Koma þarf böndum á Samkeppniseftirlitið Helgi Vífill Júlíusson skrifar 19. júní 2019 08:30 Það er næstum því hætt að koma á óvart þegar Samkeppniseftirlitið ógildir samruna fyrirtækja. Upp á síðkastið hefur það gerst harla oft. Stofnunin verður seint sökuð um linkind gagnvart atvinnulífinu. Upplýst var í gær að Samkeppniseftirlitið bannaði Advania að kaupa Wise. Eftirlitið sagði að markaðshlutdeild fyrirtækjanna á Íslandi í bókhaldskerfum yrði um og yfir helmingur og leist ekki á blikuna. Stjórnendur Advania töldu, en fyrirtækin eru með viðskiptavini í nokkrum löndum, að með sameiningunni mætti styrkja stöðu þeirra í harðnandi alþjóðlegri samkeppni enda hafi landamæri á upplýsingatæknimarkaði þurrkast út. Fámennur hópur embættismanna Samkeppniseftirlitsins hefur sett mark sitt á atvinnulíf landsins en lögin sem starfað er eftir þykja matskennd. Embættismennirnir hafa komið í veg fyrir að fyrirtæki, jafnvel úr ólíkum geirum eins og Hagar og Lyfja, fái að sameina krafta sína í því skyni að þjónusta viðskiptavini með betri hætti og hagræða í rekstri. Neytendur tapa á þessum afskiptum og atvinnulífið verður veikara. Það er algengur misskilningur að æskilegt sé að starfrækja samkeppniseftirlit. Þess gerist ekki þörf. Þegar umsvifamikil fyrirtæki verða dýr í rekstri eða gráðug munu keppinautar þeirra leggja allt kapp á að hirða af þeim viðskiptin. Ef íslensku fyrirtækin standa sig ekki er oft auðvelt að versla við erlend á netinu. Það er strembið að reka fyrirtæki og ekki eru allar ferðir til fjár. Mögulega hafa embættismennirnir óafvitandi sparað hluthöfum fúlgur fjár því rannsóknir sýna að 70-90 prósent samruna mistakast. Það er því óþarfi að öfunda öll þau fyrirtæki sem sameinast. Þrátt fyrir að mögulega hafi hið opinbera bjargað fjárhag nokkurra hluthafa fyrir horn er skaðlegt að miðstýra atvinnulífinu með þessum hætti. Vandi íslenskra fyrirtækja er meðal annars að skattar eru með því hæsta sem þekkist í OECD-ríkjunum og þau skortir oft stærðarhagkvæmni. Þess vegna ætti ríkið að róa öllum árum að því að skapa eins heilbrigt viðskiptaumhverfi og kostur er, meðal annars fella niður tolla og lækka skatta, í stað þess að reka stofnun sem horfir stíft á tímabundna markaðshlutdeild. Þegar fyrirtæki eru með mikla markaðshlutdeild og rekin með arðbærum hætti búa þau yfirleitt yfir samkeppnisforskoti. Af þeim sökum eiga keppinautar erfitt með að bjóða betur. Við þær aðstæður er neytendum sinnt eins vel og kostur er. Það er engum greiði gerðum með því að vængstífa slík fyrirtæki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helgi Vífill Júlíusson Markaðir Samkeppnismál Tengdar fréttir Samruni Advania og Wise úr sögunni Advania hefur hætt við áður tilkynnt kaup á hugbúnaðarfyrirtækinu Wise lausnum vegna afstöðu Samkeppniseftirlitsins til kaupanna. Ekkert verður af samruna fyrirtækjanna tveggja. 18. júní 2019 13:56 Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Skoðun Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Sjá meira
Það er næstum því hætt að koma á óvart þegar Samkeppniseftirlitið ógildir samruna fyrirtækja. Upp á síðkastið hefur það gerst harla oft. Stofnunin verður seint sökuð um linkind gagnvart atvinnulífinu. Upplýst var í gær að Samkeppniseftirlitið bannaði Advania að kaupa Wise. Eftirlitið sagði að markaðshlutdeild fyrirtækjanna á Íslandi í bókhaldskerfum yrði um og yfir helmingur og leist ekki á blikuna. Stjórnendur Advania töldu, en fyrirtækin eru með viðskiptavini í nokkrum löndum, að með sameiningunni mætti styrkja stöðu þeirra í harðnandi alþjóðlegri samkeppni enda hafi landamæri á upplýsingatæknimarkaði þurrkast út. Fámennur hópur embættismanna Samkeppniseftirlitsins hefur sett mark sitt á atvinnulíf landsins en lögin sem starfað er eftir þykja matskennd. Embættismennirnir hafa komið í veg fyrir að fyrirtæki, jafnvel úr ólíkum geirum eins og Hagar og Lyfja, fái að sameina krafta sína í því skyni að þjónusta viðskiptavini með betri hætti og hagræða í rekstri. Neytendur tapa á þessum afskiptum og atvinnulífið verður veikara. Það er algengur misskilningur að æskilegt sé að starfrækja samkeppniseftirlit. Þess gerist ekki þörf. Þegar umsvifamikil fyrirtæki verða dýr í rekstri eða gráðug munu keppinautar þeirra leggja allt kapp á að hirða af þeim viðskiptin. Ef íslensku fyrirtækin standa sig ekki er oft auðvelt að versla við erlend á netinu. Það er strembið að reka fyrirtæki og ekki eru allar ferðir til fjár. Mögulega hafa embættismennirnir óafvitandi sparað hluthöfum fúlgur fjár því rannsóknir sýna að 70-90 prósent samruna mistakast. Það er því óþarfi að öfunda öll þau fyrirtæki sem sameinast. Þrátt fyrir að mögulega hafi hið opinbera bjargað fjárhag nokkurra hluthafa fyrir horn er skaðlegt að miðstýra atvinnulífinu með þessum hætti. Vandi íslenskra fyrirtækja er meðal annars að skattar eru með því hæsta sem þekkist í OECD-ríkjunum og þau skortir oft stærðarhagkvæmni. Þess vegna ætti ríkið að róa öllum árum að því að skapa eins heilbrigt viðskiptaumhverfi og kostur er, meðal annars fella niður tolla og lækka skatta, í stað þess að reka stofnun sem horfir stíft á tímabundna markaðshlutdeild. Þegar fyrirtæki eru með mikla markaðshlutdeild og rekin með arðbærum hætti búa þau yfirleitt yfir samkeppnisforskoti. Af þeim sökum eiga keppinautar erfitt með að bjóða betur. Við þær aðstæður er neytendum sinnt eins vel og kostur er. Það er engum greiði gerðum með því að vængstífa slík fyrirtæki.
Samruni Advania og Wise úr sögunni Advania hefur hætt við áður tilkynnt kaup á hugbúnaðarfyrirtækinu Wise lausnum vegna afstöðu Samkeppniseftirlitsins til kaupanna. Ekkert verður af samruna fyrirtækjanna tveggja. 18. júní 2019 13:56
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun