Skorradalshreppur kaupi þyrlupoka til slökkvistarfs Sighvatur Jónsson skrifar 13. júní 2019 11:45 Í Skorradal má finna eina stærstu sumarhúsabyggð landsins. Vísir/Jón Sigurður Oddviti Skorradalshrepp segir til greina koma að hreppurinn kaupi svokallaðan þyrlupoka fyrir slökkvistarf á svæðinu ef upp koma gróðureldar í dalnum. Rætt sé um að hreppurinn og Borgarbyggð setji aukið fé í rekstur sameiginlegs slökkviliðs til að geta sinnt betur eftirliti og brunaæfingum. Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Vesturlandi lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum eftir mikla þurrka. Sérstök hætta er talin vera á eldum í Skorradal. Skorradalshreppur leggur til einn slökkvibíl til slökkviliðs Borgarbyggðar. Sá bíll er staðsettur á Hvanneyri. Samningur er milli sveitarfélaganna um rekstur sameiginlegs slökkviliðs. Árni Hjörleifsson, oddviti Skorradalshrepps, vísar gagnrýni sumarhúsaeiganda um engar brunaæfingar í Skorradal til slökkviliðs Borgarbyggðar. Árni segir að rætt sé um að sveitarfélögin auki fjárframlög til slökkviliðsins. „Það þarf að taka til hendinni í því hvernig menn eiga að fjármagna slökkvilið til þess að auka öryggið. Svona aðstæður eins og eru núna ýta undir það að menn hugsi málið alveg upp á nýtt. Þó að það sé eldhætta á hverju einasta ári hér í Skorradal þegar það koma þurrkar þá þarf að halda vöku sinni alltaf. Menn eru meira á tánum af því að þetta ástand varir núna,“ segir Árni.Árni Hjörleifsson er oddviti Skorradalshrepps.Fréttablaðið/ArnþórÁrni segir meira fé þurfa til að manna slökkviliðið á svæðinu. Tækin séu til staðar. Þó bendir hann á að í Reykjavík sé eini svokallaði þyrlupoki landsins staðsettur. Pokarnir eru notaðir til að flytja vatn með þyrlum og sleppa því yfir gróðurelda. Hann segir til skoðunar hjá hreppnum að fjárfesta í einum poka sem kostar um eina til tvær milljónir króna. „Við erum að ræða þetta eins og allt. Þessir pokar gera mikið gang í þessum stóru eldum sem eiga sér stað erlendis,“ segir Árni Hjörleifsson, oddviti Skorradalshrepps. Hann segir Skorradalsvatn vera nógu djúpt í þessu samhengi en miðað er við að minnsta kosti tveggja metra dýpi við notkun þyrlupoka við slökkvistarf. Almannavarnir Skorradalshreppur Slökkvilið Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Oddviti Skorradalshrepp segir til greina koma að hreppurinn kaupi svokallaðan þyrlupoka fyrir slökkvistarf á svæðinu ef upp koma gróðureldar í dalnum. Rætt sé um að hreppurinn og Borgarbyggð setji aukið fé í rekstur sameiginlegs slökkviliðs til að geta sinnt betur eftirliti og brunaæfingum. Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Vesturlandi lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum eftir mikla þurrka. Sérstök hætta er talin vera á eldum í Skorradal. Skorradalshreppur leggur til einn slökkvibíl til slökkviliðs Borgarbyggðar. Sá bíll er staðsettur á Hvanneyri. Samningur er milli sveitarfélaganna um rekstur sameiginlegs slökkviliðs. Árni Hjörleifsson, oddviti Skorradalshrepps, vísar gagnrýni sumarhúsaeiganda um engar brunaæfingar í Skorradal til slökkviliðs Borgarbyggðar. Árni segir að rætt sé um að sveitarfélögin auki fjárframlög til slökkviliðsins. „Það þarf að taka til hendinni í því hvernig menn eiga að fjármagna slökkvilið til þess að auka öryggið. Svona aðstæður eins og eru núna ýta undir það að menn hugsi málið alveg upp á nýtt. Þó að það sé eldhætta á hverju einasta ári hér í Skorradal þegar það koma þurrkar þá þarf að halda vöku sinni alltaf. Menn eru meira á tánum af því að þetta ástand varir núna,“ segir Árni.Árni Hjörleifsson er oddviti Skorradalshrepps.Fréttablaðið/ArnþórÁrni segir meira fé þurfa til að manna slökkviliðið á svæðinu. Tækin séu til staðar. Þó bendir hann á að í Reykjavík sé eini svokallaði þyrlupoki landsins staðsettur. Pokarnir eru notaðir til að flytja vatn með þyrlum og sleppa því yfir gróðurelda. Hann segir til skoðunar hjá hreppnum að fjárfesta í einum poka sem kostar um eina til tvær milljónir króna. „Við erum að ræða þetta eins og allt. Þessir pokar gera mikið gang í þessum stóru eldum sem eiga sér stað erlendis,“ segir Árni Hjörleifsson, oddviti Skorradalshrepps. Hann segir Skorradalsvatn vera nógu djúpt í þessu samhengi en miðað er við að minnsta kosti tveggja metra dýpi við notkun þyrlupoka við slökkvistarf.
Almannavarnir Skorradalshreppur Slökkvilið Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira