri vanrækslu af hálfu móður. Barnaverndarnefnd hafi ítrekað borist ábendingar um aðstæður án þess að bregðast við. Í gögnum málsins er haft eftir stúlkunni að aldrei hafi verið hlustað á hana og öllu hafi verið „sópað undir teppið“ vegna stöðu móðurafa og móðurömmu innan sveitarfélagsins.Sævar Þór Jónsson, lögmaður feðginanna, segir óheppilegt að barnaverndarnefndir séu pólitískt skipaðarTelja pólitísk tengsl hafi haft áhrif Stúlkan og faðir hennar hafa kvartað til Barnaverndarstofu. „Þau að pólitísk tengsl eins fjölskyldumeðlims hafi haft áhrif á úrvinnslu málsins,“ segir Sævar Þór Jónsson, lögmaður feðginana. Móðuramma stúlkunnar var virk í nefndum á vegum bæjarins. „Þetta sýnir okkur það að við þurfum að stokka upp í þessu kerfi og það sé mjög óheppilegt að barnaverndarnefndir séu pólitískt skipaðar,“ segir Sævar Þór.Móðirin einnig þolandi Jónas Jóhannsson, lögmaður móðurinnar, segist ekki ætla að tjá sig um meint tengsl. Hann segir að hafi barnaverndaryfirvöld brugðist skyldum sínum þá sé móðirin meðal þolenda og bærinn þá einnig brugðist henni.Sigurþóra Bergdóttir, fulltrúi í barnaverndarnefnd, segist standa með stúlkunniSíðastliðið haust tók nýr starfsmaður barnaverndar við málinu. Þá fyrst var gripið til aðgerða og stúlkan vistuð hjá föður sínum. Þá hafa feðginin einnig farið fram á að Seltjarnarnesbær viðurkenni bótaábyrgð þar sem starfsmenn hafi átt að vera meðvitaðir um vanræksluna. Stúlkan finnur til mikillar reiði gagnvart nefndinni og segir að hún hafi eyðilagt 15 ár af lífi sínu. Sigurþóra Bergsdóttir, nefndarmaður, sem setið hefur í fjölskyldunefnd bæjarins í eitt ár, segist standa með stúlkunni. „Á sama tíma finnst mer mjög mikilvægt og að við förum af stað og þetta mál verði skoðað af óháðum aðila og þetta er komið á borð Barnaverndarstofu sem ég vona að taki málið upp og skoði allar hliðar þess vandlega til þess að við áttum okkur á því hvernig málið stendur og hvað gerðist,“ segir Sigurþóra.Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi, vonar að bærinn nálgist málið af auðmýktKarl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar á Seltjarnarnesi, tekur í sama streng. „Ég vona að bærinn nálgist þetta mál af þeirri auðmýkt sem þarf til að komist verði að þvi hvað gerðist þarna,“ segir Karl Pétur. Stúlkan hefur búið hjá móður sinni, sem er greind með geðhvarfasýki og glímir við áfengisvanda, alla ævi. Fyrir skömmu óskaði Seltjarnarnesbær eftir lögreglurannsókn þar sem vísbendingar voru um að stúlkan hefði orðið fyrir blygðunarsemisbrotum frá átta ára aldri af hálfu móður sinnar og sambýlismanna hennar. „Við erum á Seltjarnarnesi þar sem búa um fjögur þúsund og fimm hundruð manns, þar sem er einn grunnskóli og einn leikskóli, og það að hafa pólitískt kjörna barnaverndarnefnd til að fjalla um slík mál, mér finnst það galið. Ég held að það blasi við að þetta virkar ekki,“ segir Sigurborg. „Ef ég tala sem foreldri fjögurra barna sem ýmist eru í þessum skóla eða hafa klárað hann þá má ég ekki til þess hugsa að það séu börn þarna sem eru ekki að njóta þeirrar verndar sem þau þurfa,“ segir Karl Pétur. Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Seltjarnarnes Tengdar fréttir Segir Barnaverndarnefnd Seltjarnarness hafa brugðist barni sem bjó við ofbeldi Sextán ára stúlka og faðir hennar hafa kvartað til Barnaverndarstofu vegna starfa Barnaverndarnefndar Seltjarnarnesbæjar. Stúlkan er sögð hafa búið við verulega vanrækslu af hálfu móður alla ævi. 2. júní 2019 18:30 Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Sjá meira
