Annar aðalhöfunda Friends segir endurkomu ekki í sjónmáli Sylvía Hall skrifar 16. júní 2019 10:39 Kauffman sést hér til hægri ásamt einum aðalleikaranna, David Schwimmer og samhöfundi sínum David Crane. Getty/NBC Marta Kauffman, ein þeirra sem færði okkur hina geysivinsælu sjónvarpsþætti Friends, segir það ekki koma til greina að hópurinn komi saman til þess að gera fleiri þætti eða bíómynd líkt og margir aðdáendur hafa vonað. Þetta kemur fram í viðtali við Kauffman við AP. Kauffman og David Crane eru höfundar þáttanna sem slógu rækilega í gegn og njóta enn mikilla vinsælda um allan heim. Þættirnir voru sýndir í áratug, frá árinu 1994 til 2004, og lifa góðu lífi á streymisveitunni Netflix. Umræðan um endurkomu þáttanna hefur náð nýjum hæðum enn á ný eftir að ein aðalleikkona þáttanna, Jennifer Aniston, hafnaði ekki möguleikanum á því í viðtali við Ellen nýlega. Spjallþáttadrottningin bað hana einfaldlega um að taka þátt í endurkomu þáttanna sem leikkonan svaraði: „Allt í lagi“. Hún sagði bæði sjálfa sig og aðra í leikhópnum vera til í að taka þátt í slíkri endurkomu. „Allt getur gerst,“ sagði Aniston í viðtalinu. Aniston lýsti því yfir eftir viðtalið að það væri ekkert sem benti til þess að leikhópurinn kæmi aftur saman, mörgum aðdáendum til mikils ama. Kauffman tók undir það og nánast afskrifaði möguleikann á endurkomu. „Af hverju að eyðileggja góðan hlut? Við myndum ekki vilja endurkomu og valda aðdáendum vonbrigðum.“Umrætt viðtal við Aniston má sjá hér að neðan. Bíó og sjónvarp Friends Netflix Tengdar fréttir Ellen boðaði til Friends endurkomu til að stofna Instagramreikning Eins og margir vita lék Courteney Cox Monica í þáttunum vinsælu Friends. 15. febrúar 2019 12:30 Bestu mistökin úr Friends Gamanþættirnir Friends njóta enn gríðarlegra vinsælda og horfa milljónir manna á þættina daglega. 27. mars 2019 16:00 Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira
Marta Kauffman, ein þeirra sem færði okkur hina geysivinsælu sjónvarpsþætti Friends, segir það ekki koma til greina að hópurinn komi saman til þess að gera fleiri þætti eða bíómynd líkt og margir aðdáendur hafa vonað. Þetta kemur fram í viðtali við Kauffman við AP. Kauffman og David Crane eru höfundar þáttanna sem slógu rækilega í gegn og njóta enn mikilla vinsælda um allan heim. Þættirnir voru sýndir í áratug, frá árinu 1994 til 2004, og lifa góðu lífi á streymisveitunni Netflix. Umræðan um endurkomu þáttanna hefur náð nýjum hæðum enn á ný eftir að ein aðalleikkona þáttanna, Jennifer Aniston, hafnaði ekki möguleikanum á því í viðtali við Ellen nýlega. Spjallþáttadrottningin bað hana einfaldlega um að taka þátt í endurkomu þáttanna sem leikkonan svaraði: „Allt í lagi“. Hún sagði bæði sjálfa sig og aðra í leikhópnum vera til í að taka þátt í slíkri endurkomu. „Allt getur gerst,“ sagði Aniston í viðtalinu. Aniston lýsti því yfir eftir viðtalið að það væri ekkert sem benti til þess að leikhópurinn kæmi aftur saman, mörgum aðdáendum til mikils ama. Kauffman tók undir það og nánast afskrifaði möguleikann á endurkomu. „Af hverju að eyðileggja góðan hlut? Við myndum ekki vilja endurkomu og valda aðdáendum vonbrigðum.“Umrætt viðtal við Aniston má sjá hér að neðan.
Bíó og sjónvarp Friends Netflix Tengdar fréttir Ellen boðaði til Friends endurkomu til að stofna Instagramreikning Eins og margir vita lék Courteney Cox Monica í þáttunum vinsælu Friends. 15. febrúar 2019 12:30 Bestu mistökin úr Friends Gamanþættirnir Friends njóta enn gríðarlegra vinsælda og horfa milljónir manna á þættina daglega. 27. mars 2019 16:00 Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira
Ellen boðaði til Friends endurkomu til að stofna Instagramreikning Eins og margir vita lék Courteney Cox Monica í þáttunum vinsælu Friends. 15. febrúar 2019 12:30
Bestu mistökin úr Friends Gamanþættirnir Friends njóta enn gríðarlegra vinsælda og horfa milljónir manna á þættina daglega. 27. mars 2019 16:00