WOW Cyclothon-söfnunin hófst með „samhjóli“ Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2019 22:27 Upphaf áheitasöfnunarinnar var markað með samhjóli inn Mosfellsdal og í Reykjadal. Wow Cyclothon Opnað var fyrir áheit í Wow Cyclothon-hjólreiðakeppninni í dag en um tvö hundruð hjólreiðamenn tóku þátt í samhjóli af því tilefni í kvöld. Keppnin sjálf hefst eftir tæpar tvær vikur en að þessu sinni rennur aðalstyrkur hennar til sumarbúða Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal. Hjólakvöldið sem markaði upphaf söfnunarinnar hófst við Egilshöll klukkan 18:00 í kvöld. Hjólaðir voru fyrstu kílómetrar keppnisleiðarinnar inn í Mosfellsdal, að því er segir í tilkynningu frá keppninni. Í lokin var komið við í sumarbúðunum í Reykjadal þar sem slegið var upp sameiginlegri grillveislu. Hjólreiðakeppnin stendur yfir dagana 25. til 29. júní. Mörg lið eru sögð skráð til leiks. Um níutíu milljónir króna hafa safnast frá því að Wow Cyclothon hóf göngu sína, að því er segir í tilkynningunni. Styrkurinn sem safnast með áheitum í ár á að renna til viðbyggingar við sumarbúðirnar í Reykjadal sem eiga að bæta aðstöðu og aðgengi þar. Þannig á að stækka matsal svo rýmra verði um fólk í hjólastól. „Um 250 börn og ungmenni koma árlega í sumarbúðirnar en þau eiga það öll sameiginlegt að eiga ekki kost á annarri sumardvöl vegna fötlunar. Sumarbúðirnar hafa það að leiðarljósi að skapa ævintýri og nýjar upplifanir fyrir alla þá sem þangað sækja,“ segir í tilkynningunni.Frá vinstri: Margrét Vala Marteinsdóttir, forstöðumaður Reykjadals, Björk Kristjánsdóttir, keppnisstjóri WOW Cyclothon, Vilmundur Gíslason, framkvæmdastjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, og Hörður Sigurðsson, formaður stjórnar Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra.Wow Cyclothon Wow Cyclothon Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira
Opnað var fyrir áheit í Wow Cyclothon-hjólreiðakeppninni í dag en um tvö hundruð hjólreiðamenn tóku þátt í samhjóli af því tilefni í kvöld. Keppnin sjálf hefst eftir tæpar tvær vikur en að þessu sinni rennur aðalstyrkur hennar til sumarbúða Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal. Hjólakvöldið sem markaði upphaf söfnunarinnar hófst við Egilshöll klukkan 18:00 í kvöld. Hjólaðir voru fyrstu kílómetrar keppnisleiðarinnar inn í Mosfellsdal, að því er segir í tilkynningu frá keppninni. Í lokin var komið við í sumarbúðunum í Reykjadal þar sem slegið var upp sameiginlegri grillveislu. Hjólreiðakeppnin stendur yfir dagana 25. til 29. júní. Mörg lið eru sögð skráð til leiks. Um níutíu milljónir króna hafa safnast frá því að Wow Cyclothon hóf göngu sína, að því er segir í tilkynningunni. Styrkurinn sem safnast með áheitum í ár á að renna til viðbyggingar við sumarbúðirnar í Reykjadal sem eiga að bæta aðstöðu og aðgengi þar. Þannig á að stækka matsal svo rýmra verði um fólk í hjólastól. „Um 250 börn og ungmenni koma árlega í sumarbúðirnar en þau eiga það öll sameiginlegt að eiga ekki kost á annarri sumardvöl vegna fötlunar. Sumarbúðirnar hafa það að leiðarljósi að skapa ævintýri og nýjar upplifanir fyrir alla þá sem þangað sækja,“ segir í tilkynningunni.Frá vinstri: Margrét Vala Marteinsdóttir, forstöðumaður Reykjadals, Björk Kristjánsdóttir, keppnisstjóri WOW Cyclothon, Vilmundur Gíslason, framkvæmdastjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, og Hörður Sigurðsson, formaður stjórnar Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra.Wow Cyclothon
Wow Cyclothon Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira