Tveir meðlimir Sigur Rósar halda ótrauðir áfram Andri Eysteinsson skrifar 13. júní 2019 15:00 Meðlimir hljómsveitarinnar hafa kennt handvömm endurskoðanda um. Vísir/GETTY „Við gerum þetta á meðan þetta er gaman, eins og fótboltamenn segja,“ sagði Georg Hólm, bassaleikari Sigur Rósar, spurður út í framtíð hljómsveitarinnar en eins og stendur eru meðlimir hljómsveitarinnar einungis tveir. Georg og Jón Þór Birgisson, Jónsi. Um þessar mundir eru 20 ár liðin frá útgáfu þriðju plötu Sigur Rósar sem átti eftir að reynast ein vinsælasta plata íslenskrar tónlistarsögu. Ágætis byrjun hét platan og kom út árið 1999. Þá samanstóð sveitin af Jónsa, Georg og Ágústi Ævari Gunnarssyni, og kölluðu þeir sig skytturnar þrjár. Þá var D‘Artagnan, hljómborðsleikarinn Kjartan Sveinsson nýlega genginn til liðs við sveitina. Ágætis byrjun átti eftir að reynast endalok Ágústs Ævars í sveitinni en skömmu eftir útgáfu plötunnar hætti hann og við stöðu hans við trommurnar tók Orri Páll Dýrason. Í tilefni af tuttugu ára afmæli Ágætis byrjunar efndu sveitarmenn til hlustunarteitis. Gestir hlustuðu á tuttugu ára gamla upptöku frá tónleikum sem haldnir voru, jú tuttugu árum áður.Af því tilefni ræddi Kastljós við þá Georg og Kjartan Sveinsson. Þar greindi Georg eins og áður segir frá framtíðarhorfum sveitarinnar en hinn meðlimur sveitarinnar, Jónsi, sá sér ekki fært um að mæta vegna skuldbindinga erlendis. Þá ræddu félagarnir stuttlega um skattamálin sem hafa vakið mikla athygli undanfarið en þeir Georg og Kjartan voru vissir um að málið skyggði ekkert á gleðina á 20 ára afmælinu. „Þarna varð handvömm, við réðum fólk til þess að sjá um þessa hluti fyrir okkur sjálfir. Þarna varð einhverjum á í messunni og við erum búnir að semja við skattinn um að borga það sem við eigum að gera. Við borgum okkar skatta glaðir, sagði Kjartan en bætti við að fyrir lægi ákæra sökum stórfelldrar vangár. Kumpánarnir láta hins vegar skattavandræðin ekki hafa nein áhrif á gleðina, „Það er gaman hjá okkur, það eru 20 ár síðan Ágætis byrjun kom út og því ber að fagna, sagði Georg Hólm, einn tveggja eftirstandandi meðlima Sigur Rósar. Sigur Rós Tónlist Mest lesið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Með skottið fullt af próteini Lífið Fleiri fréttir „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Sjá meira
„Við gerum þetta á meðan þetta er gaman, eins og fótboltamenn segja,“ sagði Georg Hólm, bassaleikari Sigur Rósar, spurður út í framtíð hljómsveitarinnar en eins og stendur eru meðlimir hljómsveitarinnar einungis tveir. Georg og Jón Þór Birgisson, Jónsi. Um þessar mundir eru 20 ár liðin frá útgáfu þriðju plötu Sigur Rósar sem átti eftir að reynast ein vinsælasta plata íslenskrar tónlistarsögu. Ágætis byrjun hét platan og kom út árið 1999. Þá samanstóð sveitin af Jónsa, Georg og Ágústi Ævari Gunnarssyni, og kölluðu þeir sig skytturnar þrjár. Þá var D‘Artagnan, hljómborðsleikarinn Kjartan Sveinsson nýlega genginn til liðs við sveitina. Ágætis byrjun átti eftir að reynast endalok Ágústs Ævars í sveitinni en skömmu eftir útgáfu plötunnar hætti hann og við stöðu hans við trommurnar tók Orri Páll Dýrason. Í tilefni af tuttugu ára afmæli Ágætis byrjunar efndu sveitarmenn til hlustunarteitis. Gestir hlustuðu á tuttugu ára gamla upptöku frá tónleikum sem haldnir voru, jú tuttugu árum áður.Af því tilefni ræddi Kastljós við þá Georg og Kjartan Sveinsson. Þar greindi Georg eins og áður segir frá framtíðarhorfum sveitarinnar en hinn meðlimur sveitarinnar, Jónsi, sá sér ekki fært um að mæta vegna skuldbindinga erlendis. Þá ræddu félagarnir stuttlega um skattamálin sem hafa vakið mikla athygli undanfarið en þeir Georg og Kjartan voru vissir um að málið skyggði ekkert á gleðina á 20 ára afmælinu. „Þarna varð handvömm, við réðum fólk til þess að sjá um þessa hluti fyrir okkur sjálfir. Þarna varð einhverjum á í messunni og við erum búnir að semja við skattinn um að borga það sem við eigum að gera. Við borgum okkar skatta glaðir, sagði Kjartan en bætti við að fyrir lægi ákæra sökum stórfelldrar vangár. Kumpánarnir láta hins vegar skattavandræðin ekki hafa nein áhrif á gleðina, „Það er gaman hjá okkur, það eru 20 ár síðan Ágætis byrjun kom út og því ber að fagna, sagði Georg Hólm, einn tveggja eftirstandandi meðlima Sigur Rósar.
Sigur Rós Tónlist Mest lesið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Með skottið fullt af próteini Lífið Fleiri fréttir „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Sjá meira