16 ára stúlka af Seltjarnarnesi sem segist hafa orðið fyrir áralangri vanrækslu af hálfu móður segir að umkvörtunum sínum hafi verið sópað undir teppið vegna pólitískrar stöðu móðurfjölskyldu hennar. Lögmaður stúlkunnar, fulltrúi í barnaverndarnefnd og bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi telja öll að bærinn sé of lítill til að annast barnaverndarmál.Í gær greindum við frá ásökunum 16 ára stúlku á Seltjarnarnesi sem segist hafa orðið fyrir áralangri vanrækslu af hálfu móður. Barnaverndarnefnd hafi ítrekað borist ábendingar um aðstæður án þess að bregðast við. Í gögnum málsins er haft eftir stúlkunni að aldrei hafi verið hlustað á hana og öllu hafi verið „sópað undir teppið“ vegna stöðu móðurafa og móðurömmu innan sveitarfélagsins.Sævar Þór Jónsson, lögmaður feðginanna, segir óheppilegt að barnaverndarnefndir séu pólitískt skipaðarTelja pólitísk tengsl hafi haft áhrif Stúlkan og faðir hennar hafa kvartað til Barnaverndarstofu. „Þau að pólitísk tengsl eins fjölskyldumeðlims hafi haft áhrif á úrvinnslu málsins,“ segir Sævar Þór Jónsson, lögmaður feðginana. Móðuramma stúlkunnar var virk í nefndum á vegum bæjarins. „Þetta sýnir okkur það að við þurfum að stokka upp í þessu kerfi og það sé mjög óheppilegt að barnaverndarnefndir séu pólitískt skipaðar,“ segir Sævar Þór.Móðirin einnig þolandi Jónas Jóhannsson, lögmaður móðurinnar, segist ekki ætla að tjá sig um meint tengsl. Hann segir að hafi barnaverndaryfirvöld brugðist skyldum sínum þá sé móðirin meðal þolenda og bærinn þá einnig brugðist henni.Sigurþóra Bergdóttir, fulltrúi í barnaverndarnefnd, segist standa með stúlkunniSíðastliðið haust tók nýr starfsmaður barnaverndar við málinu. Þá fyrst var gripið til aðgerða og stúlkan vistuð hjá föður sínum. Þá hafa feðginin einnig farið fram á að Seltjarnarnesbær viðurkenni bótaábyrgð þar sem starfsmenn hafi átt að vera meðvitaðir um vanræksluna. Stúlkan finnur til mikillar reiði gagnvart nefndinni og segir að hún hafi eyðilagt 15 ár af lífi sínu. Sigurþóra Bergsdóttir, nefndarmaður, sem setið hefur í fjölskyldunefnd bæjarins í eitt ár, segist standa með stúlkunni. „Á sama tíma finnst mer mjög mikilvægt og að við förum af stað og þetta mál verði skoðað af óháðum aðila og þetta er komið á borð Barnaverndarstofu sem ég vona að taki málið upp og skoði allar hliðar þess vandlega til þess að við áttum okkur á því hvernig málið stendur og hvað gerðist,“ segir Sigurþóra.Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi, vonar að bærinn nálgist málið af auðmýktKarl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar á Seltjarnarnesi, tekur í sama streng. „Ég vona að bærinn nálgist þetta mál af þeirri auðmýkt sem þarf til að komist verði að þvi hvað gerðist þarna,“ segir Karl Pétur. Stúlkan hefur búið hjá móður sinni, sem er greind með geðhvarfasýki og glímir við áfengisvanda, alla ævi. Fyrir skömmu óskaði Seltjarnarnesbær eftir lögreglurannsókn þar sem vísbendingar voru um að stúlkan hefði orðið fyrir blygðunarsemisbrotum frá átta ára aldri af hálfu móður sinnar og sambýlismanna hennar. „Við erum á Seltjarnarnesi þar sem búa um fjögur þúsund og fimm hundruð manns, þar sem er einn grunnskóli og einn leikskóli, og það að hafa pólitískt kjörna barnaverndarnefnd til að fjalla um slík mál, mér finnst það galið. Ég held að það blasi við að þetta virkar ekki,“ segir Sigurborg. „Ef ég tala sem foreldri fjögurra barna sem ýmist eru í þessum skóla eða hafa klárað hann þá má ég ekki til þess hugsa að það séu börn þarna sem eru ekki að njóta þeirrar verndar sem þau þurfa,“ segir Karl Pétur.
Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Seltjarnarnes Tengdar fréttir Segir Barnaverndarnefnd Seltjarnarness hafa brugðist barni sem bjó við ofbeldi Sextán ára stúlka og faðir hennar hafa kvartað til Barnaverndarstofu vegna starfa Barnaverndarnefndar Seltjarnarnesbæjar. Stúlkan er sögð hafa búið við verulega vanrækslu af hálfu móður alla ævi. 2. júní 2019 18:30 Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Sjá meira
Segir Barnaverndarnefnd Seltjarnarness hafa brugðist barni sem bjó við ofbeldi Sextán ára stúlka og faðir hennar hafa kvartað til Barnaverndarstofu vegna starfa Barnaverndarnefndar Seltjarnarnesbæjar. Stúlkan er sögð hafa búið við verulega vanrækslu af hálfu móður alla ævi. 2. júní 2019 18:30