Viðamesti rannsóknarleiðangur sögunnar á norðurskautinu hefst í haust Heimir Már Pétursson skrifar 2. júní 2019 20:00 Stærsti rannsóknarleiðangur sögunnar er fram undan á norðurskautinu með þátttöku sautján þjóða og um þrjátíu stofnana víðs vegar um heiminn. Talsmaður verkefnisins segir nauðsynlegt að auka á þekkingu manna á norðurskautinu til að skilja þær miklu breytinga sem þar eigi sér stað vegna loftslagsbreytinganna. Alfred Wegener stofnunin í Þýskalandi hefur yfirumsjón með verkefninu sem kallast MOSAIC en ísbrjóturinn og rannsóknarskipið Pólstjarnan verður flaggskip leiðangursins sem hefst í september á þessu ári og stendur yfir í eitt ár. Prófessor Dr. Markus Rex yfirmaður loftlagsrannsókna hjá Alfred Wegener stofnunni segir að um sex hundruð vísindamenn á fimm ísbrjótum, með aðstoð frá þyrlum og flugvél komi að rannsókninni. „Við viljum skilja betur veðurfarið á norðurheimsskautinu. Norðurheimsskautið er sá hluti heimsins þar sem hlýnunin er mest. Enginn staður á jörðinni hefur hlýnað eins mikið og norðurheimsskautið. En þetta er líka það svæði í heiminum þar sem við skiljum ekki hlýnunina nógu vel til að spá um framtíðina og við viljum breyta því“ segir Rex.Markus Rex, yfirmaður loftslagsrannsókna hjá Alfred Wegener stofnunninni.Stöð2Finna þarf svar við flóknu spurningunum Þetta verður umfangsmesti rannsóknarleiðangur sem nokkru sinni hefur verið farinn á Norðurskautið með aðkomu vísindamanna frá sautján þjóðríkjum. En þýska flaggskipið Pólstjarnan verður föst inni í ísnum og mun fljóta með honum allan næsta vetur. „Auðveldu spurningunum hefur þegar verið svarað og nú snúum við okkur að erfiðu spurningunum. Hvernig er veðurfarið á norðurheimsskautinu á veturna? Hvernig er samspil hafíssins, andrúmsloftsins, vistkerfisins og lífjarðefnafræðinnar. Til að rannsaka þessi ferli þurfum við stór mælingatæki. Við þurfum íssjár, rannsóknarmyndavélar á ísnum, við þurfum þykktarmæla á ísnum við skipið“ segir Rex. Þetta væri eingöngu framkvæmanlegt með fjölþjóðlegri samvinnu þeirra sautján ríkja sem kæmu að leiðangrinum meðal annars frá Þýskalandi og öðrum Evrópuríkjum, Bandaríkjunum, Rússlandi og Kína. Nýjasta og fullkomnasta rannsóknarskip óg ísbrjótur Kínverja, Xue Long, eða Snjódrekinn II verður sjósett eftir um tvo mánuði. Skipið mun meðal annars taka þátt í hinu risavaxna MOSAIC verkefni og það er aldrei að vita nema íslenskir vísindamenn eigi eftir að vinna um borð í þessu skipi.Tækifæri fyrir íslenska vísindamenn Leiðangurinn var vandlega kynntur á Hringborði norðurslóða, Arctic Circle, í Shanghai fyrr í mánuðinum. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og vísindamálaráðherra sat ráðstefnuna í Shanghai og segir fróðlegt að hlusta á vísindamenn sem átti sig ekki á hvers vegna loftlagsbreytingarnar gerist hraðar á norðurslóðum en annars staðar. Þess vegna sé MOSAIC leiðangurinn mjög spennandi. „Auðvitað eru þetta stórmerkilegar rannsóknir sem er verið að kynna hérna í dag. Og við eigum að fylgjast mjög vel með og ekki bara fylgjast með heldur taka þátt.“ Heldur þú að íslenskir vísindamenn geti farið um borð í eitthvert af þessum rannsóknarskipum sem er verið að skipuleggja að fari á norðurskautið? „Já það er áhugi á því og þeim stendur það til boða og það er auðvitað mjög ánægjulegt,“ segir Lilja Markus Rex segir Kínverja gegna lykilhlutverki í leiðangrinum með nýja rannsóknarskipinu. „Það mun framkvæma viðbótarrannsóknir sem hluta af leiðangrinum og án Kína myndi vanta stóran hluta af verkefninu“ segir Rex.Núverandi spálíkön ófullnægjandi Markmiðið með leiðangrinum er meðal annars að betrumbæta þau ófullkomnu líkön sem til eru af veðurfari og lífríki norðurskautsins til að spá fyrir um loftslagsbreytingar. Óvissuþættir í núverandi líkönum séu mjög miklir. „Okkur skortir grunnrannsóknir, sérstaklega að vetri til á norðurskautinu. Nú viljum við bæta skilning okkar á þessum ferlum, við viljum setja þau á traustan hátt inn í loftslagslíkönin og það mun gefa okkur miklu betri tækifæri til að spá fyrir um veðurfar á norðurskautinu í framtíðinni,“ segir Markus Rex. Meðal annars verður lögð flugbraut á ísnum svo hægt verði að flytja vistir, búnað og fólk að Pólstjörnunni sem verður föst í ísnum. „Flugbrautin gerir líka rannsóknarflugvélum kleift að lenda til að taka eldsneyti og inna af hendi nákvæmar rannsóknir á norðurheimsskautssvæðinu svo í rauninni verðum við með bensínstöð á norðurpólnum fyrir rannsóknarflugvélarnar,“ segir Markus Rex. Kína Norðurslóðir