Ökumenn aka nú upp Laugaveg Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. júní 2019 20:00 Mikil ringulreið skapaðist á Laugavegi í dag þegar akstursstefnunni var breytt. Héðan í frá aka ökumenn upp Laugaveg að hluta en ljóst er að ökumenn þurfi tíma til að venjast breytingunni. Klukkan átta í morgun var akstursstefnu bíla um Laugaveg breytt. Nú verður Laugavegur ekinn til austurs frá Klapparstíg upp að Frakkastíg. Eins og áður er hægt að aka niður Laugaveg frá Hlemmi en nú má aðeins aka niður að Frakkastíg. Þaðan er einstefna niður á Hverfisgötu. Fram til þessa hafa þeir sem óku niður Laugaveginn þurft að beygja niður Vatnsstíg þar sem göngugötusvæðið byrjaði. Í sumar er göngugötusvæðiðá Laugavegi minnkað frá fyrra ári og nær nú aðeins upp að Klapparstíg. Frá Klapparstíg má því nú aka upp Laugaveginn. Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir ástæðu breytingarinnar tvíþætta. Fyrst og fremst sé verið að setja öryggi gangandi vegfarenda í fyrsta sæti. Með því að snúa akstursstefnunni við sé reynt að koma í veg fyrri að bílar aki inn á göngugötur. „Við erum ekki bara að gera það heldur erum við líka að dreifa umferðinni betur og létta á álaginu þannig að það er betra flæði um svæðið,“ sagði Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.fréttablaðið/eyþórEins og sjá máá myndbandinu eru ökumenn ekki allir búnir að átta sig á breytingunni. Fjölmargir bílar keyra niður Laugaveg þrátt fyrir tvö umferðarmerki sem banna innakstur. „Það hefur gengið ágætlega. Það voru nú ýmsir huglægir árekstrar í morgun. Ökumenn eru ekki alveg sammála í hvora áttina á að fara, en ég held að margir keyri þetta á vananum,“ sagði Sigurborg. Kaupmaður á horni Laugavegs og Klapparstígs hefði viljað sjá lögreglu stýra umferð um svæðið fyrstu dagana. „Já ég er búin að kalla eftir því að það komi einhver stýring. Löggæsla eða slíkt sem beinir fólki í rétta átt svona á meðan maður er að læra á þetta allt saman. Ég held að fólk læri á þetta bara eins og allt annað. Svo þarf fólk að venja sig á að nota bílastæðahúsin og rölta til okkar. Það er alltaf best,“ sagði Guðrún Jóhannesdóttir, kaupmaður og formaður Miðborgarinnar okkar. Göngugötur Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Ekið upp Laugaveginn þangað til vegkaflinn verður göngugata Á morgun, föstudag, taka gildi breytingar á akstursstefnu um Laugaveg en ekið verður upp götuna frá Klapparstíg upp að Frakkastíg. 13. júní 2019 13:00 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Fleiri fréttir Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira
Mikil ringulreið skapaðist á Laugavegi í dag þegar akstursstefnunni var breytt. Héðan í frá aka ökumenn upp Laugaveg að hluta en ljóst er að ökumenn þurfi tíma til að venjast breytingunni. Klukkan átta í morgun var akstursstefnu bíla um Laugaveg breytt. Nú verður Laugavegur ekinn til austurs frá Klapparstíg upp að Frakkastíg. Eins og áður er hægt að aka niður Laugaveg frá Hlemmi en nú má aðeins aka niður að Frakkastíg. Þaðan er einstefna niður á Hverfisgötu. Fram til þessa hafa þeir sem óku niður Laugaveginn þurft að beygja niður Vatnsstíg þar sem göngugötusvæðið byrjaði. Í sumar er göngugötusvæðiðá Laugavegi minnkað frá fyrra ári og nær nú aðeins upp að Klapparstíg. Frá Klapparstíg má því nú aka upp Laugaveginn. Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir ástæðu breytingarinnar tvíþætta. Fyrst og fremst sé verið að setja öryggi gangandi vegfarenda í fyrsta sæti. Með því að snúa akstursstefnunni við sé reynt að koma í veg fyrri að bílar aki inn á göngugötur. „Við erum ekki bara að gera það heldur erum við líka að dreifa umferðinni betur og létta á álaginu þannig að það er betra flæði um svæðið,“ sagði Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.fréttablaðið/eyþórEins og sjá máá myndbandinu eru ökumenn ekki allir búnir að átta sig á breytingunni. Fjölmargir bílar keyra niður Laugaveg þrátt fyrir tvö umferðarmerki sem banna innakstur. „Það hefur gengið ágætlega. Það voru nú ýmsir huglægir árekstrar í morgun. Ökumenn eru ekki alveg sammála í hvora áttina á að fara, en ég held að margir keyri þetta á vananum,“ sagði Sigurborg. Kaupmaður á horni Laugavegs og Klapparstígs hefði viljað sjá lögreglu stýra umferð um svæðið fyrstu dagana. „Já ég er búin að kalla eftir því að það komi einhver stýring. Löggæsla eða slíkt sem beinir fólki í rétta átt svona á meðan maður er að læra á þetta allt saman. Ég held að fólk læri á þetta bara eins og allt annað. Svo þarf fólk að venja sig á að nota bílastæðahúsin og rölta til okkar. Það er alltaf best,“ sagði Guðrún Jóhannesdóttir, kaupmaður og formaður Miðborgarinnar okkar.
Göngugötur Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Ekið upp Laugaveginn þangað til vegkaflinn verður göngugata Á morgun, föstudag, taka gildi breytingar á akstursstefnu um Laugaveg en ekið verður upp götuna frá Klapparstíg upp að Frakkastíg. 13. júní 2019 13:00 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Fleiri fréttir Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira
Ekið upp Laugaveginn þangað til vegkaflinn verður göngugata Á morgun, föstudag, taka gildi breytingar á akstursstefnu um Laugaveg en ekið verður upp götuna frá Klapparstíg upp að Frakkastíg. 13. júní 2019 13:00