Hvað ert þú að gera í lífinu? Ég? Ekki neitt Sigríður Karlsdóttir skrifar 4. júní 2019 08:30 Ég hitti konu á sjötugsaldri á förnum vegi um daginn. Eftir að hafa spjallað um veðrið eins og sannir Íslendingar gera, þá spyr hún mig hvað ég sé nú að gera í lífinu. Ég sagðist ekki vera að gera neitt. Henni svelgdist á vatni sem hún var að drekka úr plastglasinu sínu. Hún sullaði smá vatni á handarbakið á sér. Hún þurrkaði það og kvaddi svo vingjarnlega og bað mig um að hugsa vel um mig. Viðbrögðin gætu allteins hafa verið mín eigin viðbrögð. Mér fannst ég hafa sigrað. Ekki konuna. Heldur Siggu sjálfa. Ég mætti sjálfri mér og mínum fordómum og sagði sannleikann án þess að þurfa útskýra mig eða koma með 2 blaðsíðna umfjöllun af hverju ég væri ekki að vinna eða gera eitthvað að viti. Þegar ég kynntist manninum mínum fyrir áratug síðan sagði hann við mig að ég hlyti að vera níræð, ég væri búin að gera svo margt í lífinu og ferilskrá mín væri jafnþykk og símaskráin. Þá, þegar hann nefndi þetta, tók ég þessu sem hrósi og veðraðist öll upp. Svo brjálað að gera maður. Það býr svo mikill eldmóður inn í mér. Stundum þá ræð ég ekki við hann og þegar það blandast barnslegri hvatvísi þá enda ég á stöðum sem ég veit ekki hvað ég er að gera á. Að hafa mörg járn í eldinum - fyrir mig - er ekki dyggð. Það er stjórnleysi. Að hafa brjálað að gera er ekki kraftur. Það er skortur á einbeitingu. Það er skortur á sjálfsvirðingu. Að vera á fullu allan sólarhringinn er ekki töff. Það er slítandi. Ég fæddist undir heillastjörnu. Ég fer ekki ofan af því. Hæfileikarnir sem ég fékk í vöggugjöf ásamt styrknum frá umhverfinu gerir það að verkum að stundum finnst mér ég vera að drukkna í hæfileikum. Ég er brjálæðislega þakklát fyrir alla þessa hluti sem ég kann og get. Og ég segi þetta ekki i hroka. Við erum öll að drukkna í hæfileikum. Við þurfum bara að sjá þá. En þegar ég er að nota alla hæfileika mína í einu, þá gerist bara ekki neitt. Annað en að verð bara þreytt. Fyrst og fremst bara á sjálfri mér. Síðustu 2 mánuði hef ég verið að mæta í leikfimi þar sem meðalaldurinn er um 65 ára. Ég má ekki gera neitt - nema að vera - fyrir klukkan 10 á morgnana og þess á milli hitti ég fólk og álfa og eyði stundum með sjálfri mér án þess að skila afrakstri. Þvílík gjöf! Ég hef aldrei gert neitt jafn erfitt. Að gera ekki neitt. Og heldur hef ég sjaldan skemmt mér jafn vel. Ég er nefnilega besta vinkona mín, ef ég er ein. Eldmóðurinn minn brann. Ég brann upp. Brunarústir skrifa ekki bækur, halda ekki fyrirlestra eða kenna börnum eða fullorðnum. Brunarústir eru ekki góðar mæður. Brunarústir eru ekki góðar eiginkonur eða dætur eða í raun ekki góðar í neinu. Þær vilja bara sofa. Þvílíkt ævintýri sem lífið er. Eldmóðnum þarf ég að læra stýra betur. Og það er það sem ég er að gera. Með því að gera ekki neitt nema hugsa um sjálfan mig. Ég mæti í Crocs skóm og úfið hár út í búð. Eg dansa ein heima hjá mér á náttfötunum. Ég omma hátt og kjánalega. Ég anda djúpt. Ég tala við konu inn í mér sem heitir Gréta. Ég mála myndir og ég skrifa til að heila. Ég skapa. Ég hangi ein. Ég hangi á Facebook. Ég öskra á hafið og ég sef. Ég les og og brýt saman þvott. Ég hlusta á tónlist og tala við engla. Allt þetta hjálpar mér að stilla eldmóðinn svo ég geti gefið hann áfram. Líkaminn minn stoppaði mig af. Hann öskraði með sínu tungumáli. En það er oft tilfellið í bruna. Að eitthvað gefi sig. Því við hvort sem hlustum ekki á sálina fyrr en líkaminn stígur inn í. Ég elska hvað líkaminn tjáir sig hreint og beint. Engin meðvirkni þar. Stundum - þá má maður bara gera ekki neitt. Án þess að brjóta sjálfan sig niður. Stundum - þá þarf maður bara tíma til að finna sig eins og konurnar í bíómyndunum. Stundum - þá ekur lífsins bíll í aðra átt og þá þarf bara að sleppa stýrinu. Við eigum bara einn líkama og eina heilsu. Ef að „gera ekki neitt“ gerir það að verkum við náum betri líðan og getum haldið áfram að vera svona yndisleg eins og við erum, þá gerum við það. Brosum - strjúkum kviðinn - elskum friðinn og gerum ekki neitt. Ég get ekki endilega lofað því að þið prumpið glimmeri - en það gæti verið smá glimmer með prumpinu! Hafið yndislega viku, Ykkar SiggaHöfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli. Pistillinn birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Karlsdóttir Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég hitti konu á sjötugsaldri á förnum vegi um daginn. Eftir að hafa spjallað um veðrið eins og sannir Íslendingar gera, þá spyr hún mig hvað ég sé nú að gera í lífinu. Ég sagðist ekki vera að gera neitt. Henni svelgdist á vatni sem hún var að drekka úr plastglasinu sínu. Hún sullaði smá vatni á handarbakið á sér. Hún þurrkaði það og kvaddi svo vingjarnlega og bað mig um að hugsa vel um mig. Viðbrögðin gætu allteins hafa verið mín eigin viðbrögð. Mér fannst ég hafa sigrað. Ekki konuna. Heldur Siggu sjálfa. Ég mætti sjálfri mér og mínum fordómum og sagði sannleikann án þess að þurfa útskýra mig eða koma með 2 blaðsíðna umfjöllun af hverju ég væri ekki að vinna eða gera eitthvað að viti. Þegar ég kynntist manninum mínum fyrir áratug síðan sagði hann við mig að ég hlyti að vera níræð, ég væri búin að gera svo margt í lífinu og ferilskrá mín væri jafnþykk og símaskráin. Þá, þegar hann nefndi þetta, tók ég þessu sem hrósi og veðraðist öll upp. Svo brjálað að gera maður. Það býr svo mikill eldmóður inn í mér. Stundum þá ræð ég ekki við hann og þegar það blandast barnslegri hvatvísi þá enda ég á stöðum sem ég veit ekki hvað ég er að gera á. Að hafa mörg járn í eldinum - fyrir mig - er ekki dyggð. Það er stjórnleysi. Að hafa brjálað að gera er ekki kraftur. Það er skortur á einbeitingu. Það er skortur á sjálfsvirðingu. Að vera á fullu allan sólarhringinn er ekki töff. Það er slítandi. Ég fæddist undir heillastjörnu. Ég fer ekki ofan af því. Hæfileikarnir sem ég fékk í vöggugjöf ásamt styrknum frá umhverfinu gerir það að verkum að stundum finnst mér ég vera að drukkna í hæfileikum. Ég er brjálæðislega þakklát fyrir alla þessa hluti sem ég kann og get. Og ég segi þetta ekki i hroka. Við erum öll að drukkna í hæfileikum. Við þurfum bara að sjá þá. En þegar ég er að nota alla hæfileika mína í einu, þá gerist bara ekki neitt. Annað en að verð bara þreytt. Fyrst og fremst bara á sjálfri mér. Síðustu 2 mánuði hef ég verið að mæta í leikfimi þar sem meðalaldurinn er um 65 ára. Ég má ekki gera neitt - nema að vera - fyrir klukkan 10 á morgnana og þess á milli hitti ég fólk og álfa og eyði stundum með sjálfri mér án þess að skila afrakstri. Þvílík gjöf! Ég hef aldrei gert neitt jafn erfitt. Að gera ekki neitt. Og heldur hef ég sjaldan skemmt mér jafn vel. Ég er nefnilega besta vinkona mín, ef ég er ein. Eldmóðurinn minn brann. Ég brann upp. Brunarústir skrifa ekki bækur, halda ekki fyrirlestra eða kenna börnum eða fullorðnum. Brunarústir eru ekki góðar mæður. Brunarústir eru ekki góðar eiginkonur eða dætur eða í raun ekki góðar í neinu. Þær vilja bara sofa. Þvílíkt ævintýri sem lífið er. Eldmóðnum þarf ég að læra stýra betur. Og það er það sem ég er að gera. Með því að gera ekki neitt nema hugsa um sjálfan mig. Ég mæti í Crocs skóm og úfið hár út í búð. Eg dansa ein heima hjá mér á náttfötunum. Ég omma hátt og kjánalega. Ég anda djúpt. Ég tala við konu inn í mér sem heitir Gréta. Ég mála myndir og ég skrifa til að heila. Ég skapa. Ég hangi ein. Ég hangi á Facebook. Ég öskra á hafið og ég sef. Ég les og og brýt saman þvott. Ég hlusta á tónlist og tala við engla. Allt þetta hjálpar mér að stilla eldmóðinn svo ég geti gefið hann áfram. Líkaminn minn stoppaði mig af. Hann öskraði með sínu tungumáli. En það er oft tilfellið í bruna. Að eitthvað gefi sig. Því við hvort sem hlustum ekki á sálina fyrr en líkaminn stígur inn í. Ég elska hvað líkaminn tjáir sig hreint og beint. Engin meðvirkni þar. Stundum - þá má maður bara gera ekki neitt. Án þess að brjóta sjálfan sig niður. Stundum - þá þarf maður bara tíma til að finna sig eins og konurnar í bíómyndunum. Stundum - þá ekur lífsins bíll í aðra átt og þá þarf bara að sleppa stýrinu. Við eigum bara einn líkama og eina heilsu. Ef að „gera ekki neitt“ gerir það að verkum við náum betri líðan og getum haldið áfram að vera svona yndisleg eins og við erum, þá gerum við það. Brosum - strjúkum kviðinn - elskum friðinn og gerum ekki neitt. Ég get ekki endilega lofað því að þið prumpið glimmeri - en það gæti verið smá glimmer með prumpinu! Hafið yndislega viku, Ykkar SiggaHöfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli. Pistillinn birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun