Þjóðerniskennd og siðferði Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 16. júní 2019 08:00 Afmælisdagur Jóns Sigurðssonar var gerður að þjóðhátíðardegi Íslendinga árið 1944. Þessi 75 ár frá sjálfstæði þjóðríkisins hafa brosandi Íslendingar á öllum aldri sótt miðbæi landsins til að gera sér glaðan dag. En af hliðarlínunum heyrast stundum raddir sem vilja tortryggja þessa hátíð og þær kenndir sem hún byggir á. Ég hef hitt einstaklinga sem telja allar birtingarmyndir þjóðerniskenndar vera beina hraðbraut í áttina að nasisma og að ekki ætti að dýfa svo miklu sem litlu tá í þá laug. Draumóramaðurinn John Lennon hvatti fólk til að ímynda sér heim án landamæra – „Imagine there’s no countries“ – og án ýmissa annarra þátta (til dæmis trúarbragða og einkaeigna) sem hafa einkennt mannkynið frá örófi alda. Hugmyndin var sú að þessir eiginleikar væru hindrun á vegferð mannkynsins í áttina að útópísku alheimsbræðralagi. En það eru ekki áðurnefndir eiginleikar sem hindra mannkynið í því að ná saman. Þessir eiginleikar eru einfaldlega birtingarmyndir mannlegs eðlis. Þetta er eðlið sem fær okkur til að draga ályktun um hvaða hópi (eða hópum) við teljum okkur tilheyra. Það er jafn samofið heila okkar flestra og kynhvötin eða getan til þess að tala tungumál. Það er einfaldlega hvorki raunhæft né gagnlegt að snúa bakinu gegn þessum kenndum þó að þeim hafi verið beint í neikvæðan farveg í aldanna rás. Vandamálin verða ekki leyst með því að varpa öllu sem tengist þjóðerniskennd fyrir borð. Það verður að taka afstöðu til einstakra þátta með því að varðveita það sem er jákvætt en hafna því sem er neikvætt. Skýrustu dæmin um neikvæðar birtingarmyndir þjóðerniskenndar eru að finna í aðgerðum þýskra nasista undir forystu Adolfs Hitlers – skólabókardæmi um hvað ber að forðast þegar fólk horfist í augu við eigin þjóðerniskennd. Það þarf vart að taka fram að hugmyndir um goggunarröð kynþátta eftir „hreinleika“ og það að skipulega smala fólki í útrýmingarbúðir er gjörsamlega siðlaust. En þjóðerniskenndin er vandmeðfarin því það að kenna öðrum hópum um eigin vandamál, sérstaklega þegar harðnar í ári, hefur þótt mjög freistandi. Þegar fólk ræktar sína þjóðerniskennd er brýn þörf á því að reka varnagla sem hindra neikvæða útmálun minnihlutahópa, til dæmis með lagasetningu og fræðslu.Jákvæðar birtingarmyndir Að hvetja íslensku landsliðin í hinum ýmsu íþróttagreinum, að halda upp á og varðveita íslenska tungu, að flagga íslenska fánanum á fánadögum; þetta eru birtingarmyndir þjóðerniskenndar sem eru skaðlausar og má færa rök fyrir því að þær hafi jákvæð samfélagsleg áhrif. Án þjóðerniskenndar væri heimurinn menningarlega fátækari. Þjóðlög, þjóðbúningar og matarmenning svo fátt sé nefnt félli fljótlega í gleymsku í fjarveru þjóðerniskenndar. Hver væri betur til þess fallinn að varðveita íslensku fornhandritin en þjóðin sem gat þau af sér? Í þessu samhengi ætti einnig að vera augljóst að hver sú þjóð sem á sér þjóðríki stendur mun betur að vígi þegar kemur að því að varðveita eigin menningararf. Þegar þjóðerniskenndinni er beint í jákvæðan farveg verður hún að staðbundnu sameiningarafli – eitthvað sem ég tel að eigi fullt erindi til samfélags þar sem fjölmiðlar og samskiptamiðlar etja gjarnan konum gegn körlum, trúuðum gegn trúlausum og íhaldssömum gegn frjálslyndum. En annars býð ég landsmönnum gleðilega þjóðhátíð! