Netanyahu: Fylgjumst ekki aðgerðarlaus með kjarnorkuvopnaframleiðslu Írana Sighvatur Jónsson skrifar 17. júní 2019 19:00 Forsætisráðherra Ísraels og Evrópuríki hóta að beita viðskiptaþvingunum ef Íranar halda sig ekki innan tilskilinna marka í kjarnorkuframleiðslu. Íran hefur tilkynnt að landið fari yfir hámarksmagn af auðguðu úrani eftir tíu daga. Ef til þess kemur brjóta Íranar á bak aftur samkomulag sem ríkið gerði við fleiri kjarnorkuríki fyrir fjórum árum. Í síðasta mánuði tilkynnti íranska kjarnorkumálastofnunin að framleiðsla á auðguðu úrani yrði fjórfölduð vegna viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn Íran. Í dag var tilkynnt að framleiðslan fari yfir hámark sem kveðið er á um í samkomulagi sem Íran og fleiri kjarnorkuríki gerðu árið 2015. „Eftir að við förum fram yfir 300 kílógramma hámarkið verður hlutfall framleiðslu lágauðgaðs 3,67 prósenta úrans hærra,“ sagði Behrouz Kamalvandi, talsmaður írönsku kjarnorkumálastofnunarinnar. Þessu hafa Íranar hótað eftir að Bandaríkjamenn sögðu sig frá samningnum á síðasta ári. Síðan þá hafa Evrópuríki reynt að koma í veg fyrir að kjarnorkusamningurinn verði að engu. Auðgað úran er notað sem eldsneyti fyrir kjarnaofna og til framleiðslu kjarnorkuvopna.Stjórnstöð í írönsku kjarnorkuveri.AP/Vahid SalemÓvirkur kjarnaofn tekinn í gagnið aftur Forsætisráðherra Ísraels brást við tilkynningu Írana í dag með þeim orðum að Ísraelar myndu ekki fylgjast aðgerðarlausir með kjarnorkuvopnaframleiðslu í Íran. „Ef Íranar standa við hótanir sínar og brjóta kjarnorkusamninginn verður alþjóðasamfélagið þegar í stað að grípa til þeirra refsiaðgerða sem samþykktar voru fyrir fram, „afturhvarfsaðgerðanna“,“ sagði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels. Pólitískar yfirlýsingar hafa gengið milli Bandaríkjamanna og Evrópuríkja annars vegar og Írans hins vegar í kjölfar árása á olíuskip í Ómanflóa nýlega. Spenna milli ríkja fer vaxandi og fjölmiðlar segja líkur aukast á átökum við Persaflóa. Íranska sjónvarpið sýndi í dag myndir af kjarnakljúfi sem talið var að hefði verið gerður óvirkur fyrir nokkrum árum. Talsmaður írönsku kjarnorkumálastofnunarinnar segir að hægt sé að hefja framleiðslu þar á ný. Bandaríkin Íran Ísrael Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Sjá meira
Forsætisráðherra Ísraels og Evrópuríki hóta að beita viðskiptaþvingunum ef Íranar halda sig ekki innan tilskilinna marka í kjarnorkuframleiðslu. Íran hefur tilkynnt að landið fari yfir hámarksmagn af auðguðu úrani eftir tíu daga. Ef til þess kemur brjóta Íranar á bak aftur samkomulag sem ríkið gerði við fleiri kjarnorkuríki fyrir fjórum árum. Í síðasta mánuði tilkynnti íranska kjarnorkumálastofnunin að framleiðsla á auðguðu úrani yrði fjórfölduð vegna viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn Íran. Í dag var tilkynnt að framleiðslan fari yfir hámark sem kveðið er á um í samkomulagi sem Íran og fleiri kjarnorkuríki gerðu árið 2015. „Eftir að við förum fram yfir 300 kílógramma hámarkið verður hlutfall framleiðslu lágauðgaðs 3,67 prósenta úrans hærra,“ sagði Behrouz Kamalvandi, talsmaður írönsku kjarnorkumálastofnunarinnar. Þessu hafa Íranar hótað eftir að Bandaríkjamenn sögðu sig frá samningnum á síðasta ári. Síðan þá hafa Evrópuríki reynt að koma í veg fyrir að kjarnorkusamningurinn verði að engu. Auðgað úran er notað sem eldsneyti fyrir kjarnaofna og til framleiðslu kjarnorkuvopna.Stjórnstöð í írönsku kjarnorkuveri.AP/Vahid SalemÓvirkur kjarnaofn tekinn í gagnið aftur Forsætisráðherra Ísraels brást við tilkynningu Írana í dag með þeim orðum að Ísraelar myndu ekki fylgjast aðgerðarlausir með kjarnorkuvopnaframleiðslu í Íran. „Ef Íranar standa við hótanir sínar og brjóta kjarnorkusamninginn verður alþjóðasamfélagið þegar í stað að grípa til þeirra refsiaðgerða sem samþykktar voru fyrir fram, „afturhvarfsaðgerðanna“,“ sagði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels. Pólitískar yfirlýsingar hafa gengið milli Bandaríkjamanna og Evrópuríkja annars vegar og Írans hins vegar í kjölfar árása á olíuskip í Ómanflóa nýlega. Spenna milli ríkja fer vaxandi og fjölmiðlar segja líkur aukast á átökum við Persaflóa. Íranska sjónvarpið sýndi í dag myndir af kjarnakljúfi sem talið var að hefði verið gerður óvirkur fyrir nokkrum árum. Talsmaður írönsku kjarnorkumálastofnunarinnar segir að hægt sé að hefja framleiðslu þar á ný.
Bandaríkin Íran Ísrael Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Sjá meira