Segir vantraust eftiráskýringu sjálfstæðismanna Kjartan Kjartansson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 14. júní 2019 19:29 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að fullyrðingar um að vantraust á Miðflokknum innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins hafi spillt fyrir samkomulagi um þinglok hafi verið „eftiráskýring“ eftir uppákomu í flokknum. Þingflokksformenn Mið- og Sjálfstæðisflokks ræða áfram saman um þinglokin. Óvissa ríkir enn um þinglok eftir að Miðflokkurinn stóð einn utan samkomulags sem stjórnarandstaðan gerði við ríkisstjórnina um dagskrá þingsins í gær. Þingfundi var slitið síðdegis í dag og kemur þingið ekki saman aftur fyrr en á þriðjudag. Bergþór Ólason, starfandi þingflokksformaður Miðflokksins, segist í samtali við Vísi hafa fundað með Birgi Ármannssyni, formanni þingflokks Sjálfstæðisflokksins, nú í kvöld. Þeir verði áfram í samskiptum um helgina til að leita lausna um það sem út af stendur í samkomulaginu. Samkomulag við Miðflokkinn var sagt í burðarliðnum í gær en að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hafi hafnað því vegna vantrausts í garð hans. Samkvæmt heimildum Vísis var það handskrifuð athugasemd Sigmundar Davíðs á samningsdrögin um að einhver ákvæði þeirra væru „samkvæmt samtali“ sem sat í sjálfstæðismönnum. Þeim hafi fundist orðalagið of opið til túlkunar og að samkomulagið við Miðflokksmenn þyrfti að vera í fastari skorðum. „Það má segja að allir lausir endar auðvitað vekja áhyggjur. Það er auðvitað búið að vera svolítið sérstakt ástand hérna í þinginu út af málþófi Miðflokksins í þessum orkupakkamálum,“ sagði Birgir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Málþóf Miðflokksins um þriðja orkupakkann svonefnda hefur gert umræður um málið þær lengstu í sögu Alþingi. Í heildina hafa þær staðið yfir í 138 klukkustundir. Samkvæmt samkomulagsdrögunum hefði orkupakkamálið verið afgreitt á stuttu sumarþingi í ágúst.Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Birgir Ármannsson.Vísir/vilhelmAthugasemdin ekki fyrirvari Spurður út í athugasemdina sem hann hripaði niður á samningsdrögin í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Sigmundur Davíð að ekki hafi verið um fyrirvara að ræða heldur hafi hann einfaldlega vísað til þess að samkomulagið væri í samræmi við samtal um gerð þess. Hann skýrði ekki frekar hver tilgangur hennar var. Þá gerði hann lítið úr vantrausti í garð flokks hans í ranni Sjálfstæðisflokksins og gaf í skyn að það væri aðeins „einn eða hugsanlega fleiri“ sjálfstæðismenn. „Þessi sömu þingmenn held ég að hafi fyrst og fremst búið þetta til sem eftiráskýringu eftir að það verður einhver uppákoma á þingflokksfundi sjálfstæðismanna,“ sagði Sigmundur Davíð.Bergþór Ólason er starfandi þingflokksformaður Miðflokksins.Vísir/VilhelmSérfræðingahópur helsti ásteytingarsteinninn Miðflokkurinn krefst þess að komið verði á fót sérfræðingahópi til að fara yfir þær áhyggjur sem hann hefur af samþykkt þriðja orkupakkans. Bergþór segir við Vísi að sérfræðingahópurinn sé helsti ásteytingarsteinninn í viðræðum við sjálfstæðismenn um þinglok. Hann vildi ekki svara því hvort að sérfræðingahópurinn væri ófrávíkjanleg krafa Miðflokksins en að hann teldi það ekki ósanngjarna ósk. Ekki komi annað til greina en að nýta tímann fram að haustþingi til að svara spurningum um málið. Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Ekki samið um þinglok í dag Samkomulag um þinglok mun ekki nást í dag samkvæmt heimildum fréttastofu. Þingfundur er nú í gangi og er verið að greiða atkvæði um þau mál sem voru á dagskrá fyrr í dag. 14. júní 2019 16:03 Vantraust í garð Miðflokksins ástæða þess að Sjálfstæðismenn höfnuðu samkomulagi Vantraust í garð Miðflokksins var ástæða þess að þingflokkur Sjálfstæðismanna gat ekki kvittað undir samkomulag við Miðflokkinn um þinglok seint í gærkvöldi. Þetta herma heimildir Vísis. 14. júní 2019 10:53 „Þegar menn voru byrjaðir að undirrita þá gerðist eitthvað“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekki vera alveg með það á hreinu hvers vegna samkomulag um þinglok náðist ekki á milli flokksins og ríkisstjórnarflokkanna í gær. 14. júní 2019 12:04 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að fullyrðingar um að vantraust á Miðflokknum innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins hafi spillt fyrir samkomulagi um þinglok hafi verið „eftiráskýring“ eftir uppákomu í flokknum. Þingflokksformenn Mið- og Sjálfstæðisflokks ræða áfram saman um þinglokin. Óvissa ríkir enn um þinglok eftir að Miðflokkurinn stóð einn utan samkomulags sem stjórnarandstaðan gerði við ríkisstjórnina um dagskrá þingsins í gær. Þingfundi var slitið síðdegis í dag og kemur þingið ekki saman aftur fyrr en á þriðjudag. Bergþór Ólason, starfandi þingflokksformaður Miðflokksins, segist í samtali við Vísi hafa fundað með Birgi Ármannssyni, formanni þingflokks Sjálfstæðisflokksins, nú í kvöld. Þeir verði áfram í samskiptum um helgina til að leita lausna um það sem út af stendur í samkomulaginu. Samkomulag við Miðflokkinn var sagt í burðarliðnum í gær en að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hafi hafnað því vegna vantrausts í garð hans. Samkvæmt heimildum Vísis var það handskrifuð athugasemd Sigmundar Davíðs á samningsdrögin um að einhver ákvæði þeirra væru „samkvæmt samtali“ sem sat í sjálfstæðismönnum. Þeim hafi fundist orðalagið of opið til túlkunar og að samkomulagið við Miðflokksmenn þyrfti að vera í fastari skorðum. „Það má segja að allir lausir endar auðvitað vekja áhyggjur. Það er auðvitað búið að vera svolítið sérstakt ástand hérna í þinginu út af málþófi Miðflokksins í þessum orkupakkamálum,“ sagði Birgir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Málþóf Miðflokksins um þriðja orkupakkann svonefnda hefur gert umræður um málið þær lengstu í sögu Alþingi. Í heildina hafa þær staðið yfir í 138 klukkustundir. Samkvæmt samkomulagsdrögunum hefði orkupakkamálið verið afgreitt á stuttu sumarþingi í ágúst.Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Birgir Ármannsson.Vísir/vilhelmAthugasemdin ekki fyrirvari Spurður út í athugasemdina sem hann hripaði niður á samningsdrögin í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Sigmundur Davíð að ekki hafi verið um fyrirvara að ræða heldur hafi hann einfaldlega vísað til þess að samkomulagið væri í samræmi við samtal um gerð þess. Hann skýrði ekki frekar hver tilgangur hennar var. Þá gerði hann lítið úr vantrausti í garð flokks hans í ranni Sjálfstæðisflokksins og gaf í skyn að það væri aðeins „einn eða hugsanlega fleiri“ sjálfstæðismenn. „Þessi sömu þingmenn held ég að hafi fyrst og fremst búið þetta til sem eftiráskýringu eftir að það verður einhver uppákoma á þingflokksfundi sjálfstæðismanna,“ sagði Sigmundur Davíð.Bergþór Ólason er starfandi þingflokksformaður Miðflokksins.Vísir/VilhelmSérfræðingahópur helsti ásteytingarsteinninn Miðflokkurinn krefst þess að komið verði á fót sérfræðingahópi til að fara yfir þær áhyggjur sem hann hefur af samþykkt þriðja orkupakkans. Bergþór segir við Vísi að sérfræðingahópurinn sé helsti ásteytingarsteinninn í viðræðum við sjálfstæðismenn um þinglok. Hann vildi ekki svara því hvort að sérfræðingahópurinn væri ófrávíkjanleg krafa Miðflokksins en að hann teldi það ekki ósanngjarna ósk. Ekki komi annað til greina en að nýta tímann fram að haustþingi til að svara spurningum um málið.
Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Ekki samið um þinglok í dag Samkomulag um þinglok mun ekki nást í dag samkvæmt heimildum fréttastofu. Þingfundur er nú í gangi og er verið að greiða atkvæði um þau mál sem voru á dagskrá fyrr í dag. 14. júní 2019 16:03 Vantraust í garð Miðflokksins ástæða þess að Sjálfstæðismenn höfnuðu samkomulagi Vantraust í garð Miðflokksins var ástæða þess að þingflokkur Sjálfstæðismanna gat ekki kvittað undir samkomulag við Miðflokkinn um þinglok seint í gærkvöldi. Þetta herma heimildir Vísis. 14. júní 2019 10:53 „Þegar menn voru byrjaðir að undirrita þá gerðist eitthvað“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekki vera alveg með það á hreinu hvers vegna samkomulag um þinglok náðist ekki á milli flokksins og ríkisstjórnarflokkanna í gær. 14. júní 2019 12:04 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Sjá meira
Ekki samið um þinglok í dag Samkomulag um þinglok mun ekki nást í dag samkvæmt heimildum fréttastofu. Þingfundur er nú í gangi og er verið að greiða atkvæði um þau mál sem voru á dagskrá fyrr í dag. 14. júní 2019 16:03
Vantraust í garð Miðflokksins ástæða þess að Sjálfstæðismenn höfnuðu samkomulagi Vantraust í garð Miðflokksins var ástæða þess að þingflokkur Sjálfstæðismanna gat ekki kvittað undir samkomulag við Miðflokkinn um þinglok seint í gærkvöldi. Þetta herma heimildir Vísis. 14. júní 2019 10:53
„Þegar menn voru byrjaðir að undirrita þá gerðist eitthvað“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekki vera alveg með það á hreinu hvers vegna samkomulag um þinglok náðist ekki á milli flokksins og ríkisstjórnarflokkanna í gær. 14. júní 2019 12:04