Umhverfismál Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Stærsti rannsóknarleiðangur sögunnar er fram undan á norðurskautinu með þátttöku sautján þjóða og um þrjátíu stofnana víðs vegar um heiminn. Talsmaður verkefnisins segir nauðsynlegt að auka á þekkingu manna á norðurskautinu til að skilja þær miklu breytinga sem þar eigi sér stað vegna loftslagsbreytinganna. Alfred Wegener stofnunin í Þýskalandi hefur yfirumsjón með verkefninu sem kallast MOSAIC en ísbrjóturinn og rannsóknarskipið Pólstjarnan verður flaggskip leiðangursins sem hefst í september á þessu ári og stendur yfir í eitt ár. Prófessor Dr. Markus Rex yfirmaður loftlagsrannsókna hjá Alfred Wegener stofnunni segir að um sex hundruð vísindamenn á fimm ísbrjótum, með aðstoð frá þyrlum og flugvél komi að rannsókninni. „Við viljum skilja betur veðurfarið á norðurheimsskautinu. Norðurheimsskautið er sá hluti heimsins þar sem hlýnunin er mest. Enginn staður á jörðinni hefur hlýnað eins mikið og norðurheimsskautið. En þetta er líka það svæði í heiminum þar sem við skiljum ekki hlýnunina nógu vel til að spá um framtíðina og við viljum breyta því“ segir Rex.Markus Rex, yfirmaður loftslagsrannsókna hjá Alfred Wegener stofnunninni.Stöð2Finna þarf svar við flóknu spurningunum Þetta verður umfangsmesti rannsóknarleiðangur sem nokkru sinni hefur verið farinn á Norðurskautið með aðkomu vísindamanna frá sautján þjóðríkjum. En þýska flaggskipið Pólstjarnan verður föst inni í ísnum og mun fljóta með honum allan næsta vetur. „Auðveldu spurningunum hefur þegar verið svarað og nú snúum við okkur að erfiðu spurningunum. Hvernig er veðurfarið á norðurheimsskautinu á veturna? Hvernig er samspil hafíssins, andrúmsloftsins, vistkerfisins og lífjarðefnafræðinnar. Til að rannsaka þessi ferli þurfum við stór mælingatæki. Við þurfum íssjár, rannsóknarmyndavélar á ísnum, við þurfum þykktarmæla á ísnum við skipið“ segir Rex. Þetta væri eingöngu framkvæmanlegt með fjölþjóðlegri samvinnu þeirra sautján ríkja sem kæmu að leiðangrinum meðal annars frá Þýskalandi og öðrum Evrópuríkjum, Bandaríkjunum, Rússlandi og Kína. Nýjasta og fullkomnasta rannsóknarskip óg ísbrjótur Kínverja, Xue Long, eða Snjódrekinn II verður sjósett eftir um tvo mánuði. Skipið mun meðal annars taka þátt í hinu risavaxna MOSAIC verkefni og það er aldrei að vita nema íslenskir vísindamenn eigi eftir að vinna um borð í þessu skipi.Tækifæri fyrir íslenska vísindamenn Leiðangurinn var vandlega kynntur á Hringborði norðurslóða, Arctic Circle, í Shanghai fyrr í mánuðinum. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og vísindamálaráðherra sat ráðstefnuna í Shanghai og segir fróðlegt að hlusta á vísindamenn sem átti sig ekki á hvers vegna loftlagsbreytingarnar gerist hraðar á norðurslóðum en annars staðar. Þess vegna sé MOSAIC leiðangurinn mjög spennandi. „Auðvitað eru þetta stórmerkilegar rannsóknir sem er verið að kynna hérna í dag. Og við eigum að fylgjast mjög vel með og ekki bara fylgjast með heldur taka þátt.“ Heldur þú að íslenskir vísindamenn geti farið um borð í eitthvert af þessum rannsóknarskipum sem er verið að skipuleggja að fari á norðurskautið? „Já það er áhugi á því og þeim stendur það til boða og það er auðvitað mjög ánægjulegt,“ segir Lilja Markus Rex segir Kínverja gegna lykilhlutverki í leiðangrinum með nýja rannsóknarskipinu. „Það mun framkvæma viðbótarrannsóknir sem hluta af leiðangrinum og án Kína myndi vanta stóran hluta af verkefninu“ segir Rex.Núverandi spálíkön ófullnægjandi Markmiðið með leiðangrinum er meðal annars að betrumbæta þau ófullkomnu líkön sem til eru af veðurfari og lífríki norðurskautsins til að spá fyrir um loftslagsbreytingar. Óvissuþættir í núverandi líkönum séu mjög miklir. „Okkur skortir grunnrannsóknir, sérstaklega að vetri til á norðurskautinu. Nú viljum við bæta skilning okkar á þessum ferlum, við viljum setja þau á traustan hátt inn í loftslagslíkönin og það mun gefa okkur miklu betri tækifæri til að spá fyrir um veðurfar á norðurskautinu í framtíðinni,“ segir Markus Rex. Meðal annars verður lögð flugbraut á ísnum svo hægt verði að flytja vistir, búnað og fólk að Pólstjörnunni sem verður föst í ísnum. „Flugbrautin gerir líka rannsóknarflugvélum kleift að lenda til að taka eldsneyti og inna af hendi nákvæmar rannsóknir á norðurheimsskautssvæðinu svo í rauninni verðum við með bensínstöð á norðurpólnum fyrir rannsóknarflugvélarnar,“ segir Markus Rex.
Kína Norðurslóðir Umhverfismál Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira