Neymar sakaður um nauðgun Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 2. júní 2019 09:15 Neymar spilar með frönsku meisturunum í PSG vísir/getty Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar hefur verið sakaður um að hafa nauðgað konu á hóteli í París. Neymar er á mála hjá franska liðinu Paris Saint-Germain. Samkvæmt frétt BBC var kæran lögð fram til lögreglunnar í brasilísku borginni Sao Paulo en atvikið á þó að hafa átt sér stað í frönsku höfuðborginni. Neymar neitar ásökununum harðlega og talsmenn hans sendu frá sér tilkynningu þess efnis. Samkvæmt gögnum lögreglu þá kynntist konan Neymar í gegnum samfélagsmiðilinn Instagram og hann stakk upp á því að þau myndu hittast í París. Hann keypti flugmiða handa henni frá Brasilíu til Frakklands og bókaði herbergi á hóteli í París. Þegar Neymar kom á hótelherbergið var hann greinilega drukkinn samkvæmt frásögn konunnar, en atvikið á að hafa átt sér stað um miðjan maímánuð. „Eftir spjall og faðmlög varð Neymar ágengur og með ofbeldi þvingaði kynmök gegn vilja fórnarlambsins,“ segir í lögregluskýrslunni. Konan snéri aftur til Brasilíu án þess að kæra atvikið til franskra lögregluyfirvalda þar sem hún var í tilfinningalegu uppnámi og hrædd við að tilkynna atvikið til lögreglu í ókunnugu landi. Neymar neitar ásökununum og faðir hans, Neymar dos Santos, sagði við brasilísku sjónvarpsstöðina Band TV að það væri klárt að þetta hafi verið gildra. Ef til þess komi þá séu þau tilbúin til þess að gera samskipti Neymar við konuna á WhatsApp opinber. Neymar er um þessar mundir með brasilíska landsliðinu að undirbúa sig fyrir Suður-Ameríkukeppnina í fótbolta. Brasilía Fótbolti Frakkland Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Sjá meira
Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar hefur verið sakaður um að hafa nauðgað konu á hóteli í París. Neymar er á mála hjá franska liðinu Paris Saint-Germain. Samkvæmt frétt BBC var kæran lögð fram til lögreglunnar í brasilísku borginni Sao Paulo en atvikið á þó að hafa átt sér stað í frönsku höfuðborginni. Neymar neitar ásökununum harðlega og talsmenn hans sendu frá sér tilkynningu þess efnis. Samkvæmt gögnum lögreglu þá kynntist konan Neymar í gegnum samfélagsmiðilinn Instagram og hann stakk upp á því að þau myndu hittast í París. Hann keypti flugmiða handa henni frá Brasilíu til Frakklands og bókaði herbergi á hóteli í París. Þegar Neymar kom á hótelherbergið var hann greinilega drukkinn samkvæmt frásögn konunnar, en atvikið á að hafa átt sér stað um miðjan maímánuð. „Eftir spjall og faðmlög varð Neymar ágengur og með ofbeldi þvingaði kynmök gegn vilja fórnarlambsins,“ segir í lögregluskýrslunni. Konan snéri aftur til Brasilíu án þess að kæra atvikið til franskra lögregluyfirvalda þar sem hún var í tilfinningalegu uppnámi og hrædd við að tilkynna atvikið til lögreglu í ókunnugu landi. Neymar neitar ásökununum og faðir hans, Neymar dos Santos, sagði við brasilísku sjónvarpsstöðina Band TV að það væri klárt að þetta hafi verið gildra. Ef til þess komi þá séu þau tilbúin til þess að gera samskipti Neymar við konuna á WhatsApp opinber. Neymar er um þessar mundir með brasilíska landsliðinu að undirbúa sig fyrir Suður-Ameríkukeppnina í fótbolta.
Brasilía Fótbolti Frakkland Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Sjá meira