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 17. júní Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Afmælisdagur Jóns Sigurðssonar var gerður að þjóðhátíðardegi Íslendinga árið 1944. Þessi 75 ár frá sjálfstæði þjóðríkisins hafa brosandi Íslendingar á öllum aldri sótt miðbæi landsins til að gera sér glaðan dag. En af hliðarlínunum heyrast stundum raddir sem vilja tortryggja þessa hátíð og þær kenndir sem hún byggir á. Ég hef hitt einstaklinga sem telja allar birtingarmyndir þjóðerniskenndar vera beina hraðbraut í áttina að nasisma og að ekki ætti að dýfa svo miklu sem litlu tá í þá laug. Draumóramaðurinn John Lennon hvatti fólk til að ímynda sér heim án landamæra – „Imagine there’s no countries“ – og án ýmissa annarra þátta (til dæmis trúarbragða og einkaeigna) sem hafa einkennt mannkynið frá örófi alda. Hugmyndin var sú að þessir eiginleikar væru hindrun á vegferð mannkynsins í áttina að útópísku alheimsbræðralagi. En það eru ekki áðurnefndir eiginleikar sem hindra mannkynið í því að ná saman. Þessir eiginleikar eru einfaldlega birtingarmyndir mannlegs eðlis. Þetta er eðlið sem fær okkur til að draga ályktun um hvaða hópi (eða hópum) við teljum okkur tilheyra. Það er jafn samofið heila okkar flestra og kynhvötin eða getan til þess að tala tungumál. Það er einfaldlega hvorki raunhæft né gagnlegt að snúa bakinu gegn þessum kenndum þó að þeim hafi verið beint í neikvæðan farveg í aldanna rás. Vandamálin verða ekki leyst með því að varpa öllu sem tengist þjóðerniskennd fyrir borð. Það verður að taka afstöðu til einstakra þátta með því að varðveita það sem er jákvætt en hafna því sem er neikvætt. Skýrustu dæmin um neikvæðar birtingarmyndir þjóðerniskenndar eru að finna í aðgerðum þýskra nasista undir forystu Adolfs Hitlers – skólabókardæmi um hvað ber að forðast þegar fólk horfist í augu við eigin þjóðerniskennd. Það þarf vart að taka fram að hugmyndir um goggunarröð kynþátta eftir „hreinleika“ og það að skipulega smala fólki í útrýmingarbúðir er gjörsamlega siðlaust. En þjóðerniskenndin er vandmeðfarin því það að kenna öðrum hópum um eigin vandamál, sérstaklega þegar harðnar í ári, hefur þótt mjög freistandi. Þegar fólk ræktar sína þjóðerniskennd er brýn þörf á því að reka varnagla sem hindra neikvæða útmálun minnihlutahópa, til dæmis með lagasetningu og fræðslu.Jákvæðar birtingarmyndir Að hvetja íslensku landsliðin í hinum ýmsu íþróttagreinum, að halda upp á og varðveita íslenska tungu, að flagga íslenska fánanum á fánadögum; þetta eru birtingarmyndir þjóðerniskenndar sem eru skaðlausar og má færa rök fyrir því að þær hafi jákvæð samfélagsleg áhrif. Án þjóðerniskenndar væri heimurinn menningarlega fátækari. Þjóðlög, þjóðbúningar og matarmenning svo fátt sé nefnt félli fljótlega í gleymsku í fjarveru þjóðerniskenndar. Hver væri betur til þess fallinn að varðveita íslensku fornhandritin en þjóðin sem gat þau af sér? Í þessu samhengi ætti einnig að vera augljóst að hver sú þjóð sem á sér þjóðríki stendur mun betur að vígi þegar kemur að því að varðveita eigin menningararf. Þegar þjóðerniskenndinni er beint í jákvæðan farveg verður hún að staðbundnu sameiningarafli – eitthvað sem ég tel að eigi fullt erindi til samfélags þar sem fjölmiðlar og samskiptamiðlar etja gjarnan konum gegn körlum, trúuðum gegn trúlausum og íhaldssömum gegn frjálslyndum. En annars býð ég landsmönnum gleðilega þjóðhátíð!
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun