Kim Little kom Skotlandi yfir á nítjándu mínútu og Jenny Beattie tvöfaldaði forystuna á 49. mínútu. Tuttugu mínútum síðar skoraði Erin Cuthbert þriðja markð og leik virtist lokið.
Þær argentísku voru ekki hættar. Milagros Menendez minnkaði muninn á 74. mínútu og fimm mínútum síðar minnkaði Florencia Bonsegundo muninn í 3-2.
3 - Argentina have become the first ever side to come from three goals down to avoid defeat in a Women’s World Cup match. Drama. #FIFAWWC#ARG#SCOARGpic.twitter.com/wjF9EiPRQC
— OptaJoe (@OptaJoe) June 19, 2019
Í uppbótartíma fékk svo Argentína vítaspyrnu eftir VARsjána. Á punktinn steig Florencia Bonsegundo og fullkomnaði endurkomu Argentínu. Lokatölur 3-3.
Bæði lið eru því úr leik á HM kvenna þetta árið.